Fréttablaðið - 18.02.2006, Page 82

Fréttablaðið - 18.02.2006, Page 82
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR42 utlit@frettabladid.is Ungu hönnuðirnir Michael Herz og Graeme Fidler kynntu nýjustu línu Aquascutum nýlega á tísku- vikunni í London en þetta er þriðja línan sem þeir hanna fyrir merkið. Hönnuðirnir blönduðu saman áhrifum frá sjöunda áratugnum við nútímalegan stíl og sýndu að það er alls ekki nóg að taka flíkur sem e i n k e n n d u sjöunda ára- tuginn og skella þeim á tískupall- ana heldur er nauð- synlegt að gefa þeim e i t t h v a ð meira, smá gróf leika og slettu af nýjum hugmynd- um. H e r z og Fidler v irðast einmitt afar snjallir í að taka klassískar flíkur og gefa þeim örlítið hrátt og töff bragð og raunin er að þeir notuðu einmitt gaml- ar flíkur frá Aquascutum í innblástur. Þarna mátti því sjá kápur sem minntu á sjöunda áratuginn en voru þó pokalegar að neðan, klass- ískan rykfrakka sem gerður var nútímalegur með skrítnum útfærslum, dásamlegan kjól sem virtist samsettur úr tvíhneppt- um frakka og skyrtu, stóran og þykkan prjónabol með belti í mittið og miklu fleira spennandi eins og myndirnar sýna. Inn á milli voru svo venjulegri flík- ur og í mörgum útfærslunum klæddust fyrirsæturnar svört- um beinum buxum og klassískum háhælaskóm við óvenjulegri efri- hluta. hilda@frettabladid.is MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA MARÍA FER YFIR MÁLIN Spáir þú mikið í tískuna? Mér finnst gaman að fylgjast með því sem er að gerast. En tískan stjórnar ekki lífi mínu né því sem ég er að hanna sjálf. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Persónulegur. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Ég er mjög hrifin af belgískri hönnun, sérstaklega Martin Margiela og Dries van Noten. Svo finnst mér margir jap- anskir hönnuðir skemmtilegir. Flottustu litirnir? Allir. Hverju ertu veikust fyrir? Ég er algjör skófíkill og er endalaust að sjá skó sem ég „verð“ að eignast. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Skó úr 38 þrepum á Laugavegi. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Að það er allt leyfilegt. Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í vetur? Góðar Woolworth ullarsokkabuxur. Uppáhaldsverslun? Búðin Martin Margiela í París, 13 rue Grenelle í 7 hverfi og 38 þrep á Lauga- vegi. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Það er misjafnt. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Skónna minna. Uppáhaldsflík? Allar flíkurnar mínar eftir japanska hönnuðinn Isshi hjá Feralflair...sem eru nokkrar. Hvert myndir þú fara í verslunar- ferð? Ég myndi fara til New York og Berlínar. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ég man ekki eftir neinni ljótri flík þessa stundina. SMEKKURINN RAGNA FRÓÐADÓTTIR FATAHÖNNUÐUR Hrifin af belgískri og japanskri hönnun > Leggings... eða aðeins of víðar sokka- buxur, hæfilega krumpaðar og hrikalega töff á furðulegan hátt eru eitt af því sem mest er áberandi á tískupöllunum. Þessar eru úr sumarlínu Prada. Konudagurinn er á morgun. Auðvit- að ætti ég að vera nærri því dauð úr spenningi yfir væntanlegu blómahafi og gjöfum frá mínum manni en ég verð að viðurkenna að líðanin stefnir ekki í þá átt. Mér leiðist konudagurinn og svona dagar almennt þar sem almenn- ingur er skikkaður til að gefa blóm og vera sérstaklega rómantískur. Það er bara ekki innbyggt inn í allar týpur að leika Rómeó eftir pöntun. Það fer í taug- arnar á mér að blómabúðir og aðrir sem hugsanlega geta grætt svolitla peninga á þessum dögum notfæri sér það. Hvern langar að fá gjafakörfu frá ástinni sinni sem er valin af starfsfólki verslana með nokkrum hjartalaga súkkulaðimolum, ilmspreyi og handklæði eða „þokkafull- um“ undirfötum? Ég yrði brjáluð ef mér yrði fært eitthvað slíkt. Eini dagurinn sem virkilega á rétt á sér er bolludagurinn, en það er bara því mér finnst heimatilbúnar bollur gómsætar og svo minnir mig að það hafi verið stuð á öskudaginn. Ég skil heldur ekki pælinguna með afskorin blóm. Hvað er róm- antískt við þau? Auðvitað eru túlípanar krúttlegir og ógurlega fal- legir þegar þeir eru komnir í sætan blómavasa. Tala nú ekki um þegar heimilið er nýskrúbbað. Ég held að flestar konur kaupi sér þó blóm sjálfar ef þær vantar að krydda heimilisdekkóið. Ég held að afskorin blóm hafi ekkert með raunverulega ást eða tilfinningar að gera frekar en styttur, kertastjakar og „þokkafull“ undirföt. Nú veit ég að vinkonur mínar eiga eftir að verða óhressar með mig því margar af þeim eru sérlega pakkaóðar. Vilja að þeim sé komið á óvart mánaðarlega með glaðningi og pökkum sem innihalda fínerí sem er hægt að skarta við sérstök tækifæri. Gott og vel fyrir þær en ég veit ekki hvernig ég myndi bregðast við ef minn maður færi skyndilega að bera í mig gjafir vikulega. Ég held að það myndi framkalla vantraust í hans garð. Þótt gjafir geti glatt mann í smá tíma þá lækna gjafir ekki andlega líðan og þær framkalla heldur ekki ást. Þetta er svipað með gjafirnar og alla peningana. Það er alveg sama hvað við reynum, hvorki gjafir né peningar koma í stað- inn fyrir andlegt jafnvægi og innri gleði. Þetta fæst nefnilega ekki gefins þótt það sé auðvitað skárra að vera grenjandi í BMW en í strætó. Sérpantaður Rómeó Nútímaleg klassík

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.