Fréttablaðið - 18.02.2006, Qupperneq 88
48 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
FEBRÚAR
15 16 17 18 19 20 21
Fimmtudagur
■ ■ LEIKIR
14.00 Víkingur og ÍBV mætast í
DHL-deild kvenna í handbolta.
14.00 Stjarnan og HK mætast í
DHL-deild kvenna í körfubolta.
14.00 Grindavík og ÍS mætast í
bikarúrslitum kvenna í körfubolta.
15.00 KA/Þór og Grótta mætast í
DHL-deild kvenna í handbolta.
16.00 Grindavík og Keflavík mæt-
ast í bikarúrslitum karla í körfubolta.
16.15 Stjarnan og HK mætast í
DHL-deild karla í handbolta.
17.00 ÍBV og Haukar mætast í
DHL-deild karla í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
10.00 ÓL í Tórínó á Rúv í gangi
nánast allan daginn.
12.00 Enska bikarkeppnin á Sýn.
Leikur Liverpool og Man. Utd.
13.55 Bikarúrslit kvenna í körfu-
bolta á Rúv.
15.55 Bikarúrslit karla í körfu-
bolta á Rúv.
19.30 Spænski boltinn á Sýn.
Leikur Real Madrid og Alaves.
21.30 Spænski boltinn á Sýn.
Leikur Barcelona og Real Betis.
KÖRFUBOLTI Grindavík og Keflavík
hafa aldrei mæst áður í bikarúr-
slitaleik karla en liðin hafa sam-
tals leikið ellefu sinnum til úrslita
í keppninni.
Keflavík hefur fimm sinnum
orðið bikarmeistari, 1993, 1994,
1997, 2003 og 2004, en í þrígang
beðið lægri hlut. Keflvíkingar
hafa unnið allar viðureignir erki-
fjendanna í vetur, eina í Iceland
Express-deildinni og báða leiki
liðanna í 8 liða úrslitum Powerade-
bikarsins.
Grindvíkingar hafa þrisvar
orðið bikarmeistarar, 1995, 1998
og 2000. Þeir hafa aldrei tapað í
úrslitaleik bikarkeppninnar .- hþh
Bikarúrslit karla í dag:
Hafa aldrei
mæst áður
KÖRFUBOLTI Þeir A.J. Moey og Jer-
emiah Johnson eru góðir vinir
utan vallar en það breytist snögg-
lega í 37. bikarúrslitaleik karla
í dag þar sem heiðurinn er fyrst
og fremst í veði. Suðurnesjaliðin
Keflavík og Grindavík takast á
og ef leikurinn verður eitthvað
í líkingu við rimmur félaganna í
deildinni má að leiða líkur að því
að leikurinn verði stórskemmti-
legur og æsispennandi.
„Ég er mjög spenntur. Það er
ávallt stórt verkefni að spila í bik-
arúrslitum og mikill heiður auk
þess sem ég finn hversu mikil
virðing er borin fyrir keppninni
hér,“ sagði A.J. Moey, leikmaður
Keflavíkur, en hann hefur skorað
27,5 stig að meðaltali í deildar-
leikjunum í ár og er lykilmaður í
Keflavíkurliðinu.
„Við ætlum bara að spila okkar
bolta, það er lykill okkar að sigr-
inum. Þetta eru áþekk lið sem
skora mikið og því verður þetta
hörkuleikur. Við erum ekki með
hávaxnasta liðið en við höfum
margar góðar skyttur og menn
sem geta skapað fyrir aðra,“ sagði
Bandaríkjamaðurinn við Frétta-
blaðið.
„Liðið sem berst meira vinnur
alltaf leikinn, hvaða leikur sem
það er og þannig verður það líka
í leiknum gegn Grindavík. Það
er ekkert leyndarmál,“ sagði A.J.
sem telur að stuðningur áhorfenda
muni skipta miklu máli.
„Stuðningsmennirnir okkar
eru geðveikir. Þegar þeir byrja
að lemja trommurnar þá gefur
það okkur aukakraft sem hjálpar
oft mikið til,“ sagði A.J. Moey að
lokum en hann bjóst við mikilli
skemmtun fyrir áhorfendur.
Jeremiah Johnson, leikmaður
Grindavíkur, hefur skorað 25,6
stig að meðaltali og er líkt og A.J.
lykilmaður í Grindavíkurliðinu.
„Liðið sem er ákveðnara og kemur
betur stemmt í leikinn vinnur,“
sagði Jeremiah við Fréttablaðið
en hann telur að allt geti gerst í
þessum stórleik.
„Þetta er stórt verkefni fyrir
liðið, Grindavíkurbæ og sjálfan
mig. Ég er mjög ánægður fyrir
hönd liðsfélaga minna og allra
sem koma að körfuboltanum í
Grindavík. Það er frábært að
komast í úrslitaleikinn en það
væri mjög sérstakt að hampa titl-
linum,“ sagði Jeremiah, sem er
fyrst og fremst ákveðinn í að spila
sinn leik.
„Ég ætla bara að spila mínum
leik og ég set enga aukapressu
á mig fyrir þennan leik. Þegar
maður er í bikarúrslitaleik vinnur
maður bara fyrir sitt lið og reyn-
ir að draga fram það besta sem
kemur okkur í leikinn. Þetta snýst
um sigurviljann, hver vill vinna
leikinn meira,“ sagði Jeremiah að
lokum. hjalti@frettabladid.is
Sigurviljinn vegur þungt
Bikarúrslitaleikur Keflavíkur og Grindavíkur fer fram klukkan 16 í Laugardals-
höll í dag. Þetta verður gífurleg rimma tveggja frábærra liða sem eru fornir
fjendur auk þess að vera barátta tveggja af bestu leikmönnum deildarinnar.
A.J. MOEY OG JEREMIAH JOHNSON Munu berjast um bikarinn í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KÖRFUBOLTI „Þetta eru tvö ólík lið,
þær eru hávaxnari en við erum
hraðari og það er lykilatriði að ná
hraðanum upp og halda honum,“
sagði Unndór Sigurðsson, þjálfari
Grindavíkur, fyrir leikinn í dag
en bærinn á lið í bæði karla- og
kvennaleiknum í dag.
„Þegar komið er í svona leiki
er það aðallega sálfræðiþátturinn
sem ræður ríkjum og það gildir að
halda spennustiginu niðri. Stað-
an í deildinni skiptir engu máli
í bikarúrslitaleik heldur er það
stemningin í liðinu og stuðningur
sem skiptir miklu máli og ég býst
við hálfum Grindavíkurbænum í
Laugardalshöllinni,“ sagði Unn-
dór sem býst fyrst og fremst við
skemmtilegum leik.
„Þrátt fyrir að liðin séu ólík
eru þetta bæði stemningslið en ef
við náum að halda hraðanum uppi
veit ég að sigurinn verður okkar,“
sagði Unndór sigurviss að lokum.
„Við höfum verið að skoða
Grindavíkurliðið vel en einbeitum
okkur þó fyrst og fremst að okkar
eigin leik,“ sagði Ívar Ásgríms-
son, þjálfari ÍS, sem stefnir á að
halda hraðanum niðri í leiknum.
„Þær reyna eflaust að spila
hraðan bolta, taka fljótt skot og
pressa mikið. Við vitum að styrk-
ur þeirra leggst fyrst og fremst í
að halda hraðanum uppi auk þess
sem Jerica Watson er þeirra lyk-
ilmaður. Við ætlum að ráða ferð-
inni í leiknum og stjórna leiknum
auk þess sem við þurfum að nýta
okkur hæðarmuninn,“ sagði Ívar
sem ætlar sér að klára verkefnið
sem er fyrir höndum.
„Við þurfum að spila okkar
leik, við höfum unnið síðustu
fimm leiki, þar á meðal Hauka
og Keflavík og ef við vinnum
Grindavík þá erum við búin að
vinna öll liðin. Við ætlum okkur
því að klára verkefnið og loka
hringnum,“ sagði Ívar að lokum
og lofaði stórkostlegri skemmtun
í Höllinni.
.- hþh
Grindavík tekur á móti stúdínum í bikarúrslitaleik kvenna:
Spurning um sálfræði og að
halda spennustiginu niðri
HVOR HAMPAR TITLINUM? Fyrirliðar Grinda-
víkur og ÍS, Hildur Sigurðardóttir og Signý
Hermannsdóttir FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KÖRFUBOLTI Leikur Grindavíkur og
ÍS í dag verður fjórða viðureign
liðanna á tímabilinu. Grindavík
hefur unnið tvo leiki, stúdínur
einn en allar hafa þær verið í Ice-
land Express-deildinni og í þeim
öllum var hart tekist á og leikar
verið jafnir í leikslok. Stúdínur
hafa sex sinnum orðið bikarmeist-
arar, síðast árið 2003 þegar Alda
Leif Jónsdóttir lyfti bikarnum en
ÍS keppir nú í fjórtánda sinn til
úrslita. ÍS hefur unnið fimm leiki
í röð í deild og bikarkeppni og
mæta stúdínur því vel stemmdar
til leiks.
Grindavíkurstúlkur eru að
keppa til úrslita í þriðja sinn en
eiga enn eftir að hampa tilinum,
þær töpuðu með þriggja stiga
mun fyrir Haukum á síðasta ári
og voru mjög nálægt því að landa
sigrinum og ætla því eflaust ekki
að láta söguna endurtaka sig.
- hþh
Bikarúrslit kvenna í dag:
Fjórtándi úr-
slitaleikur ÍS
HART BARIST Corrie Mizusawa brýtur sér
leið í gegn í leik ÍS og Grindavíkur fyrr í
vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KÖRFUBOLTI „Þetta verður flottur
og skemmtilegur leikur á laugar-
daginn og vonandi að hann verði
skemmtilegur fyrir áhorfend-
ur, bæði liðin spila í dag mjög
skemmtilegan körfubolta,“ sagði
Sigurður Ingimundarson, þjálfari
Keflavíkur, við Fréttablaðið.
„Við höfum verið að spila mikið
af stórum leikjum að okkar mati,
úrslitaleiki hér heima og svo líka
í Evrópukeppninni og höfum und-
irbúninginn mjög hefðbundinn,“
sagði Sigurður sem hefur haft
stífar æfingar undanfarið.
„Grindavík er með gott sóknar-
lið og á oft mjög langa góða kafla
í leikjum og það verðum við að
stoppa,“sagði Sigurður að lokum.
- jss
Sigurður Ingimundarson:
Grindavík með
gott sóknarlið
SIGURÐUR INGIMUNDARSON Á von á
spennandi leik.
LEIÐIN Í ÚRSLITIN
Karlar:
32-liða úrslit: Haukar b 56-123 Grindavík
16-liða úrslit: KR b 69-92 Grindavík
8-liða úrslit: Hamar/Selfoss 74-97 Grindavík
Undanúrslit: Grindavík 97-87 Skallagrímur
32-liða úrslit: Keflavík 104-96 Fjölnir
16-liða úrslit: Tindastóll 67-89 Keflavík
8-liða úrslit: KR 74-98 Keflavík
Undanúrslit: Keflavík 89-85 Njarðvík
Konur:
16-liða úrslit: Grindavík 91-39 KR
8-liða úrslit: Grindavík 97-62 Haukar b
Undanúrslit: Keflavík 62-68 Grindavík
16-liða úrslit: ÍS 101-26 Fjölnir
8-liða úrslit: ÍS 63-62 Haukar
Undanúrslit: ÍS 91-70 Breiðablik
KA fær til sín Serba
Lið KA í 1. deildinni hefur samið við 26
ára gamlan Serba, Srdjan Tufegdzic að
nafni. Sá spilar á miðjunni og binda
forráðamenn KA sér vonir um að hann
muni styrkja liðið mikið í baráttunni
næsta sumar.
> Hafþór meiddur á liðþófa
Hafþór Ægir Vilhjálmsson, hinn ungi og
bráðefnilegi leikmaður ÍA, verður frá í
fjórar til sex vikur vegna meiðsla sem
hann hlaut nýverið. Hafþór er meiddur
báðum megin á liðþófa í hægra hnénu
og þarf að fara í aðgerð til að fá bót
meina sinna. Haf-
þór lék þrettán
leiki með ÍA
síðasta sumar
og skoraði
í þeim
þrjú mörk
og hefur
vakið athygli
erlendra
félaga á und-
anförnum
mánuðum.
Um fátt er annað rætt í handbolta-
heiminum þessa dagana en meint svik
serbneska landsliðsins gegn Króatiu á
EM í Sviss. Serbneskir fjölmiðlar hafa
birt viðtöl við leikmenn serbneska
landsliðsins sem halda því fram að
landsliðsþjálfarinn, Veselin Vujovic, og
tveir stjórnarmenn serbneska handbolt-
asambandsins hafi skipað þeim að tapa
leiknum.
Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson
spilar með einum leikmanna serbneska
landsliðsins, Dragan Sudzum, hjá TuS-
N-Lübbecke og Þórir sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að Sudzum hafi stað-
fest þessar fregnir við sig persónulega.
„Hann segir að það séu að minnsta
kosti tíu leikmenn búnir að gefa sig fram
og segja sína sögu um hvað gerðist
en blöðin hafa samt aðeins sagt að
tveir hafi gefið sig fram. Sudzum sagði
mér að Vujovic hefði sagt við þá fyrir
leikinn að þeir ættu ekki möguleika í
þessum leik og að mótið væri búið.
Svo þegar einhver skoraði
fjögur mörk í röð þá var
hann tekinn af velli
svo þeir myndu ekki
vinna leikinn. Hann
refsaði mönnum fyrir
að spila vel,“ sagði
Þórir en ætli Vujovic
hafi sagt það berum
orðum að þeir ættu
að tapa leiknum?
„Sudzum vill ekki
meina það en Vujovic hamraði á því
við þá að þeir ættu ekki möguleika.“
Fyrsta ár Þóris í atvinnumennsk-
unni hefur verið upp og niður en
hann er sífellt að finna sig betur
og í kjölfarið fylgir meiri spilt-
ími. Svo varð hann einnig faðir
fyrir ekki löngu þannig að það
hefur gengið á ýmsu.
„Þetta er búið að vera
mikið fjör og góður lærdómur.
Þótt það hafi stundum verið
erfitt þá hefur alltaf verið
gaman og verður ekki síður
skemmtilegt á næsta ári þegar
Birkir Ívar verður kominn,“
sagði Þórir Ólafsson.
ÞÓRIR ÓLAFSSON: SERBNESKUR FÉLAGI HANS KJAFTAR FRÁ LANDSLIÐSÞJÁLFARANUM
Vujovic refsaði mönnum fyrir að spila vel