Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 6
6 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR MENNTUN Menntamálaráðherra hafa verið send póstkort í þús- undatali frá framhaldsskólanem- um. Í kortunum mótmæla þeir hugmyndum um styttingu náms til stúdentsprófs. Að sögn eins skipuleggjenda hafa 4.000 nemar þegar sent ráð- herra kort þar sem þeir gagnrýna hugmyndir hans og vinnubrögð og að um 1.700 kort séu nú á leiðinni til ráðherra. Skólarnir sem hafa tekið þátt í þessum mótmælum eru fimmtán talsins. Starfsmenn ráðuneytisins sögðu kortin mörg en staðfestu ekki að þau skiptu þúsundum. - shá Nemar mótmæla styttingu: Póstkort send í þúsundatali FRAMHLIÐ PÓSTKORTSINS Þúsundir korta hafa verið sendar til menntamálaráðherra. VIÐSKIPTI Halli á viðskiptum við útlönd í janúar nam tæpum 11,4 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra nam hallinn rúmum 4,3 milljörðum. Samkvæmt tölum Hagstofunn- ar nam útflutningur í janúar 14,1 milljarði króna, en innflutningur 25,5 milljörðum. Á sama tíma í fyrra nam útflutningur 12,9 millj- örðum, en innflutningur tæpum 17,3. Miðað er við fast gengi. Verðmæti innflutningsins var 47,5 prósentum meira en í janúar 2005. Mest jókst innflutningur neysluvara og flutningatækja, um 23,6 og 14,2 prósent, meðan inn- flutningur á mat og drykkjarvöru dróst saman um 5,4 prósent. - óká Vöruskipti við útlönd í janúar: Óhagstæð um 11,4 milljarða DÝRAHALD „Starfsfólkið þurfti oft að hlaupa undan honum því hann var hreinlega orðinn hættulegur,“ segir Unnur Sigurþórsdóttir, starfsmaður í Húsdýragarðinum, um nautið Eld frá Laugabóli, sem hefur verið fellt. Eldur varð tveggja ára í janúar. Eldur var útnefndur „þarfa- naut“ Húsdýragarðsins í Kastljósi síðastliðið haust. Geðslag hans reyndist þó með þeim hætti að gestum garðsins stafaði sífellt meiri hætta af honum eftir því sem tíminn leið og styrkur hans jókst. Aldrei reyndist unnt að hleypa honum nálægt gestum Húsdýragarðsins af þeim sökum, að sögn Unnar. „Hann vantaði algjörlega þetta einstaka geðslag sem við leitum að,“ segir Unnur og bætir við að starfsfólk hafi haft varann á gagn- vart tuddanum mannýga. „Mörg- um var brugðið þegar hann byrj- aði að hlaupa í girðingunni og hnubbaði í fólk á rimlana. Það var ekki áhættunnar virði.“ Unnur segir að nú verði traust- ið sett á heimaalinn kálf, sem er 25. afkvæmi Guttorms sem fædd- ist í Húsdýragarðinum og hans eini eftirlifandi kálfur. „Nú leitum við til allra Íslend- inga með uppástungur að nafni á kálfinn, sem hefur verið kallaður Hróður fram að þessu,“ bætir hún við. Kálfurinn kom í heiminn 23. september 2005 og er því orðinn fimm mánaða. Hann hefur erft margt frá föður sínum, meðal annars geðslagið og rauðskjöld- ótta litinn. Þá er hann stórgerður eins og tuddinn Guttormur. Tveggja mán- aða var kálfurinn 102 kíló og nú við fimm mánaða aldur er hann 230 kíló.“ - jss HÆTTULEGUR Gestum Húsdýragarðsins stafaði hætta af Eldi og því var hann felldur. „Þarfanautið“ Eldur í Húsdýragarðinum hefur verið fellt: Orðið hættulegt starfsfólki SVÍÞJÓÐ Vitni sem liggur bana- leguna hefur lýst því yfir að það hafi horft á Christer Pettersson skjóta Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, en Pettersson var á sínum tíma fundinn saklaus í Hæstarétti Svíþjóðar vegna skorts á sönn- unum. Í sjónvarpsþætti sem frum- sýndur verður í Svíþjóð á sunnu- dag kemur fram að morðið hafi eiginlega verið mistök. Petters- son og vinur hans hafi fengið það hlutverk að þjarma að eiturlyfja- salanum Sigge Cedergren í eitur- lyfjastríði sem stóð yfir í Stokk- hólmi á þessum tíma. - ghs Nýtt um Palme-morðið: Horfði á Pett- ersson skjóta ÞÝSKALAND Ekki er ofsögum sagt að allt hafi verið í skít í þorpi í Bæjaralandi í Þýskalandi á dögun- um. Sílótankur sem innihélt svínaskít ætlaðan til áburðar sprakk, svo 240.000 lítrar af þykk- um og illa þefjandi vökvanum streymdu niður hæðina sem tank- urinn stóð á og ofan í þorpið Elsu fyrir neðan, að því er kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarps- ins, BBC. Skíturinn lak niður aðalstrætið og inn á jarðhæðir margra íbúða- húsa. Íbúar Elsu þurftu því að vaða skít í bókstaflegri merkingu, en hann var allt að hálfs metra djúpur. Búið er að hreinsa meiri- hluta drullunnar upp og geta íbú- arnir því andað léttar. - smk Illþefjandi óhapp: Allt í skít í þýsku þorpi AUSTURRÍKI, AP Íransstjórn hefur boðið starfsmönnum Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) upplýsingar um leynilegt úranvinnsluverkefni sem gæti verið tengt kjarnorkuvopna- vinnslu. Munu sendiboðar IAEA því halda til Teheran um helgina, að sögn ónafngreindra diplómata sem gáfu AP-fréttastofunni þess- ar upplýsingar í gær. Ekki er vitað hversu miklu ljósi heimsóknin mun varpa á kjarn- orkuáætlun Írana, en ljóst þykir að þeir reyna nú að lægja öldur í alþjóðasamfélaginu vegna áætl- unarinnar. Óttast er að Íranar stefni að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum, en þeir hafa staðfastlega vísað þeim orðrómi á bug. - smk Kjarnorkuáætlun Írana: Eftirlitsmenn fara til Teheran KJARNORKA Verksmiðja í Isfahan í Íran, þar sem hægt er að auðga úran. NORDICPHOTOS/AFP KJARAMÁL Sjúkraflutningar voru ekki með eðlilegum hætti í Reykja- vík í gær þar sem ekki tókst að manna tvo sjúkrabíla, svokallaða dagbíla. Ekki var um skipulagðar aðgerðir að ræða. Ari Jóhannesson, fulltrúi slökkviliðsmanna, segir hættu- ástand geta skapast ef ekki takist að manna sjúkrabílana eins og gerðist í gær. Ef tveir þeirra fari í útkall sé eingöngu einn maður eftir á slökkvistöðinni. „Þetta þýðir að styrkurinn er ekki nægur. Ef eldur brýst út er mannskapurinn úti á sjúkrabílun- um og getur ekki brugðist við. Ef aukamenn eru kallaðir út tekur það tíma,“ segir Ari. „Þetta eru ekki beinar aðgerðir en einhverra hluta vegna mættu menn ekki til endur- og símennt- unar í morgun. Þeir eru náttúr- lega að lýsa yfir óánægju sinni með hægaganginn í kjaraviðræð- um,“ segir hann. Slökkviliðsmenn greiða í næstu viku atkvæði um verkfalls- heimild. Ari segir það taka fimmt- án sólarhringa að afla heimildar- innar en vonandi komi ekki til verkfalls. Komi til þess hefst það 16.-17. mars og þá munu slökkvi- liðsmenn hægja á öllum störfum sínum og eingöngu sinna neyðar- tilfellum. „Öll neyðartilfelli verða afgreidd eins og venjulega en almennir sjúkraflutningar og önnur starfsemi situr á hakan- um. Þetta hefur víðtæk áhrif í þjóðfélaginu, til dæmis ef við lokum flugvöllunum,“ segir Ari. Atvinnuslökkviliðsmenn eru 270 talsins og þúsund eru í hluta- starfi. Lægstu grunnlaun slökkvi- liðsmanna eru 105 þúsund krónur og útborgað gerir það rúmlega 90 þúsund krónur. „Það er mikill hiti í mönnum,“ segir Ari. Slökkviliðs- menn hittu Launanefnd sveitar- félaga á samningafundi hjá Ríkis- sáttasemjara í gær. Vernharð Guðnason, formaður Landssam- bands slökkviliðsmanna, segir að samningaviðræður standi yfir en vill ekki greina nánar frá þeim þar sem hann sé bundinn trúnaði. Nýr fundur hafi verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið. Slökkviliðsmenn hafa áður hafnað launahækkun upp á 28 pró- sent. ghs@frettabladid.is Hitinn er mikill í slökkviliðsmönnum Sáttafundur slökkviliðsmanna og sveitarfélaga bar engan árangur í gær. Ekki tókst að manna tvo sjúkrabíla í Reykjavík. Slökkviliðsmenn mættu ekki til endur- og símenntunar í gærmorgun. Forystan vill boða verkfall. SLÖKKVILIÐSMENN Á SAMNINGAFUNDI Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðsmanna, var ásamt öðrum á samninga- nefndarfundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Forysta slökkviliðsmanna hefur óskað eftir heimild félagsmanna sinna til að boða verkfall og hefst það um miðjan mars ef af verður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN Hefur vinnusiðferði farið versn- andi hérlendis? Já 77% Nei 23% SPURNING DAGSINS Í DAG Er til fátækt á Íslandi? Segðu þína skoðun á visir.is SVEITASTJÓRNARMÁL Óháðir, Vinstri grænir og framsóknarmenn sam- einast um framboð í sveitarstjórn- arkosningunum í vor á Grundar- firði undir nafninu Samstaða - listi fólksins. Forval á listann fer fram 11. mars. Undanfarin tólf ár hafa Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknar- flokkur setið í meirihluta en upp úr samstarfinu slitnaði í vor vegna ágreinings um leikskólamál. Að sögn Emils Sigurðssonar, oddvita Vinstri grænna, verður þetta framboð í þágu íbúalýðræðis og alveg óháð flokkslínum. - sdg Bæjarmál á Grundarfirði: Samstaða - listi fólksins GRUNDARFJÖRÐUR Sveitastjórnarkosningar munu fara fram 27. maí næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SAMGÖNGUR Umtalsverð fjölgun farþega með Strætó mældist í jan- úar miðað við sama mánuð á síð- asta ári. Alls ferðuðust 779 þúsund far- þegar með strætisvögnum í janúar samanborið við 728 þúsund í fyrra. Er það tæplega sjö prósenta aukn- ing en farþegum fækkaði hlutfalls- lega eftir að nýtt leiðakerfi var tekið upp síðasta sumar. - aöe Jákvæð þróun hjá Strætó: Farþegum fjölgar milli ára SÁDI-ARABÍA, AP Sjálfsmorðs- sprengjumenn gerðu árás á bílum hlöðnum sprengiefni á stærstu olíuhreinsistöð veraldar í gær, í sádi-arabísku hafnarborginni Abqaiq við Persaflóa. Verðir komu í veg fyrir að tjónið yrði mikið með því að skjóta á bílana, sem sprungu er þeir voru komnir skammt inn fyrir hlið stöðvarinnar. Þetta var fyrsta árás hryðju- verkamanna á olíumannvirki í Sádi-Arabíu, en olíuhreinsistöðin í Abqaiq er eitt allra mikilvægasta slíka mannvirkið í landinu. Stærst- ur hluti þeirrar olíu sem þetta mesta olíuútflutningsland heims flytur út fer um stöðina. Að minnsta kosti ökumenn sprengjubílanna létu lífið í árásinni og tveir verðir særðust alvarlega. Í nokkra tíma eftir árás- ina skiptust verðir á skotum við aðra árásarmenn og öryggissveit- ir fínkembdu svæðið, að sögn vitna. Olíumálaráðherra landsins sagði að árásin hefði ekki haft nein áhrif á starfsemina. Vísaði hann á bug fyrri fréttum Al- Arabiya-sjónvarpsstöðvarinnar um að olíuflæðið hefði stöðvast tímabundið þar sem tjón hefði orðið á olíuleiðslu í árásinni. Olíuverð tók samt kipp upp á við á mörkuðum í gær. - aa HRYÐJUVERKAVARNIR Lögreglubíll á vett- vangi árásarinnar í Abqaiq í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bílsprengjuárás á stærstu olíuhreinsistöð Sádi-Arabíu: Hamlaði ekki olíuútflutningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.