Fréttablaðið - 25.02.2006, Side 10

Fréttablaðið - 25.02.2006, Side 10
10 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI KÓPAVOGUR Gamla laugin við Sund- laug Kópavogs hefur verið rifin. Fyrirhugað er að byggja nýja bún- ingsaðstöðu inni og úti, 300 fer- metra heilsuræktarstöð og nokkra potta á útisvæðinu þar sem gamla laugin var. Högna Sigurðardóttir er arki- tekt að Sundlaug Kópavogs. Hún er óánægð með að henni hafi ekki verið falin hönnun viðbyggingar- innar og mun útskýra mál sitt í blöðum einhvern næstu daga. Framkvæmdum í fyrsta áfanga lýkur um mitt næsta ár. Búningsað- staðan, heilsuræktarstöðin og pott- arnir tilheyra honum. Í seinni áfanga á að byggja 25 m sundlaug og barnalaug en óvíst er hvenær þeim framkvæmdum lýkur. - ghs Framkvæmdir við Sundlaug Kópavogs: Gamla laugin rifin SUNDLAUG KÓPAVOGS Gamla laugin í Sundlaug Kópavogs hefur verið rifin. Ný 24 metra laug og barnalaug ásamt búnings- klefum, heilsuræktarstöð og útipottum koma í staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BORGARMÁL Magn loftmengandi efna á borð við svifryk og köfnun- arefnisdíoxíð í höfuðborginni var minna á síðasta ári en árið 2005, samkvæmt ársskýrslu umhverfis- sviðs Reykjavíkurborgar. Koma niðurstöðurnar talsvert á óvart, sérstaklega hvað svifryk varðar enda tengist slík mengun venjulega aukinni umferð og engum vafa er undirorpið að hún var meiri á síðasta ári en fyrir tíu árum. Líkleg skýring að mati Lúð- víks Gústafssonar, deildarstjóra mengunarvarna hjá borginni, er vaxandi úrkoma og hækkandi hita- stig og vindhraði. Aukin úrkoma dregur úr svifryksmengun í and- rúmsloftinu og einnig er talið lík- legt að betri búnaður bifreiða eigi sinn þátt í að dregið hefur úr slíkri mengun. Magn svifryks í and- rúmsloftinu fór þó alls 21 sinni yfir heilsuverndarmörk í Reykja- vík. Magn köfnunarefnisdíoxíðs fór hins vegar ekki yfir þau mörk á síðasta ári en alls sjö sinnum árið 2004, sem er við mörk þess sem æskilegt er talið á einu ári. - aöe LOFTMENGUN Aukin úrkoma og hækkandi hitastig hér á landi eru líklegustu skýringarnar á því hvers vegna loftmengun í höfuðborginni fer minnkandi. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Niðurstöður mengunarmælinga í höfuðborginni: Minnkandi mengun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.