Fréttablaðið

Date
  • previous monthFebruary 2006next month
    MoTuWeThFrSaSu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272812345
    6789101112

Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 12

Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 12
 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS Viðleitni Íransstjórnar til að auðga úran hefur vakið hörð viðbrögð á alþjóðavettvangi. Leiðtogar Vesturveldanna hafa ekki farið í grafgötur með þá stefnu sína að taka málið upp í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna og fá þar sam- þykktar refsiaðgerðir gegn Írönum ef stjórnvöld í Teheran leggi kjarn- orkuáætlanir sínar ekki á hilluna í eitt skipti fyrir öll. Hins vegar má spyrja hversu trúverðugur mál- flutningur Bandaríkjamanna, Breta og Frakka er þegar kemur að kjarnorkuvopnum. Samkvæmt tölum frá banda- ríska tímaritinu Bulletin of Atom- ic Scientists eiga kjarnorkuveldi heimsins a.m.k. 14.000 kjarnaodda „í skotstöðu“ (operational) sem eru tilbúnir til árásar með litlum sem engum fyrirvara. Sáttmáli um bann við tilraunasprengingum (Comprehensive Test Ban Treaty) frá 1996 hefur ekki verið fullgiltur af Bandaríkjastjórn, enda þótt öll kjarnorkuveldin nema Indland og Pakistan hafi undirritað hann á sínum tíma. Þá hefur Bandaríkja- stjórn einhliða sagt upp ABM-sátt- málanum um afvopnun, án þess að líkur séu á að nýr afvopnunar- samningur komi í stað hans. Stefna Bandaríkjastjórnar virðist vera sú að önnur ríki skuli afvopnast en á meðan auki þau sjálf vígbúnað sinn og hafi óheft svigrúm til til- rauna með ný kjarnorkuvopn. Opinber stefna Bandaríkja- stjórnar er sú að Bandaríkin muni ekki nota kjarnorkuvopn gegn ríki sem ekki búi yfir slíkum vopnum. Í raun hefur Bandaríkjastjórn margsinnis hótað slíkum árásum. Til eru ríkisstjórnir sem virðast tilbúnar að fylgja Bandaríkja- stjórn fram á brúnina. Varnar- málaráðherra Bretlands, Geoff Hoon, hefur lýst því yfir að Bretar væru tilbúnir að nota kjarnorku- sprengjur „við réttar aðstæður“ og gegn ríkjum sem ekki eigi kjarnorkuvopn. Í orði kveðnu óttast ríki heims- ins smygl og verslun með kjarn- orkuvopn, ekki síst til ríkja sem Bandaríkjastjórn er uppsigað við og kallar „útlagaríki“. Einfaldasta leiðin til að fylgjast með slíku væri að gera lista yfir sprengjur sem kjarnorkuveldin eiga eða efni sem til er í þær. En ríkisstjórnir Banda- ríkjanna og Rússlands hafa neitað að gera slíkan lista. Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar hafa engan aðgang að kjarna- oddum þeirra ríkja sem eiga 96% af kjarnorkuvopnum heimsins! Bandaríkjastjórn hefur um 480 kjarnorkuflaugar á meginlandi Evrópu, hálfum öðrum áratug eftir endalok Kalda stríðsins. Önnur kjarnorkuveldi eiga mun færri sprengjur; en ríkisstjórn Bret- lands hefur uppi áform um að endurnýja kjarnorkuflaugar sínar, þrátt fyrir að ekki sé hægt að benda á neinn óvin sem Bretlandi standi ógn af. Kjarnaoddum Kín- verja hefur hins vegar ekki fjölg- að í rúm 20 ár, þrátt fyrir endur- teknar spár bandarískra hernaðaryfirvalda um það. Ekki má svo gleyma því kjarnorkuveldi sem einna mest leynd hvílir yfir, en það er Ísrael. Að mati sérfræð- inga ræður Ísraelsher yfir um 75- 200 kjarnaoddum. Ljóst er að til- vist þessara vopna veldur miklu óöryggi í Austurlöndum nær og er trúlega forsenda þess að önnur ríki kunna að hafa áform um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þar að auki stangast þessi vopn á við sáttmálann um útbreiðslu kjarnorkuvopna. Samt sem áður verður ekki vart við neinn alþjóð- legan þrýsting á Ísraelsmenn um að láta þau af hendi. Í áliti Alþjóða- dómstólsins í Haag frá 8. júlí 1996 er úrskurðað að notkun kjarnorku- vopna að fyrra bragði sé ólögleg undir öllum kringumstæðum og ríkjum heims beri að stefna að útrýmingu slíkra vopna. Þessi úrskurður merkir í raun að alþjóða- dómstóllinn telur kjarnorkuvopn ólögleg. Í samræmi við þetta hefur Malasía nokkrum sinnum lagt til- lögu fyrir allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna undanfarin ár. Í henni felst að ríkjum heimsins beri að ná samkomulagi um að banna hvers konar framleiðslu og meðferð kjarnorkuvopna, ekki síst beitingu kjarnorkuvopna eða hótun um að beita þeim. Jafnframt beri að útrýma slíkum vopnum hið bráðasta. Tillaga þessi hefur jafnan hlot- ið góðar undirtektir og má taka sem dæmi atkvæðagreiðslu á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1. desember 1999. Þá greiddu 114 ríki tillögunni atkvæði og hún var samþykkt. Hins vegar greiddu 28 ríki atkvæði á móti þessari tillögu um kjarnorkuafvopnun og 22 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi ríkja sem greiddu atkvæði gegn útrým- ingu kjarnorkuvopna. Ekkert NATO-ríki þorði að styðja tillög- una, en sum söfnuðu þó kjarki til að sitja hjá, t.d. Kanada og Noreg- ur. Þau aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna sem standa þver gegn afvopn- un eru ekki mörg en þau hafa heilmikið vægi í Öryggisráðinu og eiga fjóra af fimm fastafulltrúum þar. Það er fyrst og fremst tví- skinnungur kjarnorkuveldanna sem veldur því að afvopnunarmál eru í sjálfheldu og framtíð án kjarnorkuvopna er ennþá utan seilingar. ■ Kjarnorkuváin snýst ekki um Íran Í DAG AFVOPNUNARMÁL SVERRIR JAKOBSSON Ísland er í fámennum hópi ríkja sem greiða atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› Sjálfstæðismenn eru víst góðir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garða- bæ, skrifar grein í Morgunblaðið í gær og mótmælir harðlega orðum Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylking- arinnar, þess efnis að sjálfstæðismenn leggi ekki áherslu á velferð í þeim sveitarfélögum sem flokkurinn er við völd í. Má segja að inntak greinarinnar sé að sjálfstæðismenn séu víst góðir. Gunnar bendir á að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi farið með stjórn bæjarmála í Garðabæ frá upphafi og segir svo: „Garðabær er og hefur verið í forystu íslenskra sveitarfélaga í fjölmörgum málaflokkum sem snerta velferð og lífsgæði fjölskyldufólks.“ Færir hann svo rök fyrir máli sínu með nokkrum dæmum. Grein sinni lýkur Gunnar svo á að snúa út úr nafni Dags. Er viðbúið að borgarfulltrúinn sitji ekki þegjandi undir þessum orðum bæjarstjórans og geta lesendur Morg- unblaðsins sjálfsagt átt von á grein frá Degi þar sem áhersla sjálfstæðismanna á velferð er enn dregin í efa. En hvað mátti hún sitja lengi? Meira af greinum. Hinn skeleggi þingmaður Vinstri grænna í Norðvest- urkjördæmi, Jón Bjarnason, skrifar grein í BB á Ísafirði þar sem hann fjallar jöfnum höndum um efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar og sameiginlegt framboð VG, Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins í Ísafjarðarbæ. Jón segist meðal annars halda að ekki sé ofsögum sagt að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi setið allt of lengi. Í ljósi þess að stjórnmálamenn og -flokkar hafa það að keppikefli að komast til valda má spyrja hvort Jón sé þeirrar skoðunar að núverandi ríkisstjórn hafi einhvern tíma ekki setið of lengi. Mátti hún til dæmis sitja í eitt kjörtímabil eða tvö að hans mati? Líklegt verður að telja að í hjarta sínu vildi Jón helst að þessi ríkisstjórn hefði aldrei komist til valda. Allt hefur sinn tíma Yoko Ono, listakona og ekkja Johns Lennon, er nú á Íslandi en sem kunnugt er hefur hún gefið Reykvíkingum friðar- súlu eina stóra og mikla. Yoko kom til Íslands 1992 og samkvæmt upplýs- ingum frá ráðamönnum borgarinnar hreifst hún svo mjög af krafti, fegurð og hreinleika landsins að hún vildi miðla væntumþykju sinni til Íslendinga með einhverjum hætti. Nú er komið á dag- inn að það gerir hún með friðarsúlunni, sem vonandi er falleg. Merkilegt er hins vegar að það tók Yoko heil fjórtán ár að miðla þessari miklu væntumþykju sinni til landsmanna. bjorn@frettabladid.is VINSÆLAST Á VÍSI 1 2 3 4 5 7 8 9 ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 10 Viðvörun matsfyrirtækisins Fitch Ratings varðandi stöðu ríkisfjármálanna hefur valdið nokkrum efnahagslegum óróa undanfarna daga. Viðbrögð fjármálamarkaðarins voru eins og álit matsfyrirtækisins hefði varpað ljósi á einhver ný sannindi. Í raun og veru kom þó ekkert fram í þessu áliti, sem ekki hefur blasað við um nokkurn tíma. Það eina sem kemur í raun og veru á óvart er, að þetta tilefni hafi þurft til að hreyfa við fjármálamark- aðnum í þá veru að veikja krónuna. Þegar óróleiki af þessu tagi verður skiptir máli, að undirstöður efnahagslífsins eru sterkar og skuldastaða ríkissjóðs óvenju góð. Öll þróun efnahagsmála hefur verið á þann veg, að þjóðarbúskapurinn ætti að vera vel í stakk búinn til þess að mæta þessum aðstæðum. Einkavæðing bankanna, aukinn sveigjanleiki og frjálsræði á fjármálamarkaði og nýjar fjárfestingar í orkuframleiðslu og stór- iðnaði hafa styrkt undirstöður efnahagskerfisins. Stefnan í ríkis- fjármálum hefur verið tiltölulega aðhaldssöm, og á sviði peninga- mála hefur Seðlabankinn gengið eins langt og vænta mátti í aðhaldsaðgerðum til þess að sporna gegn verðþenslu. Óróleiki af því tagi, sem nú hefur átt sér stað, þarf því ekki að valda veruleg- um áhyggjum um framtíðina. Veiking krónunnar getur ekki komið nokkrum á óvart. Í reynd hafa menn búist við slíkum breytingum um allnokkurn tíma. Vax- andi viðskiptahalli hefur verið ótvíræð vísbending þar um. Að hluta til er viðskiptahallinn vottur um heilbrigði og grósku í efnahagslíf- inu; að svo miklu leyti, sem hann á rætur í fjárfestingu er skila mun auknum arði og meiri verðmætasköpun inn í þjóðarbúið. En sagan er ekki öll sögð þar með. Of stór hluti viðskiptahallans á rætur að rekja til aukinnar einkaneyslu. Þjóðin hefur eytt um efni fram. Kaupmáttur ráðstöfunartekna er meiri en verðmætasköpun- in stendur undir. Hin skarpa innkoma bankanna á húsnæðismark- aðinn hefur eðlilega haft áhrif í þessa veru ásamt aðgerðum ríkis- stjórnarinnar á því sviði. Þannig hefur orðið til svigrúm til aukinnar neyslu og skuldaaukningar heimilanna. Hin hliðin á peningastefnu Seðlabankans hefur einnig leitt til aukins áhuga erlendra peningastofnana til þess að gefa út skulda- bréf í íslenskum krónum. Það hefur augljóslega haft áhrif í þá veru að styrkja krónuna og búa þannig til óraunhæfan kaupmátt, sem hvergi er innistæða fyrir. Öll þessi teikn hafa blasað við um nokkurn tíma og lýsa hinni óheilbrigðu hlið viðskiptahallans. Stundum hefur verið sagt að viðskiptahallinn sé besti vinur ríkissjóðs. En það er fölsk vinátta. Ljóst er að drjúgur hluti af tekju- afgangi ríkissjóðs á rætur að rekja til þeirra umsvifa, sem orðið hafa til vegna viðskiptahallans. Í því er fólgin ein helsta hættan, sem menn standa frammi fyrir nú. Þó að tekjuafgangur ríkissjóðs sé hlutfallslega mjög mikill og þoli samanburð við það sem best gerist með öðrum þjóðum, segir það ekki alla söguna. Nú vænta menn þess að veikari króna leiði til minni viðskiptahalla. Það mun hins vegar draga úr tekjum ríkissjóðs. Við ríkjandi aðstæður þarf að vera áframhald á verulegum tekju- afgangi ríkissjóðs. Það eru gömul sannindi og ný, að peningamála- stefna Seðlabankans megnar ekki ein að halda í við þensluáhrif í hagkerfinu. Þó að ekki sé tilefni til grundvallarstefnubreytingar í ríkisfjármálunum er einsýnt í ljósi allra aðstæðna, að í framhaldinu gæti verið þörf á harðari útfærslu þeirrar aðhaldsstefnu í ríkisfjár- málum, sem góðu heilli hefur verið fylgt um langt skeið. Aðlögun krónunnar að raunverulegum aðstæðum í þjóðar- búskapnum var löngu orðin tímabær. Það hefði verið merki um óheilbrigði, ef fjármálamarkaðurinn hefði öllu lengur verið ónæm- ur fyrir viðskiptahallanum. Frekari hægfara aðlögun að raunveru- leikanum með minnkandi viðskiptahalla er beinlínis æskileg þróun á næstu mánuðum. Útflutningsgreinarnar, bæði sjávarútvegur og nýsköpunariðnaður, munu njóta breyttra skilyrða. Óróleikinn síð- ustu daga hefur að því leyti jákvæð áhrif á framvindu efnahags- lífsins. Í raun réttri má segja, að hann merki betri horfur um efna- hagslegt heilbrigði. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Óróleiki á fjármálamarkaði gat ekki komið á óvart. Heilbrigðisvottur Silvía Nótt til Aþenu? Farsanum um Silvíu Nótt var hvergi lokið því óvíst er að hún flytji Til ham- ingju Ísland í Aþenu þar sem kærumál er enn í gangi. Segist hafa fengið fyrirmæli um hvern- ig rukka ætti fyrir bílana Jón Gerald Sullenberger bar vitni í Baugs-málinu. Silvía til Grikklands Það kom fáum á óvart að lagið Til hamingju Ísland í flutningi Silvíu Nætur sigraði í forkeppni Eurovision. Segir Jón Gerald hafa verið með spuna hjá lögreglu Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Óskaði eftir aðstoð lögreglu við að fá endur- greitt frá eiturlyfjasala Þýskur hasshaus greip til nýstárlegra ráða til að fá endurgreitt. Styrmir fékk 200 milljónir. Í uppgjöri Atorku kemur fram að Styrmir Þór Bragason, fyrrum fram- kvæmdastjóri, þáði 200 milljónir króna. Beit nef af kærustu sinni og gleypti það Rólegt matarboð fjölskyldu í Kaliforníu endaði með hörmungum þegar maður beit nef af kærustu sinni og gleypti það. Ný gögn í Baugsmálinu Uppnám varð við aðal- meðferð í Baugsmálinu þegar ákæruvaldið lagði fram ný gögn í málinu sem verjendur höfðu ekki séð áður. 14 ára stúlka tekin undir stýri Lögreglan á Selfossi stöðvaði bíl skammt utan við bæinn í nótt við venjubundið eftirlit og kom þá í ljós að 14 ára stúlka var undir stýri. Hver myrti Silvíu Nótt? Eurovision forkeppnin varð Jóni Halli Stefánssyni rithöfundi inn- blástur að sakamálasögu sem birtist í tveimur hlutum á vefsíðu bókaútgáfunnar Bjarts. 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue: 55. tölublað (25.02.2006)
https://timarit.is/issue/271601

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

55. tölublað (25.02.2006)

Actions: