Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 16

Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 16
 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR Fjármálaráðherra gerði hróp að þingmanni í vikunni og er það til marks um það álag sem ráðherra hefur verið undir í umræðu um þróun skatta, launa og lífeyris. Fjármálaráðuneytið hefur ekki undan að senda út fréttatilkynn- ingar til að leiðrétta fólk og fjöl- miðla, en ekki síst hafa aldraðir gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir ójafnaðarstefnu hennar. Þannig er reynt að villa um fyrir fólki með tölfræði, vísitölum og misskökk- um myndritum. Slíkan áróður má framleiða að vild og halla í hvaða átt sem vill, en vilji menn skoða veruleikann er einfaldast að dæma ríkisstjórnina af kjörum ráðherr- ans sjálfs annars vegar og ellilíf- eyrisþega sem aðeins hefur bætur Tryggingastofnunar hins vegar, enda eru það þeir sem hér deila. Mánaðarlaun fjármálaráðherra hafa þrefaldast frá því ríkisstjórn- in tók við vorið 1995, meðan líf- eyrir ellilífeyrisþega hefur tæp- lega tvöfaldast. Skattgreiðslur ráðherrans hafa lækkað lítilshátt- ar hlutfallslega, en það nemur um tíu þúsund krónum á mánuði hjá fjármálaráðherranum, og lækkar enn meira á næsta ári. Ellilífeyris- þeginn greiðir nú rúmar tíu þús- und krónur á mánuði í skatt en greiddi ekkert þegar stjórnin tók við. Hlutfallslega hefur skattbyrði hans þyngst mjög og nemur það rúmum mánaðarlaunum árlega af litlum tekjum. Þannig hafa nú kaup ráðherrans og ellilífeyris- þegans þróast og getur hver dæmt fyrir sig hvar skattar hafa hækk- að og hvar lækkað og laun hverra hafa hækkað mikið og hverra lítið. Það er vegna þessa sem fela þarf jafnaðarmönnum forystu í lands- málum. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Mánaðarlaun fjármálaráðherra UMRÆÐAN KJÖR ALDRAÐRA HELGI HJÖRVAR Nýr liðsmaður bættist í hóp útrásarmanna í vikunni, bíókóngurinn Árni Samúelsson í Sambíóum, sem fjár- festi í rúmlega þrjú- þúsund sæta kvik- myndahúsi í Kaupmannahöfn. Árni er maður vikunnar. Árni Samúelsson er fæddur 12. júlí árið 1942. Hann er kvænt- ur Guðnýju Björns- dóttur og saman eiga þau þrjú börn; Alfreð, Björn og Elísabetu. Það er óhætt að segja að Árni hafi ger- breytt íslensku kvik- myndahúsalandslagi þegar hann opnaði Bíóhöllina í Álfa- bakkanum hinn 2. mars árið 1982. Bíó- gestir sem eru komnir yfir þrítugt muna hugsanlega hvernig ástandið var áður en Árni kom í bæinn frá Keflavík með fjöl- skyldu sinni og opnaði Bíóhöllina í Breiðholt- inu, en þær nýjungar sem fylgdu breyttu lífi margra kvikmynd- aunnenda til hins betra. Árna var ekki tekið sérlega vel þegar hann reyndi að hasla sér völl á markaðnum í Reykjavík og voru Danir helstu ljón í vegi, þar sem þeir höfðu tögl og hagldir á dreifingu óháðra kvik- mynda. Árni vann af mikilli eljusemi næstu misserin við að stofna til viðskiptasambanda erlendis og náði loks undirtökunum. Árni gætti þess að vera mjög sýnilegur í Los Angeles. Eftir því sem tím- inn leið dvöldu hann og Guðný æ lengur í borginni og nú er svo komið að þau eru með aðsetur þar vestra, eiga marga kunningja í bransanum og haft er fyrir satt að hann sé í vinfengi við þekkta leik- ara í Hollywood. Bíóhöllin við Álfabakka var aðeins fyrsti sigur Árna af mörg- um. Síðar keypti hann skemmti- staðinn Broadway sem var í öðrum enda hússins við Álfabakka, þá Nýja bíó í Lækjargötu, Austur- bæjarbíó við Snorrabraut, opnaði Kringlubíó og fyrir ekki svo löngu tók hann við rekstri Háskólabíós og hefur því yfirburðastöðu á íslenskum bíómarkaði. Árni horfir fram á veginn og er fljótur að grípa tækifærin þegar þau gefast. Til marks um það má nefna að Bíóhöllin var fyrsta kvik- myndahúsið á Norðurlöndum til að bjóða upp á THX-hljóðkerfi og með þeim fyrstu í Evrópu. Sambíóin eru fjöl- skyldufyrirtæki og Árni hefur verið sýnilegur í bíóun- um frá upphafi. Hann veigrar sér ekki við að taka til hendinni þegar mikið er að gera; áður fyrr var ekki óalgengt að sjá hann rífa af miðum eða jafnvel afgreiða í miðalúgunni, þótt það hafi minnkað í seinni tíð. Þar sem Árni ræður yfir þorra þeirra mynda sem eru sýndar hér á landi segja sumir að honum sé í lófa lagið að stjórna kvikmyndasmekk landsmanna og hefur honum jafn- vel verið legið á hálsi fyrir að hampa formúlu- kenndum afþrey- ingarmyndum á kostnað listrænni mynda. Heyrðust til dæmis háværar gagnrýnisraddir á sínum tíma þegar það fréttist að Árni myndi taka við rekstri Háskóla- bíós, sem hafði öðrum kvikmynda- húsum fremur sýnt listrænar myndir. Sjálfur horfir hann á stöðuna í gegnum raunsæ gleraugu markaðarins og telur að ekki sé hægt að reka bíó eingöngu á listrænum myndum. „Það verður engin artmynd án þess að hinar myndirnar ryðji brautina,“ var eitt sinn haft eftir honum í viðtali. Árni viðurkennir fúslega að hafa meira gaman af afþreyingar- myndum en listrænum myndum og er til að mynda mikill aðdáandi James Bond, en hefur líka sagt að hin mjög svo dramatíska mynd Rain Man, með Dustin Hoffman og Tom Cruise í aðalhlutverki, sé í uppáhaldi hjá honum. MAÐUR VIKUNNAR Gjörbreytti íslenskum bíómarkaði ÁRNI SAMÚELSSON BÍÓMÓGÚLL MAÐUR VIKUNNAR Keppnismaður í fremstu röð HEIÐAR HELGUSON ATVINNUMAÐUR Í KNATTSPYRNU 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.