Fréttablaðið - 25.02.2006, Síða 35
LAUGARDAGUR 25. febrúar 2006 3
Bílaframleiðandinn Hyundai
mun bráðlega kynna nýjan
hugmyndabíl.
Að undanförnu hefur Hyundai
gefið það út að framleiðandinn
muni leggja meiri áherslu á hug-
myndabíla en áður. Bílaframleið-
andinn hefur eflt mjög þróunar-
vinnu sína og bætt við
hönnunarmiðstöðvar sínar. Hönn-
unarbílarnir eiga að gefa fyrirheit
um næstu kynslóðir bíla en þó er
aðeins hugsað fáein ár fram í
tímann.
Nýlega bárust fréttir um hug-
myndabíl að nafni Talus frá Hyundai
og var hann fyrst kynntur á bíla-
sýningunni í Detroit. Á komandi
bílasýningu í Genf mun Hyundai
svo kynna annan hugmyndabíl,
Genus. Genus er fjórhjóladrifinn
bíll í D-flokki en í þeim flokki eru
fjölnotabílar og jepplingar.
Genus mun vera örlitlu minni an
Talus og auk þess hafa mun minni
vél. Genus er afkvæmi hönnunar-
miðstöðvar Hyundai í Evrópu en
Talus kemur frá hönnunarmiðstöð
Hyundai í Bandaríkjunum. Því
verður forvitnilegt að fylgjast með
mismunandi áherslum og árangri
þessara tveggja hugmyndabíla frá
Hyundai.
Fleiri hugmyndabílar frá Hyundai
Á bílasýningunni í Chicago var þessi nýi Dodge Rampage kynntur. Að baki hönnun bílsins
er sú hugmynd að búa til sem fjölhæfastan pallbíl, án þess að fórna neinu plássi eða
þægindum farþega. Meðal þess sem bíllinn státar af er skilrúm á milli skúffu og húss sem
hægt er að leggja niður og skapa þannig eitt samfellt gólf. Til að gera bílinn notadrýgri er
hægt að fella alla stóla, nema bílstjórastólinn, ofan í gólf.
Nýi hugmyndabíllinn frá Hyundai, Genus, verður sportlegur fjölnota- og fjölskyldubíll.
Viðurkenndur þjónustuaðili
sem byggir á áratugareynslu
Ræsir hefur frá árinu 1942 þjónað landsmönnum dyggilega með innflutningi
og sölu nýrra bíla og varahluta frá ýmsum framleiðendum, auk viðgerðarþjónustu
og sölu á notuðum bílum.
Bílasala
Útvegum flestar gerðir bíla, atvinnubíla jafnt sem fólksbíla , nýja sem notaða.
Áratugareynsla og þekking hjá sölumönnum okkar.
MANTRA 4x4
Atvinnubílar
Traustir atvinnubílar af öllum stærðum
og útfærslum.
Ræsir er umboðsaðili fyrir Mantra 4x4,
torfærutröll sem byggir á traustum
grunni frá Mercedes-Benz.
Bílasalan er opin frá kl. 9–18 alla virka daga og 12–16 laugardaga.
Varahlutaverslun er opin frá kl. 8–18 alla virka daga og 10–14 laugardaga.
Verkstæðið er opið frá kl. 7.30–18 alla virka daga og 9–13 laugardaga.
Viðurkennd, sérhæfð og örugg
varahluta- og verkstæðis-
þjónusta fyrir eftirtaldar
tegundir bifreiða: Mercedes-
Benz, Mazda, Chrysler, Dodge
og Jeep. Öll önnur almenn
verkstæðisþjónusta.
Þjónustumiðstöð