Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 37
[ ]Strigaskór virðast alltaf vera í tísku. Nú fer að koma tími á strigaskóna aftur þar sem bráðum fer að vora.
Hið heimsþekkta tískufyrir-
tæki Jil Sander hefur verið selt
frá tískusamsteypunni Prada.
Síðan í desember hafa verið uppi
ýmsar vangaveltur um brotthvarf
Jil Sander frá Prada. Tískuvöru-
merkið Jil Sander hefur verið
undir hatti Prada síðan árið 1999
en í gær var greint frá því að fyr-
irtækið Jil Sander Group hefði
verið selt til einkafyrirtækisins,
Change Capital Partners. Sölu-
verðið var ekki gefið upp en fyrir
stuttu sagði stjórnarformaður
Prada, Patrizio Bertelli, að ef fyr-
irtækið myndi selja Jil Sander
yrði tilboðið að vera ,,virkilega,
virkilega, virkilega gott“.
Sjálf Jil Sander hefur ekki
verið viðloðandi fyrirtækið síðan
árið 2004 þegar hún hætti þar
störfum. Hin þýska Sander hafði
stofnað þetta tískuvörumerki sitt
árið 1968. Árið 1999 keypti Prada-
samsteypan svo 75 prósenta hlut í
fyrirtækinu. Vegna hagsmuna-
árekstra sagði Jil Sander hins
vegar starfi sínu lausu hjá fyrir-
tækinu árið 2000 þar sem Prada
vildi gera alla hönnun fyrirtækis-
ins mun almennari. Hvorki gekk
né rak hins vegar hjá fyrirtækinu
eftir brotthvarf hennar og árið
2003 steig Sander aftur upp í skút-
una. Hún kom fyrirtækinu aftur á
beinu brautina með einni mögnuð-
ustu endurkomu sem tískuheim-
urinn hefur upplifað. Hins vegar
hafði ekki náð að greiða úr fyrr-
nefndum hagsmunaárekstrum
þannig að Sander hætti aftur í lok
árs 2004.
Margir höfðu spáð því fyrir að
Sander myndi reyna að kaupa fyr-
irtækið af Prada. Því bíður tísku-
heimurinn spenntur eftir því hvort
Sander muni aftur sameinast
merkinu sem hún stofnaði fyrir
hartnær 40 árum með þessu nýju
sviptingum.
steinthor@frettabladid.is
Jil Sander seld
Tískuvörumerki Jils Sander hefur alltaf þótt
standa fyrir gæði og glæsileika.
Strákar eiga að vera óhræddir
við að gyrða sig. Það er snyrti-
legra og jafnvel frekar svalt.
Eftir að 9. áratug seinustu aldar
lauk voru flestir sammála um að
láta það ,,tískuslys“ sem þar hafði
farið fram ekki endurtaka sig. Fólk
dró skyrturnar upp úr buxunum,
hætti að nota liti og fólk hætti að
spreyja á sér hárið og var í staðinn
með skítugt og fitugt hár svo úr
varð einn versti tískuáratugur sem
uppi hefur verið. Það sem ein-
kenndi 10. áratuginn var ekkert.
Þessi frétt snýst hins vegar
ekki um að hrauna yfir 10. áratug-
inn. Fréttin snýst frekar um að
benda fólki, þá sérstaklega strák-
um, á að fara að gyrða sig aftur.
Skyrtur hafa verið gríðarlega vin-
sælar að undanförnu og má þar
nefna kúrekaskyrtur sem gott
dæmi. Mjög oft og yfirleitt í flest-
um tilfellum er flottast að gyrða
þær. Stíllinn verður meiri og yfir-
bragðið annað. Auðvitað má samt
alveg sleppa því að gyrða skyrtur
og boli en þá er betra að fötin séu
ekki mjög víð og kannski flott
sniðin að neðan.
Því er strákum ekkert að van-
búnaði. Gyrðið skyrturnar, það er
orðið töff aftur.
Gyrtu þig
drengur!
Frá sýningu Prada þar sem kynnt var sum-
artískan 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Erum að taka
upp nýjar vörur
Laugaveg 56 • Sími 551 7600
4 verð í gangi
500 - 1000 - 1500 - 2000
Komdu og gerðu
langbestu kaupin
í bænum!
Frábært úrval á kvenfatnaði
í öllum stærðum
MÖRKINNI 1 - REYKJAVÍK
Það sýndi sig er Fendi kynnti
nýju haust- og vetrarlínu sína í
tískuviku í Mílanóborg að starf
tískuljósmyndara er enginn
dans á rósum. Á miðri sýningu
hrundi pallur sem ætlaður
var þeim og olli atvikið miklu
fjaðrafoki.
Eins og venjan er voru ljósmynd-
ararnir allt of margir á allt of litlu
svæði. Þegar sýning Fendi var
hálfnuð gáfu undirstöður pallsins
eftir og niður fór hersingin eins
og dómínókubbar. Þegar ljós-
myndararnir fóru að draga starfs-
félaga sína og búnað úr brakinu
kom í ljós að slysið var alvarlegra
en í fyrstu var haldið. Tveir ljós-
myndarar öklabrotnuðu og fjórir í
viðbót tognuðu illa.
Þrátt fyrir þetta tafðist sýning-
in aðeins um klukkutíma og þegar
sírenuvæl sjúkrabílanna var
þagnað héldu grannvaxnar fyrir-
sætur áfram að ganga upp og
niður gangbrautina fyrir framan
lemstraða ljósmyndara.
Hættulegt starf
tískuljósmyndara
Tískusýningar geta reynst hættulegir
viðburðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP