Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 58
Brekkugerði 4
Fyrsta gatan sem kemur upp í
hugann er Brekkugerði, nánar til-
tekið númer 4. Þar bjó ég í um
tuttugu ár á uppvaxtarárum.
Húsið var málað dökkblátt, sem
var óvenjulegt á þeim tíma, og
hefði sá litur örugglega verið sett-
ur í umhverfismat ef búið hefði
verið að finna það upp. Þarna var
athvarf okkar menntskælinga úr
MH enda húsið vel stórt og
útbreitt. Einnig urðu þarna fyrstu
lög MH-hljómsveitarinnar Pjeturs
og Úlfanna til, sem oft voru æfð
um miðjar nætur, nágrönnunum
til mismikillar ánægju.
Húsið var orðið það vel þekkt á
sínum tíma að oft var nóg að biðja
um „bláa húsið“ þegar maður sett-
ist upp í leigubíl síðla nætur á leið
heim.
Blaðsíðustræti
Næsta gata, sem eftirminnileg er,
ber nafnið Blasiustraat eða „Blað-
síðustræti“ og er í Amsterdam í
Hollandi. Eins og svo margar
götur í Amsterdam ilmaði hún
allan daginn af veitingastöðum,
bakaríum og ýmsum sérverslun-
um.
Geimgata
Í Espoo í Finnlandi kemur
Avaaruskatu (Geimgata) upp í
hugann, stúdentagarður þar sem
frostið átti til að fara niður fyrir
þrjátíu gráður að vetri til en upp
fyrir þrjátíu gráður á sumrin, að
hætti finnskra.
Lokastígur
Lokastígur í 101 Reykjavík er lítil
gata sem er mjög hljóðbær. Þær
tónsmíðar sem þá voru í gangi
áttu greiða leið út á götu og inn í
næstu hús.
Ég minnist þess sérstaklega
þegar lögin úr barnaleikritinu
Pétri Pan voru að verða til. Í því
húsi átti maður til að heyra
nágrannana og börnin í götunni
raula brot úr lögunum á gangi um
Lokastíginn.
Hjarðarhagi 29
Í augnablikinu er það Hjarðar-
hagi sem er gatan í mínu lífi, hús
sem dr. Róbert A. Ottósson bjó
lengst af í og vann þar við tón-
smíðar ásamt því að starfrækja
þar tónlistarskóla og fjölbreytt
kórastarf. ■
25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR
KJARTAN ÓLAFSSON Kjartan Ólafsson, sem hefur umsjón með Myrkum músíkdögum, fyrir utan heimili sitt að Hjarðarhaga 29.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Stúdentagarður í 30 stiga frosti
Kjartan Ólafsson, umsjónarmaður Myrkra músíkdaga, drepur niður fæti
í götum lífs síns, allt frá bláa húsinu í Brekkugerði til Blaðsíðustrætis í
Amsterdam og Geimgötu í Finnlandi.
GÖTURNAR Í LÍFI MÍNU } KJARTAN ÓLAFSSON
BREKKUGERÐI
BLAÐSÍÐUSTRÆTI
GEIMGATA
LOKASTÍGUR
HJARÐARHAGI 29
Skeifan 4 • s. 5881818
betra bragð
betri gæði
betra verð
Allt í tælenska
matinn