Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 78

Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 78
 25. febrúar 2006 LAUGARDAGUR62 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 NÚNA BÚIÐ Valdís Gunnarsdóttir Sunnudagsmorgna 9-12 LÁRÉTT 2 lappi 6 klafi 8 landspilda 9 þunnur vökvi 11 í röð 12 blístur 14 ástæða 16 tímaeining 17 á skakk 18 kvenkyns hundur 20 kringum 21 þökk. LÓÐRÉTT 1 íþrótt 3 bor 4 viðtöku 5 svelg 7 hitaeining 10 samstæða 13 suss 15 ata 16 stefna 19 karlkyn. LAUSN LÁRÉTT: 2 sami, 6 ok, 8 lóð, 9 lap, 11 tu, 12 flaut, 14 orsök, 16 ár, 17 ská, 18 tík, 20 um, 21 takk. LÓÐRÉTT: 1 golf, 3 al, 4 móttöku, 5 iðu, 7 kal- oría, 10 par, 13 uss, 15 káma, 16 átt, 19 kk. Serge Gains- bourg. Þessi slísí Frakki var sá allra svalasti. Kauptu diskinn L‘Histoire de Melody Nelson. Núna. HRÓSIÐ ...fær samíska söngkonan Marit Hætta Överli fyrir að koma til Íslands og leyfa landanum að njóta kraftsins sem fylgir joikinu. Alexander McQueen Puma-skór. Innblásn- ir af beinagrindum. Þurfum við að segja meira? Sokkabönd. Koma skemmtilega á óvart undir pilsum eða yfir gallabuxum. Börn með demanta í eyrunum. Munið að Victoria Beckham er smekklaus móðir. Sauðir. Hættið að fylgja hjörðinni og gera það sama og allir aðrir. Silvía Nótt. Orðin þreyt- andi. Mætti draga sig í hlé fram að Evróvisjón. Félag íslensks markaðsfólks, ÍMARK, blés í gærkvöldi til mik- illar veislu á Broadway í samstarfi við íslenskar auglýsingastofur. Að venju var árið gert upp og Lúður- inn veittur þeim auglýsingum og herferðum sem þykja hafa skarað fram úr. Það má kannski segja að hinn vinalegi Lýður Oddsson hafi átt kvöldið því að Lottó-auglýsing- arnar fengu alls fern verðlaun, þar á meðal sem besta herferðin. Jón Gnarr fer á kostum í hlut- verki Lýðs en viðurkennir að hann sé ekki mikill Lottókarl sjálfur og segist í mesta lagi hafa fengið tvo rétta þegar hann hafi freistað gæfunnar. „Ég hef tekið þátt í ein- hverju flippi en mig dreymir engar tölur eða þvíumlíkt,“ útskýrir Jón, sem var í miðjum flutningum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Auglýsingarnar hafa slegið í gegn og oft má heyra hlátrasköll í kvikmyndahúsum þegar Jón birt- ist í gervi þessa hægláta manns og fer að tala um alla þá fáránlegu hluti sem hann gerir; borðar humar í morgunmat og grefur upp Sví- þjóðarmeistarann í lúdó. Jón seg- ist þó ekki eiga mikið sameiginlegt með honum. „Það er kannski ákveðin forvörn í auglýsingunum, að láta ekki peningana blekkja sig,“ segir hann og vísar til mál- tækisins margur verður af aurum api. Jón vill ekki eigna sér mikið í persónunni sjálfur heldur vísar ábyrgðinni á „fóstbróður“ sinn, Þorstein Guðmundsson. „Nema Barry Manilow-hurðin, það er mín hugmynd,“ segir hann og hlær. Þrátt fyrir það stoppar fólk hann úti á götu og þakkar honum fyrir. „Þorsteinn er ekkert afbrýðisam- ur enda er hann meira maðurinn á bak við tjöldin,“ segir hann og bætir við að Þorsteinn hafi fengið fín viðbrögð við KB banka-auglýs- ingunum „Það er hans stund.“ Jón hefur ekki íhugað hvað hann myndi gera ef hár lottóvinningur félli honum í skaut enda þekktur fyrir ákveðnar skoðanir á pening- um, sem hann segir að stjórni líðan fólks allt of mikið. „Ætli mér myndi ekki líða betur ef ég gæfi pening- ana til einhverra sem virkilega þyrftu á þeim að halda en að nota þá sjálfur í einhverja vitleysu.“ freyrgigja@frettabladid.is JÓN GNARR: GÆFI LOTTÓVINNINGINN TIL GÓÐGERÐARMÁLA Hefur bara fengið tvo rétta JÓN GNARR Fer á kostum í hlutverki Lýðs Oddssonar en auglýsingaherferðin var valin sú besta á ÍMARK-hátíðinni í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ragnar Bragason leikstýrir nýrri seríu af Stelpunum og verður fyrsti þátturinn sýndur í kvöld. Ragnar er ekki ókunnur forminu því hann leikstýrði síðustu þátta- röðinni af Fóstbræðrum. „Ég var beðinn um að taka þetta að mér vegna þess að Óskar Jónasson var að fara í langþráð barneignarfrí,“ segir Ragnar. „Mér fannst spenn- andi að vinna með þessu fólki, þetta er skemmtilegt sketsaform. Það gengur allt mjög hratt fyrir sig þegar maður tekur upp sketsa og unnið mikið mismunandi starf. Maður verður seint leiður á þessu starfi því það er eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Þegar hann er spurður hvort nýja serían verði fyndnari en sú síðasta er hann ekki seinn að svara: „Já, ég hefði ekki tekið þetta að mér nema með því mark- miði að gera þetta fyndnara. Svo verða áhorfendur bara að dæma um hvort mér hafi tekist það. Hóp- urinn er orðinn svo sjóaður í að vinna saman að þetta getur ekki farið öðruvísi en batnandi. Það hafa þó orðið einhverjar smávægi- legar breytingar og í fyrstu þátt- unum koma til dæmis Pétur Jóhann Sigfússon og Harpa Arn- ardóttir inn og Kjartan Guðjóns og Katla Margrét eru lítið í fyrri þáttunum en koma meira við sögu í þeim seinni. Þetta róterast svolít- ið,“ segir Ragnar að lokum. Hann er einnig að vinna í tveimur bíó- myndum með Vesturporti sem báðar verða sýndar í kvikmynda- húsum í ár. - bg Ennþá fyndnari stelpur RAGNAR BRAGASON Leikstýrir nýrri þáttaröð af Stelpunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI FRÉTTIR AF FÓLKI Hinir fornu fjendur í stúdentapól- itíkinni, Vaka og Röskva, neyðast til að fallast í faðma eftir kosningar til stúdentaráðs þar sem félögin fengu jafn marga fulltrúa kjörna. Háskóla- listinn náði inn odda- manni. Vaka og Röskva virðast deila andúð sinni á Háskólalistanum og kjósa því samstarf frekar en að nota H-listann til þess að halda höfuðandstæðingnum úti í kuldanum. H-listafólk grætur þessa niðurstöðu þó þurrum tárum enda þykir því staðfest sambúð Vöku og Röskvu styrkja málflutning sinn, sem gengur ekki síst út á það að enginn raunveru- legur málefnaágreiningur sé á milli fjendanna fornu í stúdentapólitíkinni. Þetta breytir því þó ekki að fólk þykist sjá maðka skríða í samrunasúpunni þegar kemur að skipan í veigamestu embættin. Ákveðið hefur verið að Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku, verði formaður Stúdentaráðs en Ásgeir Runólfsson, oddviti Röskvu, verð- ur framkvæmdastjóri ráðsins. Þessi helm- ingaskipti eru í anda „stóru strákanna“ við Austurvöll, þar sem „alvöru pólitík“ er stunduð af miklum móð, en stríðir hins vegar gegn lögum um Stúdenta- ráð Háskóla Íslands, þar sem skýrt er kveðið á um að starf framkvæmdastjóra Stúdentaráðs skuli auglýsa og ráða í það á faglegum forsendum. Þess vegna er nú hvíslað á göngum Háskólans að Vaka og Röskva ætli einfaldlega að breyta lögunum til þess að koma „skiptidíln- um“ á koppinn. Þá á eftir að greina frá því hvernig framboðslistarnir þrír muni skipta á milli sín fulltrúum hinna ýmsu nefnda. Sagan segir að Háskólalistinn fái aðeins tvo fulltrúa í nefndum Stúdenta- ráðs þó að fjöldi atkvæða sem listinn fékk í kosningunum ætti að tryggja honum þrjá til fjóra nefndarfulltrúa. Þar fyrir utan telur H-listafólk víst að fulltrú- arnir þeirra tveir fái sæti í léttvægum nefndum og þeim verði haldið utan allra „alvöru“ nefnda sem fjalla um þau hagsmunamál stúdenta sem helst eru í brennidepli. - þþ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.