Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 6

Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 6
6 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR KJÖRKASSINN Hefurðu farið í leikhús í vetur? Já 39,3% Nei 60,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Ertu farin/n að draga saman seglin í einkaneyslunni? Segðu þína skoðun á Vísir.is VIÐSKIPTI Kaupþing banki hefur gefið út í Bandaríkj- unum skuldabréf til fimm ára fyrir 500 milljónir dala, eða sem svarar 37 milljörð- um króna. Útgáfan, sem bankinn segir þá fyrstu í Bandaríkjunum undir US 144A MTN lánaramma, var öll seld til sama aðila, en umsjón með henni höfðu CitiGroup og Deutsche Bank. Með útgáfunni segist bankinn hafa fjármagnað sem svari 1,8 milljörðum evra það sem af er árinu, en afborganir langtíma- skulda nema samtals 1,3 milljörð- um evra á þessu ári. „Þessi 500 milljóna dala skuldabréfa- útgáfa í Bandaríkjunum sýnir að Kaupþing banki hefur góðan aðgang að fjárfestum í Bandaríkjun- um og ljóst er að bankinn mun gefa meira út af skuldabréfum þar á næstu mánuðum,“ segir Guðni Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Fjárstýr- ingar Kaupþings banka. Bankinn segist hins vegar búast við, í ljósi markaðssveiflna á und- anförnum vikum, að bandarískir fjárfestar sem eigi framlengjan- leg skuldabréf framlengi þau ekki 20. apríl næstkomandi, en við það koma um 45 milljarðar króna (605 milljónir dala) til viðbótar til greiðslu vorið 2007. - óká GUÐNI AÐALSTEINSSON Kaupþing banki býst við uppsögnum skuldabréfa í BNA vegna markaðssveiflna: Gáfu út bréf fyrir 37 milljarða PÁFAGARÐUR Benedikt páfi gagn- rýndi í gær bæði neysluhyggju og eigingirni fólks á Vesturlöndum. „Skipting heimsins í svæði vel- farnaðar og svæði eymdar er kvöl Krists í dag,“ sagði hann við guðs- þjónustu á föstudaginn langa í Róm. Á öðru svæðinu sagði hann fólk ótt- ast offitu, á hinu dæi fólk úr fátækt, og spurði síðan: „Hvers vegna skilj- um við ekki að hinir fátæku eru meðferðarúrræði hinna ríku?“ Á föstudaginn langa leiðir páfi jafnan táknræna píslargöngu þar sem áfangarnir á leið Krists upp á Golgatahæð eru raktir. Þar minnist hann pínu Krists og spyr hvað fólk getur af henni lært á okkar tímum. „Hvað er það sem sérstaklega kvelur líkama Krists á okkar tímum?“ spurði páfi, og svaraði því til að engu líkara væri en að fólk vildi „leggja niður fjölskylduna“ og sagði það „djöfullegan hroka“. Einnig nefndi hann erfðatækni nútímans, og sagði vísindamenn fremja synd með því að reyna að taka að sér hlutverk guðs. - gb Benedikt páfi XVI á föstudaginn langa: Eigingirni og erfða- tæknin kvelja Krist EFNAHAGSMÁL Tryggvi Þór Her- bertsson, forstöðumaður Hagfræði- stofnunar HÍ, segir kaupmáttar- aukninguna sem Íslendingar hafa upplifað undanfarin ár að endi- mörkum komna og að það verði eflaust sárt fyrir einhverja. Verð- bólga hér á landi hefur verið 5,5 prósent síðustu tólf mánuði og hefur ekki verið meiri í fjögur ár. Tryggvi hvetur íslenska ríkið til að draga úr útgjöldum og almenn- ing til að halda að sér höndum í neyslu og borga frekar upp skuldir sínar. „Þetta eru samt eins og heil- ræði til fermingarbarna. Það fara fæstir eftir þessu nema þeim sé stillt upp við vegg.“ Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækka úr 15,9 milljónum í 18 þann 18. apríl og segir Tryggvi það vera kolranga aðgerð út frá hagstjórnar- sjónarmiðum. „Bæði seðlabanka- stjóri og forsætisráðherra hafa talað um það að draga saman í lánum og því er þetta það sem maður átti allra síst von á. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvern- ig þeim dettur í hug að gera þetta á þessum tíma.“ Tryggvi segir mikilvægt að ríkið dragi úr útgjöldum á næstunni og nefnir í því sambandi að fram- kvæmdir séu helst til margar og tíðar og að launahækkanir sem hafa verið í umræðunni undanfarið myndu hafa mjög neikvæð áhrif á efnahagsástandið. Hann telur einn- ig að tímabært sé að einkavæða Íbúðalánasjóð. Pétur Blöndal, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir gengislækkunina hafa verið fyrirsjáanlega. „Ég er mest hissa á að þetta komi fólki á óvart,“ segir Pétur sem sér aftur á móti ekki ástæðu til að fara sér hægar í stór- iðjuframkvæmdum vegna hennar. Hann segir hækkun lægstu launa ætíð vandmeðfarna og að það vandamál komi illa við stöðuna í dag. Jónína Bjartmarz, varaformað- ur nefndarinnar, blæs á áhyggjur af hækkun hámarkslána Íbúðalána- sjóðs. „Ég sé ekki að það sé hægt að tengja þá hækkun þessari umræðu þar sem ég hef enga trú á að lántök- ur aukist,“ segir Jónína Hún telur einnig ráðlegt að athuga hvort ekki mætti lækka skatta á eldsneyti til að sporna við verðbólguþróuninni. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstri grænna, telur að skrifa megi ástandið sem er að skapast á reikning ríkisstjórnarinnar. Hann segir samhengi milli stóriðjustefn- unnar og þenslunnar á markaði og leggur til stóriðjubindindi til árs- ins 2012. Lúðvík Bergvinsson, þingmað- ur Samfylkingar, er sammála því að draga þurfi saman seglin í fram- kvæmdum og segir hagstjórnina undanfarið hafa brugðist. Hann kallar hækkun hámarkslána Íbúða- lánasjóðs mistök og segir „fráleitt að ríkisstjórnin geri kröfur til sveitafélaga, fyrirtækja og ein- staklinga ef hún sjálf ætlar að haga sér eins og kjáni“. sdg@frettabladid.is/stigur@frettabladid.is MANNMERGÐ Í KRINGLUNNI Tryggvi Þór Herbertsson hvetur fólk til að hemja neyslu sína og greiða frekar upp skuldir til að sporna við mikilli verðbólgu í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kaupmáttaraukningin er að endimörkum komin Verðbólga á landinu mælist nú meiri en hún hefur gert í fjögur ár. Uggur er í mörgum og sitt sýnist hverj- um um orsakir og æskileg viðbrögð. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar vill að ríkið dragi úr útgjöldum. ÍSAFJÖRÐUR Maður slasaðist illa í skíðabrekkunni í Tungudal á Ísa- firði á skírdag. Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafði fallið illa í brekkunni. Hinn slasaði var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og með sjúkrabíl á bráðadeild Land- spítalans. Maður dvelur á gjörgæslu- deild en að sögn læknis á vakt var líðan mannsins stöðug í gærdag. Ekki fékkst uppgefið hversu alvarleg meiðsl mannsins eru en hann mun dvelja áfram á spítal- anum. - sha Féll á skíðum í Tungudal: Skíðamaður á gjörgæsludeild Hraðakstur í höfuðborginni Um 50 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í Reykjavík frá skírdegi til föstu- dagsins langa. LÖGREGLUFRÉTTIR Buðu milljóndollaraseðil til sölu Svindlarar í Úsbekistan hafa verið hand- teknir fyrir að reyna að selja bandarísk- an milljóndollaraseðil. Þeir sögðust geta sætt sig við hálfa milljón fyrir seðilinn þar sem þeir þyrftu að fá lausafé fljótt. Milljóndollaraseðlar eru ekki prentaðir í Bandaríkjunum. ÚSBEKISTAN FJÖLMIÐLAR Birting ársreiknings Ríkisútvarpsins fyrir árið 2005 hefur verið frestað í annað skipti á skömmum tíma en stefnt er að því að birta hann 5. maí. Að sögn Guðmundar Gylfa Guð- mundssonar, framkvæmda-stjóra fjármáladeildar RÚV, tók stofnun- in upp nýtt fjárhagskerfi í vetur og varð vinna við afstemmingar og yfirferð gagna meiri en stjórnend- ur hennar áttu von á. „Öll gögn eiga að vera komin til endurskoð- enda,“ segir Guðmundur. RÚV er með skráð skuldabréf á markaði og þarf því að skila inn ársreikningi til Kauphallar í síð- asta lagi 31. mars ár hvert. Guð- mundur Gylfi segir að Kauphöllin hafi verið upplýst um ástæður fyrir þessum töfum. - eþa Uppgjör Ríkisútvarpsins: Birtingu frestað aftur BRUSSEL, AP Sérskipuð dómnefnd á vegum framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins hefur mælt með því að Istanbúl í Tyrklandi, Essen í Þýskalandi og Pecs í Ungverja- landi verði menningarhöfuðborgir Evrópu árið 2010. Reiknað er með því að ráðherr- ar ESB-ríkjanna 25 leggi blessun sína yfir þetta val síðar á árinu. Gríska borgin Patras er menn- ingarhöfuðborg Evrópu í ár en Lúxemborg og Sibiu í Rúmeníu árið 2007. Reykjavík var ein níu borga sem deildu titlinum á alda- mótaárinu 2000. - aa Menningarhöfuðborg Evrópu: Istanbúl, Essen og Pecs valdar VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI Kaupþing banki ætlar að gefa út fleiri skuldabréf í Bandaríkjunum á næstu mánuðum. BRETLAND, AP Bresk kennslukona, sem sagði óþægilegt brakhljóð í stól sem hún notaði í skólastofunni hafa gert líf hennar að kvalræði, hefur tapað málinu fyrir félags- dómi. Sue Storer, fyrrum kennari í Bedminister Down-gagnfræða- skólanum, kærði skólayfirvöld fyrir félagsdómi í Bristol. Hún sagði yfirvöldin ekki hafa fært sér nýjan stól, en frá honum bárust „prumphljóð“ þegar fólk settist sem Storer sagði hafa verið afar neyðarlegt, sérstaklega í foreldra- viðtölum. Aðrir kennarar fengu hins vegar nýja stóla, að sögn Storer. - smk Breskur kennari: Tapar máli um brak í stól BENEDIKT PÁFI XVI Páfi virðir fyrir sér háan trékross með Kristsmynd í Péturskirkjunni í Róm skömmu áður en hann hélt í táknræna píslargöngu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.