Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 32

Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 32
[ ] Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Nagladekk eiga að vera komin undan bílunum og inn í skúr eigi síðar en 15. apríl. Já, í dag sem sagt. Ford Focus C-Max er rúmgóður og skemmtilegur bíll sem fellur í þann flokk sem kallast fjöl- nota. Hann er vel búinn miðað við verð og ákaflega lipur og skemmtilegur í akstri. Fjölnota bílar eru vinsælir um þessar mundir og hjá Ford hafa menn byggt sinn fjölnotabíl á sömu grind og hinn vinsæli Ford Focus. Útkoman er Ford Focus C- Max sem er rúmgóður og skemmti- legur bíll án þess að nokkuð sé gefið eftir af akstureiginleikum. Bíllinn er stöðugur og liggur vel á veginum. Hann er vel búinn með tilliti til öryggis, með fjóra öryggis- púða, tvær öryggisgardínur í hlið- um og og hemlajöfnun. Ford Focus C-Max er búinn öllum þeim kostum sem leitað er eftir í fjölnota bíl. Auðvelt er að fella niður sæti og bæta þannig aðstöðu farþega eða auka farang- ursrýmið. Bakkar á bökum fram- sætis gera svo aðstöðu aftursætis- farþega enn skemmtilegri. Reyndar er allt geymslupláss til fyrirmyndar í þessum bíl, rúm- gott hanskahólf, góðir glasahald- arar og ekki má gleyma sólgler- augnahólfinu yfir hurðinni bílstjóramegin, svo eitthvað sé nefnt. Rýmið í bílnum nýtist vel því auk breytilegra möguleika með sætin er mjög hátt til lofts í bíln- um sem hlýtur að gera hann að góðum kosti fyrir hávaxna, auk þess sem til dæmis hjól geta stað- ið upprétt í bílnum. Reynsluekið var sjálfskiptum C-Max með tveggja lítra vél. Und- irrituð hefur alltaf verið veik fyrir Ford Focus og C-Maxinn stóð svo sannarlega undir væntingum. Vélin sem skilar 145 hestöflum er kraftmikil og skemmtileg og bíll- inn býr yfir mýkt og lipurleika sem ekki margir í sama stærðar- og verðflokki geta státað af. Ford C-Max hlýtur að teljast áhugaverður kostur, bæði fyrir barnafjölskyldur og þá sem stunda sport sem fylgir búnaður eins og reiðhjól og golfsett. Ford C-Max er vissulega ekki sá rennilegasti á að líta frekar en við má búast þegar blöðrulaga fjölnota bíll er annars vegar, en um leið og tekið er af stað er ljóst að hér er á ferð- inni bíll með framúrskarandi aksturseiginleika, að minnsta kosti ef valin er stærsta vélin. steinunn@frettabladid.is Ljúfur og lipur fjölnotabíll Ford Focus C-Max er rúmgóður bíll. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Útsýni úr bílnum er gott. Mælaborðið er aðgengilegt og skjár akst- urstölvu skýr. Sjálfskipti bíllinn er búinn beinskipti- möguleika. Aftursætin eru vel rúm og aftan á framsæt- unum eru bakkar sem má fella niður. Útvarpsfjarstýring í stýri er þægileg. C-Max er með því blöðrulagi sem einkennir fjölnota bíla. REYNSLUAKSTUR FORD FOCUS C-MAX vél hestöfl beinskiptur sjálfskiptur beinskiptur sjálfskiptur Trend Ghia 1,6 l bensín 100 1.895.000 1,8 l bensín 120 2.040.000 2.245.000 2 l bensín 145 2.166.000 2.260.000 2.366.000 2.460.000 1,6 l túrbó dísil 110 2.225.000 2.430.000 2.575.000 2 l túrbó dísil 135 2.370.000 ferming ferming

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.