Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 36

Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 36
[ ]Stærstu páskaeggin innihalda tvöfaldan dags-skammt kvenna af orku og einn og hálfan dagsskammt fyrir karla. Grænmeti í matinn næstu vikuna. Breskar konur telja einnar nætur gaman ósiðlegt sam- kvæmt nýrri rannsókn. Nýlega var gerð rannsókn í Bret- landi á kynhegðun og skoðunum breskra kvenna til kynlífs en þar í landi komu niðurstöður rannsókn- arinnar nokkuð á óvart. Ólíkt því sem búist var við eru breskar konur mjög íhaldssamar í kynferðismálum. Undanfarið hefur breytt ímynd kvenna á kyn- lífi verið gerð að sjónvarpsefni, meðal annars í þáttum eins og Beðmál í borginni, en viðhorf breskra kvenna stangast vissu- lega á við þessa ímynd. Níutíu prósent kvennanna í rannsókninni töldu einnar nætur gaman vera ósiðlega athöfn og er það ólíkt þeirri nútímamynd sem margir hafa af konum, að þær vilji fullnægja þörfum sínum án skuldbindinga og tilfinninga. Konurnar í rannsókninni töldu að þær konur, sem legðu stund á einnar nætur kynni, væru ekki að því sér til gamans heldur lægi eitthvað annað að baki. Einnig töldu svarendur einnar nætur gaman vera karlhegðun og ekki sæmandi fyrir konur að leggja stund á slíkt. Séu niðurstöðurnar áreiðan l egar eru breskar konur íhaldsamari en áður var talið auk þess sem yngri konur eru það í meiri mæli en þær eldri. Vilja ekki einnar nætur gaman Ungar breskar konur eru íhaldssamari en haldið var í viðhorfum sínum til kynlífs og kyn- hegðun. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Franskar konur fitna ekki er titill nýútkominnar bókar hjá JPV forlagi. Undirtitill bókar- innar Franskar konur fitna ekki er „Listin að borða og njóta“ en höfundurinn Mireille Guiliano afhjúpar í henni leyndardómana um það hvernig hægt er að njóta þess að borða og halda sér jafnframt grönnum og heilbrigðum. Með lýsingu á einföldum en áhrifaríkum aðferðum og fjölmörgum uppskrift- um upplýs- ir hún hvernig hægt er að halda þyngdinni í skefjum alla ævi án þess að skera hverja máltíð við nögl. Mireille er fædd og uppalin í Frakklandi en fór sem skipti- nemi til Bandaríkjanna á ungl- ingsárunum og kom feit aftur til Frakklands. Heimilislæknirinn hennar hjálpaði henni að ná af sér kílóunum aftur og með því að gefa henni góð ráð sem franskar konur hafa lengi notað og fræða hana um sígild- ar regl- ur í franskri matar- gerðar- list. Mir- eille náði fljótt tökum á tækninni sem læknir- inn kenndi henni og býr nú í Banda- ríkjunum án þess að eiga í nokkrum úti- stöðum við baðvogina. Hún ákvað að miðla af þekk- ingu sinni til annarra kvenna og hefur bók hennar slegið rækilega í gegn. Franskar konur fitna ekki situr í 1. sæti metsölulista New York Times og útgáfuréttur bók- arinnar hefur verið seldur til 40 landa. Listin að borða og njóta á franska vísu Með því að nota sólgleraugu í löngum flugferðum er hægt að minnka flugþreytu sem líkam- inn verður fyrir. Flugþreyta er algengt vandamál hjá ferðamönnum og þá sérstak- lega þegar ferðast er á milli tíma- belta. Flugþreyta lýsir sér á þá leið að vöðvar verða máttlausari, viðkomandi upplifir nokkra þreytu og verður syfjaður. Ný bresk rannsókn sýnir að með því að nota sólgleraugu í löng- um flugferðum er hægt að draga úr áhrifum flugþreytu. Þegar ferðast er um langan veg og á milli tímabelta fer lífsklukka líkamans úr skorðum þegar hún reynir að aðlaga sig að nýjum stað. Þegar flogið er vestur upplifir líkaminn dag sem er óvenju langur en þegar flogið er austur reynir lífsklukkan að spóla til baka en það reynist lík- amanum mun erfiðara. Með því að nota dökk sólgler- augu í ferðinni hjálpar það líkam- anum að stilla sig eftir því magni sólarljóss sem honum berst og því geta sólgleraugun dregið úr flug- þreytu. Á þennan máta má blekkja líkamann svo hann aðlagi sig auð- veldar að breyttum aðstæðum. Stjórnandi rannsóknarinnar setti svo saman reiknilíkan fyrir ferðamenn þar sem þeir geta sleg- ið inn ferðaupplýsingar og fengið ráð um hvernig megi draga úr flugþreytunni. Reiknilíkanið má finna á www.britishairways.com. Frétt fengin af bbc.co.uk. Sólgleraugu draga úr áhrifum flugþreytu á löngu ferðalagi Flugþreyta er algengt vandamál hjá ferðamönnum sem ferðast á milli tímabelta. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.