Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 55

Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 55
LAUGARDAGUR 15. apríl 2006 35 TRAGEDÍA Í RAUÐA HAFINU Thistlegorm var einungis ársgamalt þegar það var sprengt upp af þýskum herflugvélum. Níu manns úr áhöfninni fórust en hinum var bjargað. 600 KAFARAR Á DAG Þegar best lætur kafa að jafnaði um 600 manns á dag niður í Thistlegorm. Hér á Kúbu fer oft lítið fyrir hverskonar lúxusi. Það er oft í mesta hversdagsleikanum sem þetta gerir helst vart við sig. Nú var þvottadagur hjá mér í gær og hér á heimilinu er fornfáleg rússnesk rulla sem á að heita þvottavél. Í ofanálag er hún svo á aldur við mig. Fyrst sauð ég vatn í þrem- ur stórum pottum og svo setti ég í gang og beið og beið. Ekkert gerð- ist. Það var þó í raun skárra því það næsta sem bar til tíðinda var að það gaus upp úr apparatinu átakanleg brunalykt og svo slökkti hún á sér. Nei, það getur ekki verið að ég sé búin að eyðileggja fötin mín. Heitasta helvíti. Og alveg með í maganum að vera búin að eyði- leggja þó þá einu „þvottavél“ sem til er á heimilinu. Það var þó ekk- ert annað í stöðunni að gera en að moka bara heita sápuvatninu og fötunum yfir í bala og byrja að þvo í höndunum. Vá hvað það er leiðin- legt og sveitt að þvo í höndunum. Eftir hálftíma langaði mig helst til að fara að gráta, gefast upp og fara á fyllerí. En þá kom Fefí, hús- móðirin, sem betur fer heim og sagði að þetta væri allt í lagi og að hún gæfi alltaf frá sér smá bruna- lykt. Því næst fór hún nær öllsömul ofan í rulluna, þar sem hún mixaði eitthvað og að því sem virtist snéri henni í gang. Og það var eins og við manninn mælt, rússneska rullan á rúllandi sving! Þar með var þvottaóförum mínum þó ekki lokið því það virðist vera eitt helsta markmið rullunnar, í stað þess að þvo fötin, að flækja þau frekar rækilega saman. Ég tala nú ekki um ef það er brjóstahaldari með í för. Svo maður þarf fyrst að leysa úr allri flækjunni og svo vinda öll herlegheitin í höndunum. Djöfull skal ég muna þetta þegar ég kem heim og er löt og nenni ekki að setja í vél. Hippi my ass, vestrænn lúxus eða dauði! KÚBUÆVINTÝRI TINNA ÞÓRUDÓTTIR ÞORVALDSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ HAVANA Þvottadagur ÞVEGIÐ Í HÖNDUM Eftir meint andlát „þvottavélarinnar“ var tekið til við að þvo í höndum. 65 ÁR Á HAFSBOTNI Flakið er afar heillegt þótt það hafi verið á hafsbotni í 65 ár. Ágangur kafara í flakið hefur þó sett sitt mark á það.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.