Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 60
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is ! SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR > SKRIFAR UM LEIKLIST KRINGLUKRáIN fyrir leikhúsgesti Tilboðsmatseðill KRINGLUK ÁINVIÐTALIÐ eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur Föstud. 21. apríl kl. 20.00 Fimmtud. 27. apríl kl. 20.00 Kl. 21.00 Hljómsveitin Hjálmar heldur dansleik í Sjallanum á Akureyri. Reggítónlist fyrir byrjendur og lengra komna og hugljúfar ballöður í bland. > Ekki missa af... Megasi flytja passíusálma Hallgríms Péturssonar í Skálholti ásamt hljómsveit og Kammerkór Biskupstungna, kl. 17.00. Leikritinu Átta konum í Þjóð- leikhúsinu. Morð er ekkert grín og oft er flagð undir fögru. Brimkló og Pöpum sem troða upp á Players í kvöld. Það er heimilislegur brag- ur í litla sýningarrýminu í Gallerí Gyllinhæð. Fjölþjóðlegur hópur listfræði- og myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands hefur hreiðrað þar um sig og opnað sýningu sem ber yfir- skriftina, Heima, að heiman. Meðal listamannanna tuttugu eru nokkrir skiptinemar en þema sýningarinnar var valið því hér er á ferðinni afar fjölbreyttur hópur. „Myndlistarfólkið veltir fyrir sér hvað það sé að vera heima, að heim- an, eða hvorki heima né heiman. Til að mynda byggir einn skiptinem- anna ljósmyndaverk sitt á myndum af rými sínu á stúdentagörðunum og reynir að túlka hvernig það er að eiga tímabundið heim- ili,“ segir Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, einn af þátttakendum í sýn- ingunni, og bætir við að þau hafi sótt nám- skeið í sýningarstjórn og sýningargerð undir handleiðslu Dr. Hall- dórs Björns Runólfs- sonar sem hafi verið einkar áhugavert og lærdómsríkt. Gyllinhæðin er pínulítið rými og spennandi að sjá hvernig sýningar- stjórnum tekst til við að koma verk- unum haglega fyrir og hver krókur og kimi er nýttur til fullnustu. Á sýningunni eru verk unnin fyrir ólíka miðla; þar gefur til dæmis að líta ljósmyndir, myndbandsverk og málverk af ýmsum gerðum. Gallerí Gyllinhæð er fyrir ofan sýningar- rými Kling og Bang á Laugavegi 26 en sýningin stendur til 23. apríl og er öllum opin. - bb Heimilisleg Gyllinhæð NEMENDUR Í LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS Nemendurnir standa að sýningunni Heima, að heiman á Laugavegi 23. FRÉTTABLAÐIÐ/ HARI Fyrir hvern er leikhús? Hvers vegna förum við í leikhús? Hvers vegna erum við ekki bara heima hjá okkur að horfa á dvd-disk eða förum í bíó? Í gegnum árin hafa þessar spurn- ingar leitað á mig aftur og aftur. Ég var þriggja ára þegar ég fór fyrst í leikhús. Reynslan var svo mögnuð að eftir það snerist allt um að komast aftur í leikhús. Ekki það að ég hafi skilið mikið í verkinu, heldur vaknaði einhver öflug tilfinning innra með mér; óræður skilningur sem leikararnir tendruðu með rödd, svipbrigðum, líkamsbeitingu. Ég skildi ekki þá hvað var að gerast, en eftir því sem ég fór oftar í leikhús áttaði ég mig betur á þessari tilfinningu. Mér líður sjaldnast betur en þegar ég er sest inn í leikhús og fæ að vera áhorfandi. Við Íslendingar erum einhver áhugasamasta leikhús- þjóð á byggðu bóli. Á hverju ári mæta fleiri í leikhús en sem nemur höfðatölu þjóðarinnar. Það sem er merkilegt við þessa niðurstöðu er að við rekum leikhús eingöngu fyrir okkur sjálf. Ef ekki væru áhorfendur, væri ekkert leik- hús. Tunga okkar er þannig að fáir skilja okkur. Það er frekar erfitt að reka hér leikhús með túrista að markhópi. Einhvers staðar las ég að Bretar telji aðeins eitt prósent þeirra sem halda leikhúsunum á floti í London. Þeir setji upp sýningar sem laða að ferðamenn. Sel það ekki dýrar en ég keypti það. Þó eru Bretar á vesturhveli jarðar taldir ein mesta leik- húsþjóð heims. Þeir eiga vissulega lengri hefð en við - en virðast álíka áhugasamir um afleifð sína og við um okkar. Þó hlýtur maður að trúa og vona að meira en eitt prósent Íslendinga hafi áhuga á fornsögum. En það boðar gott að við skulum sækja leikhús í svo miklum mæli. Það eru tvær megin ástæður fyrir því að við förum í leikhús. Önnur er nautnin af því að horfa á góða leikara sýna list sína. Besta dæmið þar um er „Ég er mín eigin kona“ sem hefur verið sýnt í Iðnó í vetur. Einn einasti leikari heldur áhorfendum heilluðum í þá næstum þrjá tíma sem hann sýnir list sína. Læsi maður verkið, er ekki víst að það héldi athygli manns lengi - en „Ég er mín eigin kona“ er „leikaraverk“, sérstaklega skrifað fyrir afburðaleikara til að hann geti sýnt snilld sína. Og ekki verið skortur á áhorfend- um. Annað dæmi er Pétur Gautur í Þjóðleikhúsinu. Hversu oft er ekki búið að setja upp Pétur Gaut, þenn- an tætta mann sem romsar út úr sér löngum einræðum viðstöðulaust, mörgum til leiðinda. Verkið hefur verið talið þunglamalegt og erfitt - allt þar til kom leikstjóri sem áttaði sig á því að leikritið um Pétur Gaut er ekkert annað en efniviður fyrir leikhúsið til að vinna úr og gerir það af slíkri snilld að sýningin er uppseld út þetta leikár og þegar farið að selja sýningarnar á næsta leikári. Það er enginn skortur á áhorfendum. Það virðist ekki skipta máli hvaða verk er sett upp, eða hvaða orðstír það hefur, gott leik- húsfólk getur gert úr því sýningu sem allir vilja sjá. Leikar- inn er listaverk sem er í einhvers konar undirmeðvitundar samskiptum við áhorfandann á meðan á sýningu stendur. Áhrifin geta varað lengi. Hin ástæðan er sú að leikhúsið er oftar en ekki spegill á okkur sjálf. Við getum speglað okkur í öllum tegundum leikhúss; gamanleikjum, harmleikjum, söngleikjum, svo eitthvað sé nefnt. Við getum séð okkur sjálf í þeim aðstæðum sem leikrit fjallar um, eða öðlast skilning á því sem er sammannlegt. Og við erum aldei of ung til að hefja áhorfendaferil okkar. Það getur sparað angist og tíma og fyrirhöfn að byrja snemma að fara með börnin í leikhús. Þótt þau skilji verkið ekki vitsmunalegum skilningi, skilja þau vel þær sammannlegu tilfinningar og aðstæður sem verið er að fjalla um, taka frá unga aldri afstöðu með rétt- læti, sanngirni, umburðarlyndi, kærleika, samúð. Það þarf ekkert að halda fyrirlestra um mennskuna, rétt og rangt, yfir þeim börnum sem sækja leikhús frá unga aldri. Skiln- ingurinn hefur síast inn áreynslulaust. Áhorfendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.