Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 64

Fréttablaðið - 15.04.2006, Side 64
 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR44 utlit@frettabladid.is Tískuvikunni á Indlandi lauk á dög- unum og ljóst er að þar í landi er um auðugan garð að gresja þegar kemur að hæfileikaríkum hönnuð- um. Einn þekktasti hönnuður Ind- lands, Ashish, sýndi meðal annars sína nýjustu hönnun en innblástur- inn fyrir línuna sagðist hann hafa fengið frá „evrópskum stúlkum sem verða yfir sig hrifnar af heill- andi Indverjum.“ Bollywood-stjörnurnar flykktust á sýningarnar á fyrsta degi tísku- vikunnar og hönnuðurinn Rocky S. fékk indverska hjartaknúsarann Jon Abraham til að spóka sig á tískupalli sínum. Margar línurnar báru einnig með sér keim af glam- úrheimi Bollywood. Þegar orðin Indland og tíska heyrast saman koma strax upp í hugann miklar skrauthefðir, lita- gleði og glingur sem löngum hefur einkennt hinn ekta indverska stíl. Margir hönnuðir nýttu sér þessar hefðir í hönnun sína á meðan aðrir létu þær ekki hafa áhrif á sig og sýndu töffaralegar og nærri lita- lausar línur. Myndirnar sýna dæmi um þetta en sumar flík- ur bera þess sterk merki að þær eru frá Indlandi á meðan aðrar gætu allt eins verið frá Íslandi. Þegar litið er á heildina er þó ekki hægt að neita því að meira er um glingur og litagleði í indverska tískuheiminum en á nýliðnum tísku- vikum til dæmis í New York, París og London þar sem grái liturinn var ansi áberandi. hilda@frettabladid.is MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA MARÍA FER YFIR MÁLIN 5.hver vinnur! Þú sendir SMS skeyt ið BT FBT á númerið 1900 Þú færð sp urningu. Þú svarar m eð því að senda SMS skeytið BT A, B eð a C á númerið 19 00. +DVD pakki 67. 588119. 988215. 988 Dregin út 28.apríl Dregin út 21.apríl D regin út 12.apríl 0kr0kr0kr S M S LE IK UR ! *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Apríl er svolítið sérstakur tískutími. Verslanir eru orðnar yfirfullar af ferskum sumarvörum en samt býður veðrið varla upp á meira en síðbuxur og dúnúlpu. Einu skvísulegu hlutirnir sem geta gert gagn þessa dagana eru flott sólgleraugu og fallegt veski. Það er þó í lagi að fara að huga að því hvað mann langar í og hvaða stílar í vor- og sumartískunni klæða mann og henta manni. Tísku- spekúlantar úti í heimi segja að það sé í raun nóg að kaupa fimm flík- ur til að umbreyta fataskápnum sínum. Þá erum við að tala um jakka, pils, skyrtu, bol og nýja skó. Bólerójakkar hafa verið áberandi í vetur og verða ennþá málið þegar vora tekur. Bólerójakkar eru sniðugar flíkur. Það eina sem þarf að huga að er að vera í nógu fallegri skyrtu eða toppi innan undir og það skiptir máli að heildarmyndin sé ekki beygluð og skökk. Hver kannast ekki við það að hafa mætt í vinnuna eða skólann með breitt belti um mjaðmirnar og í skyrtu undir og setj- ast svo niður og standa upp aftur. Og hvað gerist þá? Jú, fína dressið sem þú mættir í er algerlega ekki að gera sig og þú hefðir alveg eins getað mætt bara í náttfötunum, það hefði enginn séð neinn mun. Þess vegna skiptir höfuðmáli þegar ný föt eru keypt að þau passi vel og séu klæðileg. Burberrykápur verða vinsælar í sumar ásamt kápum með A-sniði og risastórum tölum. Þær sem eru eins og stundaglas í laginu ættu að velja Burberrystílinn en þær sem eru breiðari að neðan en ofan ættu að velja A-laga kápu. Svo eru það hnébuxurnar. Þær verða bæði þröngar og svolítið víðar. Það er nú þegar orðið hnébuxnafært þótt það sé kalt því með 80 den sokkabuxur og leðurstígvél að vopni er hægt að komast ansi langt. Hvíti liturinn verður í forgrunni ásamt svörtum, gylltum, ferskjulituðum, fjólubláum og grænum. Það er því úr nógu að velja og það skiptir mestu máli að velja rétt. Gleðilega páska! Vangaveltur um vortískuna > Stór sólgleraugu ...í anda Jackie Kennedy og Audrey Hepburn eru dásamlega „fabjúlös“ og skýla augunum vel frá sólinni. Spáir þú mikið í tískuna? Já það geri ég, rosalega mikið reyndar. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er frekar rokkaður. Ég er alltaf í gallabuxum og vel mér svo flotta toppa við. Helst vel ég mér toppa sem eru einstakir og ekki til mikið af, til dæmis úr „second hand“ búðum. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Ég versla mikið í All Saints. Og svo elska ég D Squared og Thomas Wylde. Flottustu litirnir? Svartur, kremhvítur og gulllitaður. Hverju ertu veikust fyrir? Yfirhöfnum. Kápum, jökk- um, pelsum og slíku enda á ég mikið af þeim. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér rosalega flotta hvíta kápu í All Saints. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Öll þessi afslöppuðu snið. Toppar sem eru víðir og hanga nánast utan á manni en eru líka flegnir og sýna kvenlegan vöxt. Hvað ætlarðu að kaupa fyrir þér sumarið? Ég er að fara til Ítalíu og ætla að kaupa mér einhverja rosalega skó þar úti. Uppáhaldsverslun? Það er All Saints. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Ég eyði svona 40-50 þúsund krónum. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Gallabuxnanna minna. Ég á mjög margar, alla liti og allar týpur. Uppáhaldsflík? Grái All Saints leðurjakkinn minn, hvíta kápan mín og „second hand“ bolirnir mínir sem ég keypti í Rokki og rósum. Hvert myndir þú fara í verslunarferð? Ég myndi fara til Mílanó á Ítalíu. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Það eru svona kóngabláir kúrekaskór úr rúskinni. Þeir verða settir á sölu í sumar á fatamark- aði. Það eru ekki nema svona fimm mánuðir síðan ég keypti þá en ég veit ekki hvað gekk á í mínum haus á þeirri stundu. SMEKKURINN: SÆDÍS KOLBRÚN STEINSDÓTTIR AFGREIÐSLUDAMA Í WAREHOUSE Kóngabláir kúrekaskór úr rúskinni TARUN TAHILIANI ASHIMA-LEENA MANAV GANGWANI Heitir straumar frá Indlandi MANISH ARORA GAURI & NAINIKA RAJESH PRATAP SINGH J.J. VALAYA SATYA PAUL APARNA CHANDRA GAURAV GUPTA TARUN TAHILIANI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.