Fréttablaðið - 15.04.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 15.04.2006, Síða 66
Hafnfirska rokksveitin Jakobín- arína hefur gert samning við hina virta breska fyrirtæki Rough Trade um útgáfu fyrstu plötu sinnar á heimsvísu. Á meðal listamanna sem eru á mála hjá Rough Trade eru Arcade Fire, The Strokes, Antony and the Johnsons og Emilíana Torrini. Jakobínarína vakti nýlega gríð- arlega athygli á South by South- west tónleikahátíðinni í Texas. Var hún m.a. valin ein af fimm sveitum sem slógu þar í gegn hjá bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone en á hátíðinni spil- uðu yfir 1.300 hljómsveitir. Í kjöl- farið sýndu mörg útgáfufyrirtæki sveitinni áhuga og er því ljóst að framtíðin er björt. Fyrsta smáskífulag Jakobína- rínu verður His Lyrics Are Disa- strous og kemur það út eftir rúman mánuð. Upptökum á smá- skífunni stýrði Ken Thomas sem hefur unnið við þrjár síðustu plöt- ur Sigur Rósar. Upptökur á stóru plötunni eru áætlaðar nú í vor þegar strákarn- ir í Jakobínarínu hafa lokið próf- um. Stefnt er að því að platan komi út hjá 12 Tónum um mitt sumar og á erlendum markaði í haust. Sömdu við breskt útgáfufyrirtæki JAKOBÍNARÍNA Hafnfirska hljómsveitin hefur vakið mikla athygli erlendis upp á síðkastið. Fulltrúi barnaverndar heimsótti heimili söngkonunnar Britney Spears og eiginmanns hennar Kevin Federline nýlega. Ástæðan var sú að fyrir stuttu náði ljós- myndari myndum af Britney með son sinn í kjöltunni þegar hún var undir stýri. Söngkonan sagði að um mistök hefði verið að ræða og sagðist hafa verið að flýja frá papparazziljósmyndara. Heim- sókn barnaverndar til Britney mun ekki hafa neinar frekari aðgerðir í för með sér enda ein- ungis um rútínuheimsókn að ræða til hjónanna. Barnavernd hjá Britney BRITNEY SPEARS Fékk nýlega heim- sótt frá barnaverndaryfirvöldum eftir að ljósmyndarar náðu myndum af henni með Sean Preston í fanginu hjá sér á meðan hún var undir stýri. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES Jessica Simpson stendur nú í deil- um við breskan fataframleiðanda sem segir Jessicu hafa brotið samning sem hún hafi gert við fyrirtækið. Tarrant Apparel Group, eða TAG, heldur því fram að Jessica hafi undirritað samning árið 2004 þess efnis að hún myndi tengja nafn sitt við íþróttafatnað fyrirtækisins og hafa nú þegar verið framleiddar þrjár fatalínur með hennar nafni og átti sú fjórða að koma á markað í byrjun næsta árs. Átti Jessica að koma fram í fatnaðinum og auglýsa hann við ýmis tækifæri og hefur fyrirtæk- ið nú þegar greitt henni fyrir þetta. TAG heimtar nú 100 millj- ónir dollara fyrir samningsbrotið. Deilir við fata- framleiðanda JESSICA SIMPSON Stendur í málaferlum við fataframleiðanda sem segir að hún hafi brotið samning við fyrirtækið. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES Alls borguðu 15.383 kvikmynda- húsagestir sig inn á teiknimyndina Ísold 2 fyrstu fimm sýningardag- ana hér á landi. Myndin sló um síðustu helgi opnunarmetið í aðsókn á teikni- mynd á Íslandi með því að fá 11.843 áhorfendur frá föstudegi til sunnu- dags. Náði hún samtals 8,1 milljón króna í aðsóknartekjur. Fyrra metið átti Madagaskar sem setti það í júlí í fyrra. Athyglisvert er að 47 pró- sent af áhorfendunum sáu ensku útgáfuna af Ísöld 2 þrátt fyrir að hún hafi verið sýnd í færri sölum. Vinsæl Ísöld ÍSÖLD 2 Framhaldsmyndin Ísöld 2 hefur fallið vel í kramið hér á landi. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 ICE AGE 2 kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI ÍSÖLD 2 kl. 6 M/ÍSL. TALI WHEN A STRANGER CALLS kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA WHEN A STRANGER CALLS kl. 3, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 kl. 3, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA WALK THE LINE kl. 2.40, 5.15, 8 og 10.45 WHEN A STRANGER CALLS kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 2, 4, 6, 8 og 10 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 2, 4 og 6 DATE MOVIE kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 1.30, 3.50, 8 og 10.15 PINK PANTHER kl. 1.30 og 3.50 400 kr. í bíó!Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu PÁSKAMYNDIN 2006 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FRÁ UPPHAFI Á ÍSLANDI! - VJV, Topp5.is - HJ MBL ÓHUGNANLEGASTA MYND ÁRSINS! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA HVAÐ SEM ÞÚ GERIR, EKKI SVARA Í SÍMANN! RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR - LIB, Topp5.is WWW.XY.IS 200 kr. afsláttur STEVE MARTIN KEVIN KLINE AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINS! YFIR 22.000 MANNS ! 15.000 MANNS Á AÐEINS 5 DÖGU M! OPIÐ Í BÍÓ - ALLA PÁSKANA!!! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! - JÞP Blaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.