Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 68

Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 68
48 15. apríl 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 12 13 14 15 16 17 18 Laugardagur ■ ■ LEIKIR  16.00 Njarðvík og Skallagrímur mætast í þriðja sinn í úrslitaeinvíginu í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  14.00 ÓL í Tórínó á Rúv.  14.50 Skíðamót Íslands á Rúv.  16.10 Íslandsglíman á Rúv.  15.50 Körfubolti á Sýn. Bein útsending frá leik Njarðvíkur og Skallagríms.  11.50 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Bolton og Chelsea.  13.50 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Everton og Tottenham. Arsenal - WBA, Fulham - Charlton, Newcastle - Wigan, West Ham - Man. City, sýndir á hliðarrásum. *Miðað við 12 vaxtalausar jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Sony Sjónvarp - og DVD spilari með Kaupauki! DVDspilari fyl gir þessum sjónvö rpum að andvirði 14. 950,- Fjarstýringin virkar á Sonysjónvörp! KLVS26A10 26" LCD SONY SJÓNVARP · HD Ready · 1366 x 768 pixla upplausn · Contrast 1000:1 · HDMI tengi og 2 x scart · PC tengi Verð 13.329 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 159.950 krónur staðgreitt KLVS40A10 40" LCD SONY SJÓNVARP · HD Ready · 1366 x 768 pixla upplausn · Contrast 1000:1 · Svartími 8ms (Grátt í Grátt) · HDMI tengi og 2 x scart · PC tengi Verð 28.329 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 339.950 krónur staðgreitt KLVS32A10 32 "LCD SONY SJÓNVARP · HD Ready · 1366 x 768 pixla upplausn · Contrast 1000:1 · Svartími 8ms (Grátt í Grátt) · HDMI tengi og 2 x scart · PC tengi Verð 16.663 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 199.950 krónur staðgreitt DVPNS52S Sony DVD spilari · Spilar R-1 / R-2 · Spilar VCD / SVCD / MP3 / DivX · Resume Play (man 6 diska) 40” 26”32” Góðar fréttir af Óla Stígs Meiðsli miðjumannsins Ólafs Stígssonar eru ekki jafn alvarleg og óttast var. Hann er aðeins meiddur á liðþófa og verður frá í þrjár vikur en getur spilað með Fylki í Landsbankadeildinni í sumar. > Róbert frá í þrjá mánuði Handknattleiksmaðurinn Róbert Sighvatsson getur ekki klárað tímabil- ið með liði sínu Wetzlar í Þýskalandi. Ástæðan er sú að hann meiddist á ökkla og verður hann fjarri góðu gamni næstu þrjá mánuði. Wetzlar á átta leiki eftir í þýsku úrvalsdeild- inni og framundan er erfið fallbarátta hjá liðinu sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Róbert er 33 ára línumaður en hann hefur spilað í Þýska- landi í tíu ár. „Ég var ekki ýkja ánægður með leikinn ef ég á að segja eins og er. Það er margt sem hefði átt að ganga miklu betur upp hjá okkur,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, eftir 37-29 sigur Íslands á Magdeburg í æfingaleik á fimmtudaginn. Þrátt fyrir yfirburð- ina í leiknum var Alfreð ekki allskostar ánægður með leik liðsins. „Varnarleikurinn var langt frá því sem við höfum verið að sýna á æfingum undanfarið, þá sérstaklega 5-1 vörnin með Guðjón Val fremstan, hún gekk ekki vel en 6-0 vörnin gekk betur,“ sagði Alfreð en Sverrir Björns- son og Vignir Svavarsson stóðu vaktina í miðju hennar en Sigfús Sigurðsson gat ekki leikið með vegna meiðsla. „Sverrir og Vignir voru að standa sig vel í 6-0 vörninni en eins og ég sagði þá er ég ekki sáttur í heildina með varnarleikinn. Kannski ekki frekar en sóknina sem var alltof hæg á tímum. Í heild- ina vorum við ekki að spila jafn vel og við gerðum í vikunni,“ sagði Alfreð en liðið æfir við bestu mögulegu aðstæður hjá Magdeburg. „Ég er mjög ánægður með strákana á æfingunum, þá sér í lagi hversu fljótir þeir eru að tileinka sér nýja hluti sem ég kem með inn í starfið. Líkamlegt ástand leikmanna er í heildina séð gott, fyrir utan nokkra menn sem voru að koma úr meiðlsum. Allir menn fá síðan heimaverkefni og ég geri þær kröfur að allir verði búnir að bæta sig þegar við hittumst í lok maí,“ sagði Alfreð sem leggur línurnar greinilega strax. Allir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum en Alfreð minnir á að enginn er að spila fyrir sæti sínu enn sem komið er. „Það er ekki komið að því að velja og hafna í hópinn. Ég er að skoða strákana en það kemur að því að fækka þarf í hópnum,” sagði landsliðsþjálfarinn. ALFREÐ GÍSLASON: LANDSLIÐSÞJÁLFARINN STENDUR Í STRÖNGU MEÐ SÍNA MENN Í ÞÝSKALANDI Ósáttur þrátt fyrir átta marka sigur FÓTBOLTI Jóhann Birnir Guðmunds- son og Helgi Valur Daníelsson skoruðu báðir í sænska boltanum í gær en þetta voru fyrstu mörk þeirra beggja fyrir félög sín. Jóhann skoraði sigurmark GAIS sem vann Kalmar 2-1 en markið kom á 52. mínútu. Helgi Valur jafnaði fyrir Öster í 1-1 þegar liðið tapaði á heima- velli fyrir Elfsborg, 3-4. Mark Helga kom á 36. mínútu eftir horn- spyrnu. Markvörðurinn kýldi bolt- ann út og Helgi Valur tók hann á lofti og skoraði upp í hægra horn- ið. „Þetta var mjög skrítinn leikur, þeir komust yfir fjórum sinnum en við jöfnuðum þrisvar. Svo fengu þeir vítaspyrnu í lokin og unnu 4-3. Svekkjandi að fá ekkert út úr leiknum, sérstaklega eftir að hafa tapað stórt fyrir AIK í leikn- um á undan,“ sagði Helgi Valur en honum líður ágætlega í Svíþjóð og er ánægður með að hafa unnið sér inn fast sæti í liðinu þar sem hann spilar sem djúpur miðjumaður. - egm Íslendingar á skotskónum: Jóhann og Helgi skoruðu FYRSTA MARKIÐ Helgi Valur skoraði sitt fyrsta mark fyrir Öster í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.