Fréttablaðið - 19.04.2006, Side 12

Fréttablaðið - 19.04.2006, Side 12
12 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR REGNDANSARAR Þessar glæsilegu stúlkur sýndu dans í Búddahofi í Bandaríkjunum á sunnudag, á hátíð sem haldin var til að marka upphaf nýs árs samkvæmt tímatali búddista. Dansinn er jafnframt beiðni til máttarvaldanna um regn.FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMEINUÐU ÞJÓÐRINAR, AP Erfitt reynist að finna land sem vill taka við Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu, verði hann fund- inn sekur um stríðsglæpi fyrir stríðsglæpadómstól í Hollandi, að sögn talsmanna Bandaríkjanna og Bretlands innan Sameinuðu þjóðanna fyrir helgi. Verið er að rétta yfir Taylor í Síerra Leóne, en beðið hefur verið um flutning réttarhaldanna til Evrópu í því skyni að koma í veg fyrir hugsanlegar óeirðir í Afríkuríkjum. Hollandsstjórn hefur sagst tilbúin til að heimila að réttarhöldin fari fram í Haag, svo lengi sem einhver önnur þjóð sé tilbúin til að fangelsa Taylor, verði hann sakfelldur. Stjórnvöld í Austurríki og Sví- þjóð voru beðin um að taka við Taylor en færðust undan því, að sögn talsmanns Bandaríkjanna innan SÞ. Taylor er sakaður um stríðs- glæpi svo sem kynlífsþrælkun, limlestingar og að hafa sent börn í bardaga. Hann lét af embætti forseta árið 2003 og fór í útlegð til Nígeríu, en með því lauk fjórtán ára borgarastyrjöld í Líberíu. Taylor er fyrsti Afríkuleiðtoginn sem alþjóðlegir dómstólar rétta yfir vegna stríðsglæpa. - smk CHARLES TAYLOR Fyrrverandi forseti Líber- íu, sem ákærður er fyrir stríðsglæpi. Erfitt reynist að finna land sem er tilbúið til að hafa í haldi fyrrverandi Afríkuleiðtoga: Engin þjóð vill hýsa Taylor GEIMRANNSÓKNIR, AP Vísindamenn í stjórnstöð Evrópsku geimferða- stofnunarinnar (ESA) í Darmstadt í Þýskalandi fögnuðu í síðustu viku er könnunarfarið Venus Express komst klakklaust á sporbaug um Venus eftir fimm mánaða ferðalag um geiminn. Markmið leiðangursins er að safna betri upplýsingum en hægt hefur verið til þessa um þá reiki- stjörnu sólkerfisins sem næst er jörðinni. Strax á fimmtudag, skírdag, voru fyrstu nærmyndirnar af Venusi farnar að berast til jarðar. Myndirnar eru af suðurpól reiki- stjörnunnar og gáfu óvænta mynd af gormlaga skýjamynd- unum, sem vísindamenn höfðu ekki vitað af. Á næstu vikum verða starfs- menn stjórnstöðvarinnar upp- teknir við að prófa þann búnað sem er um borð í könnunarfar- inu. Þegar komið verður fram í júní er gert ráð fyrir að hægt verði, með hjálp þessa búnaðar, að byrja að safna upplýsingum um það hvernig Venus endaði uppi með svo brennheitan og brennisteins- sýrumettaðan lofthjúp og raun ber vitni, þrátt fyrir að vera svipuð að stærð og jarðfræðilegri samsetn- ingu og jörðin.„Við viljum læra af mistökum Venusar sem víti til varn- aðar jörðinni,“ sagði David South- wood, sem stýrir verkefninu fyrir hönd Evrópsku geimferðastofnun- arinnar. - aa Evrópskt rannsóknageimfar komið á sporbaug um Venus: Mistök Venusar víti til varnaðar fyrir jörðina SUÐURSKAUT VENUSAR Þessi samsetta mynd af suðurskauti Venusar er meðal fyrstu myndanna sem bárust frá könnun- arfarinu eftir að það komst á sporbaug í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP/ESA BRETLAND Sextugur maður sem lá á bresku sjúkrahúsi vegna húðsjúk- dóms brann til bana á mánudag, kemur fram á fréttavef breska rík- isútvarpsins, BBC. Búið var að bera eldfimt hlaup á húð mannsins þegar hann laumaðist fram í neyðarútgang Doncaster Royal Infirmary-sjúkrahússins til að kveikja sér í sígarettu, með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum. Maðurinn var fluttur í skyndi á sjúkrahús í Sheffield, en lést af brunasárum sínum skömmu síðar. Að sögn yfirvalda gerði starfsfólk sjúkrahússins ekkert rangt og málið er höndlað sem sorg- legt slys. - smk Banvænar reykingar: Sjúklingur brann til bana ATVINNUMÁL „Ég er vongóður um það að Byggðastofnun ætli að koma að uppbyggingu Bílddæl- ings,“ segir Guðmundur Guðlaugs- son, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Nýlega fundaði hann með fulltrú- um Byggðastofnunar og Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða ásamt forsvarsmönnum Bílddælings. Í næstu viku mun Atvinnuþró- unarfélagið ljúka við viðskipta- áætlun sem rekstur Bílddælings mun byggja á og þá mun framtíð fyrirtækisins skýrast segir Guð- mundur. Sigurjón Þórðarson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, gagn- rýnir sjávarútvegsráðherra harð- lega fyrir að hafa ekki brugðist við en um fimmtíu manns hafa verið atvinnulausir á Bíldudal frá því Bílddælingur lokaði í júní á síðasta ári. - jse Uppbygging Bílddælings: Byggðarstofn- un líklega með

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.