Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 19.04.2006, Qupperneq 12
12 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR REGNDANSARAR Þessar glæsilegu stúlkur sýndu dans í Búddahofi í Bandaríkjunum á sunnudag, á hátíð sem haldin var til að marka upphaf nýs árs samkvæmt tímatali búddista. Dansinn er jafnframt beiðni til máttarvaldanna um regn.FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMEINUÐU ÞJÓÐRINAR, AP Erfitt reynist að finna land sem vill taka við Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu, verði hann fund- inn sekur um stríðsglæpi fyrir stríðsglæpadómstól í Hollandi, að sögn talsmanna Bandaríkjanna og Bretlands innan Sameinuðu þjóðanna fyrir helgi. Verið er að rétta yfir Taylor í Síerra Leóne, en beðið hefur verið um flutning réttarhaldanna til Evrópu í því skyni að koma í veg fyrir hugsanlegar óeirðir í Afríkuríkjum. Hollandsstjórn hefur sagst tilbúin til að heimila að réttarhöldin fari fram í Haag, svo lengi sem einhver önnur þjóð sé tilbúin til að fangelsa Taylor, verði hann sakfelldur. Stjórnvöld í Austurríki og Sví- þjóð voru beðin um að taka við Taylor en færðust undan því, að sögn talsmanns Bandaríkjanna innan SÞ. Taylor er sakaður um stríðs- glæpi svo sem kynlífsþrælkun, limlestingar og að hafa sent börn í bardaga. Hann lét af embætti forseta árið 2003 og fór í útlegð til Nígeríu, en með því lauk fjórtán ára borgarastyrjöld í Líberíu. Taylor er fyrsti Afríkuleiðtoginn sem alþjóðlegir dómstólar rétta yfir vegna stríðsglæpa. - smk CHARLES TAYLOR Fyrrverandi forseti Líber- íu, sem ákærður er fyrir stríðsglæpi. Erfitt reynist að finna land sem er tilbúið til að hafa í haldi fyrrverandi Afríkuleiðtoga: Engin þjóð vill hýsa Taylor GEIMRANNSÓKNIR, AP Vísindamenn í stjórnstöð Evrópsku geimferða- stofnunarinnar (ESA) í Darmstadt í Þýskalandi fögnuðu í síðustu viku er könnunarfarið Venus Express komst klakklaust á sporbaug um Venus eftir fimm mánaða ferðalag um geiminn. Markmið leiðangursins er að safna betri upplýsingum en hægt hefur verið til þessa um þá reiki- stjörnu sólkerfisins sem næst er jörðinni. Strax á fimmtudag, skírdag, voru fyrstu nærmyndirnar af Venusi farnar að berast til jarðar. Myndirnar eru af suðurpól reiki- stjörnunnar og gáfu óvænta mynd af gormlaga skýjamynd- unum, sem vísindamenn höfðu ekki vitað af. Á næstu vikum verða starfs- menn stjórnstöðvarinnar upp- teknir við að prófa þann búnað sem er um borð í könnunarfar- inu. Þegar komið verður fram í júní er gert ráð fyrir að hægt verði, með hjálp þessa búnaðar, að byrja að safna upplýsingum um það hvernig Venus endaði uppi með svo brennheitan og brennisteins- sýrumettaðan lofthjúp og raun ber vitni, þrátt fyrir að vera svipuð að stærð og jarðfræðilegri samsetn- ingu og jörðin.„Við viljum læra af mistökum Venusar sem víti til varn- aðar jörðinni,“ sagði David South- wood, sem stýrir verkefninu fyrir hönd Evrópsku geimferðastofnun- arinnar. - aa Evrópskt rannsóknageimfar komið á sporbaug um Venus: Mistök Venusar víti til varnaðar fyrir jörðina SUÐURSKAUT VENUSAR Þessi samsetta mynd af suðurskauti Venusar er meðal fyrstu myndanna sem bárust frá könnun- arfarinu eftir að það komst á sporbaug í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP/ESA BRETLAND Sextugur maður sem lá á bresku sjúkrahúsi vegna húðsjúk- dóms brann til bana á mánudag, kemur fram á fréttavef breska rík- isútvarpsins, BBC. Búið var að bera eldfimt hlaup á húð mannsins þegar hann laumaðist fram í neyðarútgang Doncaster Royal Infirmary-sjúkrahússins til að kveikja sér í sígarettu, með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum. Maðurinn var fluttur í skyndi á sjúkrahús í Sheffield, en lést af brunasárum sínum skömmu síðar. Að sögn yfirvalda gerði starfsfólk sjúkrahússins ekkert rangt og málið er höndlað sem sorg- legt slys. - smk Banvænar reykingar: Sjúklingur brann til bana ATVINNUMÁL „Ég er vongóður um það að Byggðastofnun ætli að koma að uppbyggingu Bílddæl- ings,“ segir Guðmundur Guðlaugs- son, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Nýlega fundaði hann með fulltrú- um Byggðastofnunar og Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða ásamt forsvarsmönnum Bílddælings. Í næstu viku mun Atvinnuþró- unarfélagið ljúka við viðskipta- áætlun sem rekstur Bílddælings mun byggja á og þá mun framtíð fyrirtækisins skýrast segir Guð- mundur. Sigurjón Þórðarson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, gagn- rýnir sjávarútvegsráðherra harð- lega fyrir að hafa ekki brugðist við en um fimmtíu manns hafa verið atvinnulausir á Bíldudal frá því Bílddælingur lokaði í júní á síðasta ári. - jse Uppbygging Bílddælings: Byggðarstofn- un líklega með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.