Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 18
19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR18
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Raggeit
„Þessi skilti hafa ekkert gildi
og ég nenni ekki að standa
í einhverri pissukeppni við
Gunnar Birgisson um hvar
landamerki eigi að liggja.“
STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTIR
BORGARSTJÓRI UM NÝ SKILTI
KÓPAVOGS. FRÉTTABLAÐIÐ.
Aðilar gera plötur
„Ég get staðfest að við erum
búnir að vera að ræða við
þessa tvo aðila og fleiri
og erum að íhuga að gera
samning við þessa tvo
aðila.“
EINAR BÁRÐARSON UMBOÐS-
MAÐUR UM SÖNGFUGLANA BRÍETI
SUNNU OG INGÓ. DV.
Jeppi er það farartæki sem
tvítugu fólki hugnast best.
Þorri ungmenna vill vinna
hjá einkafyrirtækjum í
framtíðinni.
Nálega níutíu prósent fólks á tví-
tugsaldri telja hnattvæðingu og
vaxandi alþjóðlega samkeppni hafa
góð áhrif á framtíðartækifæri sín.
Aðeins fjögur prósent telja áhrifin
slæm. Námsmenn í aldurshópnum
eru ívið jákvæðari en þeir sem eru
á vinnumarkaði.
Ný könnun PSN-samskipta fyrir
Samtök atvinnulífsins leiðir þetta í
ljós. Könnunin náði til 615 ung-
menna sem fæddust 1986.
Mikillar bjartsýni gætir meðal ung-
mennanna á framtíð lands og þjóð-
ar og telur 81 prósent líklegt að
Ísland verði áfram á meðal tíu sam-
keppnishæfustu hagkerfa heims
næsta áratuginn. Aðeins níu pró-
sent telja að Ísland haldi ekki stöðu
sinni meðal þeirra efstu.
Takmarkaður áhugi virðist hjá
fólki fæddu 1986 á að vinna hjá hinu
opinbera því 78 prósent vilja vinna
hjá einkafyrirtækjum og um helm-
ingur þess hóps við eigin rekstur.
Heldur fleiri stúlkur en piltar vilja
vinna hjá hinu opinbera. Þegar
kemur að spurningu um hvað sé
mikilvægast að leggja áherslu á til
að viðhalda eða bæta sterka stöðu
Íslands nefna flestir þátttakenda
öflugt menntakerfi. Á eftir koma
rannsóknir og nýsköpun, stöðugt
efnahagsumhverfi og lágir skattar.
Jeppi er svo það farartæki sem
unga fólkinu hugnast best en 47
prósent þátttakenda nefndu þá.
Næst á eftir komu góðir skór.
Einkaþota höfðar hvað best til um
tólf prósenta svarenda í könnun-
inni. ■
Æskan vill jeppa
og eigin rekstur
HVE GLÖÐ ER VOR ÆSKA Ungt fólk er bjartsýnt á framtíð lands og þjóðar samkvæmt nýrri
skoðanakönnun sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HARISOPIÐ AF PELA Blettatígursunginn Taini
sem er eins og hálfs mánaðar gamall og
býr í Safarígarðinum í Oregon í Bandaríkj-
unum nýtur aðstoðar mannfólksins við að
næra sig. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Æskan vill jeppa
og eigin rekstur
„Ég er hress og kátur núna eins og flestir Eyja-
menn enda velheppnuð loðnuvertíð að baki
þar sem meira að segja gengi krónunnar vann
með okkur,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum. Eins og flestir muna lækkaði gengi
íslensku krónunnar allnokkuð fyrir stuttu með
þeim afleiðingum að mun hærra verð fékkst fyrir
loðnuna en vertíðinni lauk í síðasta mánuði.
„Þetta hefur ekki bara mikla þýðingu fyrir okkur
í Vinnslustöðinni heldur einnig fyrir bæjarsjóð
þannig að þetta er gott fyrir umsvifin í bænum.
Svo er humarvertíðin að hefjast og benda fyrstu
túrarnir til þess að hún verði góð.“
En líf framkvæmdastjórans snýst ekki aðeins
um fisk. „Ég átti gott páskafrí. Meðan aðrir lögðu
land undir fót með öllu því stressi sem því
tilheyrir slappaði ég af heima hjá mér. Svona
eiga frí að vera. En svo blómstrar bæjar-
lífið eins og svo oft áður en einnig eru
komandi kosningar farnar að setja sinn
svip á það. Þá fylgist ég reyndar með af
hliðarlínunni en ég lofaði tengdamóður
minni Ernu Aradóttur frá Patreksfirði að
koma ekki nálægt pólitík og ég stend við
það. Ég læt það þó eftir mér að vera í leyni-
félaginu Akóges en það sem þar fer fram er
leyndarmál eins og gefur að skilja.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGURGEIR BRYNJAR KRISTGEIRSSON
Lofaði tengdó að
fara ekki í pólitík
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
3
22
79
04
/2
00
6
Jamis Capri 2.0
20”, 6-9 ára, ástell, 6 gíra
Verð 19.990 kr.
Jamis Capri 2.4
24”, 7-12 ára, álstell, 7 gíra
Verð 22.990 kr.
Jamis Fester 2.0
20”, 6-9 ára, álstell, 6 gíra
Verð 19.990 kr.
út í vorið
20%
Hjólaðu
afsláttur
Verðlaunaframleiðandinn Jamis
Þú færð hjólin frá bandaríska verðlaunaframleiðandanum Jamis
aðeins í Útilíf. Ár eftir ár hefur Jamis fengið verðlaun fyrir hjól sín,
m.a. sæmdarheitið besta hjólið, enda þykir Jamis sameina
ótrúleg gæði og hagstætt verð.
Það er hvergi slegið af gæðunum í Jamis barnahjólum.
Öll hönnunin miðar að því að öryggi barnanna okkar sé sem mest.
Stellin eru t.d. sérstaflega lág við sætið til að auðvelda barninu að
ná tökum á hjólinu. Og svo spillir ekki fyrir hvað hjólin eru flott.
af öllum barnahjólum og línuskautum á miðvikudag
og sumardaginn fyrsta.
Jamis Lady Bug
12”, 2-5 ára
Verð 11.990 kr.
Jamis Fester 2.4
24”, 8-12 ára, álstell, 21 gíra,
framdempari
Verð 22.990 kr.
Jamis Hot Rod
12”, 2-5 ára
Verð 11.990 kr.
Jamis Miss Daisy
16”, 3-6 ára
Verð 12.990 kr.
Jamis Laiser 2.0
20”, 5-9 ára álstell, fótbremsa
Verð 14.990 kr.