Fréttablaðið - 19.04.2006, Síða 62

Fréttablaðið - 19.04.2006, Síða 62
 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR46 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Rauði Ópalsnafsinn frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar hefur svo sannarlega verið vinsæll á börum landsins í vetur, ekki síst eftir athugasemdir leikstjórans Quent- ins Tarantino sem líkti honum við eitur. Nýlega kom á markaðinn ný bragðtegund af snafsinum fræga, blár Ópal, með mentolbragði. Þá er einnig komin ný tegund af Tóp- assnafsinum sem nú er einnig fáanlegur fjólublár með kunnug- legu pipar- og lakkrísbragð. Eins og marga sælgætisgrísi rekur lík- lega minni til þá hurfu bláu Ópal- töflurnar af markaðnum ekki alls fyrir löngu en þeir geta ekki end- urnýjað kynnin við bláa Ópalinn i fljótandi formi. Nýi Ópalsnafsinn á nefnilega ekkert sammerkt með gamla góða bláa Ópalnum nema merkið, sem er blátt. „Liturinn er hvítskýjaður og bragðið minnir á hálsbrjóstsykur,“ segir Bjarni Brandsson á markaðsdeild Ölgerð- arinnar. Að hans sögn hefur Ölgerðin varla undan að svara erlendum fyrirspurnum um Ópalskotin, sér- staklega frá Bandaríkjunum en enn sem komið er er ekki hægt að fá snafsinn á þarlendum börum. „Þessi athugasemd Tarantinos hefur kveikt forvitni fólks. Það hefur verið mikið skrifað um snafsinn í erlendum tímaritum og íslensku sendiráðin hafa fengið mikið af fyrirspurnum,“ segir Bjarni. Ölgerðin hefur þó enn ekki sent Tarantino flösku af bláa Ópal- snafsinum enda ekki víst að sá falli honum endilega betur í geð en sá rauði. „Við erum hins vegar búnir að láta prenta boli með athugasemd Tarantinos: „This must taste like poison“ sem við erum að fara að dreifa á bari landsins.“ - snæ Fleiri snafsategundir fyrir sælgætisgrísi BLÁR ÓPAL OG FJÓLUBLÁR TÓPAS Bjarni Brandsson á markaðsdeild Ölgerðarinnar hampar hér grænum Tópas og rauðum Ópal en nú hafa tvær nýjar bragðtegundir bæst við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÁRÉTT 2 niður 6 frá 8 leyfi 9 sunna 11 til 12 splæs 14 eggjárn 16 borðaði 17 viljugur 18 hópur 20 ryk 21 sóða. LÓÐRÉTT 1 afturendi 3 tveir eins 4 mergð 5 óhróður 7 pedali 10 draup 13 gogg 15 stefna 16 árkvíslir 19 tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2 ofan, 6 af, 8 frí, 9 sól, 11 að, 12 stang, 14 skeri, 16 át, 17 fús, 18 lið, 20 im, 21 agða. LÓÐRÉTT : 1 rass, 3 ff, 4 aragrúi, 5 níð, 7 fótstig, 10 lak, 13 nef, 15 ismi, 16 ála, 19 ðð. HRÓSIÐ ...fá eigendur og rekstraraðilar verslunarinnar 12 Tóna en ný búð mun opna í Kaupmannahöfn í lok maí. Fróðlegur „non-fiction“ „Ég er að lesa bók sem heitir The Temple and the Lodge sem er eftir sömu höfunda og gerðu The Holy Blood and the Holy Grail og fjallar um frímúrararegluna. Ég les mjög mikið af svona „non- fiction“. Þessi bók byrjar í kringum árið 1300 þegar krossfararnir voru upp á sitt besta. Þetta er mjög fróðlegt eins og allt sem þeir skrifa.“ Stefán Máni Sigþórsson, rithöfundur. Herra Ómögulegur frábær „Síðasta bók sem ég las var í gærkvöldi [fyrrakvöld] og heitir Herra Ómögulegur. Þetta er frábær bók og það fannst okkur báðum, mér og syni mínum.“ Bryndís Loftsdóttir hjá Eymundsson. Spenntur fyrir Steinunni „Það er eitt og annað sem er í bígerð að fara að lesa. Ég er til dæmis búinn að vera á leiðinni að lesa Í fylgd með fullorðnum eftir Stein- unni Ólínu. Ég er mjög spenntur og held að það sé frábær bók.“ Björgvin Franz Gíslason, leikari. ÞRÍR SPURÐIR VIKA BÓKARINNAR HÓFST Í DAG Hvað ertu að lesa? FRÉTTIR AF FÓLKI Danir fengu að njóta orðfimi Gerðar Kristnýjar Guðjóns- dóttur rithöfundar um páskahelgina, en þá birtist grein eftir hana í danska dagblaðinu Weekendavisen undir fyrirsögn- inni „Dús við drottninguna“. Samskipti frændþjóðanna er viðfangsefn- ið og leitast Gerður við að skýra fyrir Dönum „þær margræðu tilfinningar sem Íslendingar bera í brjósti til grannþjóðar sinnar“, eins og segir á heimasíðu Eddu útgáfu. Fyrirsögn greinarinnar vísar til þess þegar Gerði var brigslað um að hafa auðmýkt Margréti Þórhildi Danadrottningu á blaðamannafundi hér á landi um árið, eftir að hún þú-aði Margréti fram og til baka í spurningum sínum. Gerður áréttar að ekki hafi bágum mannasiðum verið um að kenna, heldur hafi íslensk skólayfirvöld ekki ætlað okkur svo stórt að komast í tæri við danska bláblóð- unga og þess vegna ekki haft fyrir því að kenna þéringar og aðrar kóngakveðjur í grunnskóla, með þessum bagalegu afleiðingum. -bs Svör við spurningum á síðu 8 1. Njarðvík. 2. Voyager of the Seas. 3. Varmaeldi ehf. [ VEISTU SVARIÐ ] �������� ��� ��� ��� ��� ��� �� ��� ��� ��� ������ ��� ��� �� �� �� �� �� � �� �� �� �� � ��������� ����������������������� ������������� ������������������������������ �� ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������� Hljómsveitin Baggalútur er nýkomin heim úr ævintýralegri tónleikaferð til Pétursborgar. Ferðin gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig en ferðasagan mun birt- ast landanum í formi heimildar- myndar í haust. „Heimsfrægð er kannski ekki innan seilingar en þetta var samt afar skemmtileg ferð,“ segir Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason, spurður um gengi sveit- arinnar í Pétursborg. „Rússar eru mikið fyrir teknótónlist og hlusta vart á annað en það er ekki ólík- legt að kántríbylgja eigi eftir að ríða yfir landið eftir heimsókn okkar þangað.“ Baggalútsmenn flugu til Helsinki í byrjun mánaðarins en þaðan var keyrt til Pétursborgar þar sem hljómsveitin dvaldi í fimm daga og spilaði í þremur klúbbum. „Bíl- ferðin til Rússlands var nokkuð skrautleg því bílstjórinn skildi enga ensku svo það var lífsins ómögulegt að fá hann til þess að taka pissu- eða sjoppustopp,“ segir Bragi. Fyrstu tónleikar hljómsveitarinn- ar voru í klúbbnum Jakata. „Þar var einhver viskíkynning í gangi og gestir voru uppstrílaðir og áttu ekki von á að heyra kántrítónlist á staðnum þannig að við komum þarna eins og skrattinn úr sauða- leggnum,“ segir Bragi. Næstu tón- leikar voru betur heppnaðir en þeir voru haldnir í einum aðal- klúbbi Pétursborgar, Griboedov, sem gegndi áður hlutverki neðan- jarðarbyrgis. „Þeir tónleikar voru ljómandi skemmtilegir. Við vorum búnir að láta þýða textann við lagið „Pabbi þarf að vinna“ yfir á rússnesku og það féll afskaplega vel í kramið hjá Rússunum sem voru farnir að syngja með.“ Síð- ustu tónleikar sveitarinnar fóru fram á litlum sveittum bar, Fish Fabrique, en af þeim tónleikum missti Bragi reyndar þar sem hann var svo óheppinn að slasast illilega þegar hann var að príla yfir girðingu. „Ég fékk skurð á læri og var lagður inn á sjúkrahús og dvaldi þremur dögum lengur í landinu en restin af sveitinni,“ segir Bragi og ber sig vel þrátt fyrir meiðslin og bætir við: „Þetta var klaufalegt óhapp sem veitti mér óvænta innsýn í rússneskt heilbrigðiskerfi. Sem betur fer varð Kiddi eftir hjá mér enda gríð- arlegt vesen sem fylgdi því að fá vegabréfsáritunina framlengda.“ Bragi segir ferðina í heild hafa verið mikið ævintýri en með í för var myndatökumaður sem festi allt á filmu. Nú tekur við heljar- innar klippivinna en með haustinu má reikna með að heimildarmynd úr ferðinni verði tilbúin til sýning- ar. Má þar meðal annars sjá hljóm- sveitarmeðlimi á sviði, missa af sjónvarpsviðtali í rússneska sjón- varpinu, borða ólystugan rúss- neskan mat, þvælast um borgina í Lödu-leigubifreiðum og skoða menningarverðmæti. - snæ BAGGALÚTSMENN: KOMNIR HEIM FRÁ RÚSSLANDI Fengu óvænta innsýn í heilbrigðiskerfið Þúsundþjalasmiðurinn Friðrik Weisshappel er ekki við eina fjölina felldur. Nýlega birti Fréttablaðið viðtal við hann og félaga hans þar sem hann sagði frá því að hann væri að opna sitt annað kaffihús í Kaup- mannahöfn en fyrir rekur hann Laundromat café á Norðurbrú. Frið- rik lætur sér kaffihúsa- reksturinn hins vegar ekki duga því nýlega tók hann þátt í leik- sýningu í borginni undir nafninu „Stat- us N“. Sýningin var óvenjuleg að því leyti að 30 íbúar á Norðurbrú voru fengnir til þess að taka þátt í henni þar sem þeir léku sjálfan sig en verk- ið fjallaði um lífið á Norðurbrú. Þótti Friðrik standa sig með prýði en hlutverk hans fólst meðal annars í því að bjóða kaffi og segja hjartnæma sögu um gamlan mann og brjóstsykur. ÆVINTÝRALEG TÓNLEIKAFERÐ Baggalútsmenn reyndu að kenna Rússum að meta kántrítónlist en þar í landi hlusta menn mikið á teknó. Sveitin náði þó að selja einhverja diska í Pétursborg og bolir merktir sveitinni ruku út. MYND: GUÐMUNDUR FREYR VIGFÚSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.