Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
����������
�����������������
Fimleikar eru ein erfiðasta og fallegasta íþrótt sem til er. Þeir
útheimta kraft, fimi, snerpu og
líka þor, enda ekki fyrir kjarklausa
að fara heljarstökk á jafnvægisslá.
Fimleikar hafa getið af sér margar
goðsagnir og nægir þar að nefna
Olgu Korbut frá Hvíta-Rússlandi
sem hætti sér í svo flóknar en um
leið svo fallegar æfingar að áhugi
heimsins á íþróttinni jókst til
muna, Rúmenann Nadiu Comaneci
sem sló í gegn á ólympíuleikunum
árið 1976, aðeins 14 ára gömul, og
bandarísku stúlkuna Mary Lou
Retton sem gerði það gott á ólymp-
íuleikunum árið 1984. Mary Lou
naut þjálfunar Bela Karolyi sem
þjálfaði líka Nadiu og náði að flýja
frá Rúmeníu á undan henni.
HETJURNAR eru auðvitað mun
fleiri og enn get ég heyrt Bjarna
Fel fyrir mér fara með nöfn þeirra
Natalíu Sjabasnikóvu og Helenu
Múkíni. Það voru stórir dagar
þegar Bjarni lagði boltann til hlið-
ar og sýndi frá fimleikamótum. Í
huga mínum voru keppnisstúlk-
urnar stjörnur. Þess vegna var ég
bæði glöð og stolt þegar ég heyrði
að Sif Pálsdóttir úr Gróttu hefði
orðið Norðurlandameistari í fim-
leikum kvenna. Þetta er í fyrsta
sinn sem Íslendingar vinna þennan
titil og því ástæða til að gleðjast.
ÞAÐ var magnað að heyra Sif lýsa
því í útvarpsviðtali hvernig hún
undirbýr sig andlega fyrir keppnir
en kvöldið fyrir mót fer hún í
gegnum allar æfingarnar í hugan-
um. Hún sagði líka frá því að lengi
hefði hún óttast að tapa og leitaði
af þeim sökum til sálfræðings.
Þegar síðan kom að því að hún tap-
aði gerðist ekki neitt. Það var alls
ekki jafnhræðilegt og hún hafði
haldið. Af þessu sést vel hvað Sif
hefur lagt mikið á sig fyrir íþrótt-
ina og nú hefur erfiðið skilað sér í
Norðurlandameistaratitli. Í fyrstu
beið ég eftir því að hún yrði hyllt í
Smáralindinni eins og ekki þykir
tiltökumál þegar fegurðardrottn-
ing kemur heim með kórónu og
tekur glaðbeitt við hamingjuósk-
um frá æðstu mönnum þjóðarinn-
ar en það hefur enn ekki gerst.
SAMFÉLAGIÐ rúmar nefnilega
ekki alla þá fjölbreytni sem þjóðin
býr yfir. Það er fyrirfram gefið
hverjum á að hampa og hvernig
það er gert. Söngkonur, handbolta-
og fótboltakarlar, fegurðardrottn-
ingar, leikarar og sjónvarpsfólk
eru á meðal þeirra sem eiga vísan
stað í hjarta þjóðarinnar. Þrotlaus-
ar æfingar við eina erfiðustu íþrótt
heims „gleymast furðufljótt þegar
skellur á niðdimm nótt“, eins og
segir í textanum.
ÉG tek mér hins vegar það bessa-
leyfi að óska Sif til hamingju með
árangurinn og þjóðinni fyrir að
hafa eignast þessa afrekskonu.
Til hamingju
Ísland!
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
www.toyota.is
Næst ekur þú Avensis Panasonic 42” plasmasjónvarp
að verðmæti 250.000 kr. fylgir öllum Avensis
Verð frá 2.350.000 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
32
27
6
04
/2
00
6
Toyota
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570-5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
Akureyri
Sími: 460-4300
Toyota Reykjanesbæ
Njarðarbraut 19
Reykjanesbær
Sími: 421-4888
Toyota Selfossi
Fossnesi 14
Selfoss
Sími: 480-8000
Stundum er afskaplega erfitt að bæta við. Avensis er þannig
bíll. Hann hefur einfaldlega allt sem þú þarft. Hvort sem um
er að ræða afl, tæknibúnað, aksturseiginleika eða þægindi.
Avensis uppfyllir og fer fram úr væntingum þínum.
Avensis er hugarsmíði þess bílaframleiðanda sem hefur komist
í fremstu röð Formúlu 1 á aðeins fimm árum. Við væntum
mikils á komandi keppnistímabili og í kjölfar fyrstu keppninnar
í Bahrain bjóðum við 42” Panasonic plasmasjónvarp að
verðmæti 250.000 kr. með öllum Avensis sem afhentir eru
fyrir 20. júní n.k.
Innst inni langar alla…
27.-30. apríl
Á NASA við Austurvöll.
www.riteofspring.is