Fréttablaðið - 23.04.2006, Side 2

Fréttablaðið - 23.04.2006, Side 2
2 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Margrét K. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri og varaborgarfulltrúi 2 sæti „ Björgum 19. aldar götumynd Laugavegarins.“ Stéttarfélög. Efling-stéttarfélag mótmælir því að með frumvarpi til laga um atvinnuleysistryggingar, séu gerðar breytingarnar sem leiða til þess að sam- skipti stéttarfélaganna við atvinnulausa félagsmenn sína verði rofin. Efling skorar á Alþingi að koma í veg fyrir að þessi þáttur frumvarpsins nái fram að ganga. ATVINNULEYSI ÍTALÍA, AP Áfrýjunardómstóll í Róm staðfesti í gær tveggja sæta meirihluta miðju-vinstribanda- lags Romanos Prodi í öldungadeild ítalska þingsins. Þar með var end- anlega staðfest að Prodi hefði fengið lögformlegt umboð kjós- enda til þess að mynda næstu rík- isstjórn. Úrskurðinn þurfti vegna þess hve mjög var mjótt á mununum í þingkosningunum sem fram fóru 9. og 10. apríl. Enn fremur gerir úrskurðurinn Silvio Berlusconi, fráfarandi forsætisráðherra, erf- iðara að halda því fram að vænt- anleg stjórn Prodis geti ekki annað en orðið skammlíf. - aa Kosningarnar á Ítalíu: Öldungadeild- arúrslit staðfest JAFNRÉTTI Hrafnhildur Gunnars- dóttir, formaður Samtakanna 78, er ánægð með frumvarp um rétt- arstöðu samkynhneigðra sem kveður meðal annars á um jafnan rétt til ættleiðinga og tæknifrjóvg- ana en segir það vissulega von- brigði að trúfélögum verði ekki veittur réttur til að staðfesta sam- vist samkynheigðra. „Þetta er eina atriðið sem stendur eftir til að leiðrétta endanlega lagastöðu samkynhneigðra.“ Hrafnhildur telur sýnt að bisk- up Íslands hafi farið þess á leit við stjórnmálamenn að fá lengri tíma til að fara yfir þetta og segir slæmt að hann skuli geta haft þau áhrif að aðrir söfnuðir sem eru tilbúnir að stíga þetta skref séu ennþá að bíða. Þjóðkirkjan hefur lýst yfir að málið verði tekið fyrir á Kirkju- þingi árið 2007. „Mér finnst ákveð- inn tvískinnungur felast í því að biðja um ár í viðbót þar sem bisk- up hefur greinilega gert upp hug sinn eins og kemur í ljós í orðaað- för hans gegn hommum og lesbíum.“ Guðrún Ögmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sem stóð að nefndaráliti allsherjar- nefndar, hefur jafnframt lagt fram sérfrumvarp þar sem hún leggur til að trúfélög fái heimild til staðfesta samvist. Hún segist bjartsýn á að sú réttarbót sé hand- an við hornið. - sdg Samtökin 78 vilja að trúfélög fái heimild til að staðfesta samvist: Áhrif biskups réðu úrslitum HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR FORMAÐUR SAMTAKANNA 78 Telur sam- búðarréttindi stærstu réttarbótina sem felst í frumvarpinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RÍKISÚTVARPIÐ Í umsögn sinni um frumvarp um RÚV segist Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telja að hagsmun- um notenda útvarps í almanna- þágu sé betur borg- ið með því að RÚV sé sjálfseignar- stofnun en hlutafé- lag. „Notendur geta krafið fyrirtæki og opinberar stofnan- ir um upplýsingar samkvæmt upp- lýsingalögum og það má segja að fyrirtæki sem eru á markaði búi líka við ákveðið aðhald frá kaup- hallarreglum. Þarna yrði RÚV hf. á gráu svæði, hvorki með aðhald rík- isrekstursins, sem upplýsinga- og stjórnsýslulög tryggja né aðhald markaðarins sem ákveðnar kaup- hallarreglur tryggja.“ Gísli telur að hlutafélagsformið sé ætlað fyrir rekstur með arðsem- ismarkmið og óljóst sé hvort arð- semi eigi, samkvæmt frumvarpinu, að vera tilgangur RÚV framvegis. Í umsögn sinni óskar Gísli eftir að hugsanlegur viðskiptalegur arð- semistilgangur með RÚV verði skýrður betur og afmarkaður frá almannaþjónustuhlutverkinu. Gísli segir ítarleg og skýr ákvæði um stjórnun og fjárhags- legan aðskilnað um rekstur sjálfs- eignarstofnana samrýmast vel þeim sjónarmiðum sem nefnd eru í greinargerð til stuðnings vali á rekstrarformi RÚV og sé því hent- ugt form fyrir rekstur sem hefur almannaþjónustu sem megintil- gang. Þar er arðsemi ekki rekstrar- tilgangur heldur rennur hugsanleg- ur arður af starfseminni aftur inn í reksturinn til þess að sinna mark- miðinu með honum og þar með til notenda þjónustunnar. Svo sé sjálfs- eignarstofnun með takmarkaða ábyrgð enda ekki tengd neinum eigendum þar eð stofnendur skilja sig frá rekstri sjálfseignarstofnun- ar þegar hún er sett á fót. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra var erlendis og vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. sdg@frettabladid.is Talsmaður neytenda mælir gegn því að RÚV verði hlutafélag í umsögn sinni til Alþingis: Sjálfseignarstofnun í þágu neytenda GÍSLI TRYGGVASON SKAFTÁRHLAUP Hlaup er hafið í Skaftá og ber það öll merki þess að verða stórt. Hlaupsins varð fyrst vart í byggð í gærmorgun og óx það mjög hratt þegar líða tók á dag- inn. „Þessi hraði vöxtur er dæmi- gerður fyrir byrjun á stórhlaupi,“ segir Snorri Zóphóníasson, sér- fræðingur á vatnamælingasviði Orkustofnunar. Hann segir að stór- hlaup hafi ekki orðið í Skaftá síðan árið 1995 en búast má við því að rennsli árinnar geti að hámarki farið upp í fimmtán hundruð rúm- metra á sekúndu. Líklegt er talið að hlaupið nái hámarki seinni part- inn á morgun. Klukkan átta í gærkvöldi sýndi mælirinn við Ása að rennsli hlaups- ins væri komið yfir fjögur hundruð rúmmetra. Enn fremur runnu þá um hundrað rúmmetrar við Kirkju- bæjarklaustur. Erfitt er að segja til um nákvæma stærð hlaupsins því ekki næst samband við sjálfvirkan rennslismæli við Sveinstind sem sem er í nágrenni jökulbrúnarinn- ar áður en áin kvíslast. Vatn flæddi yfir veginn við Múla í Skaftárdal en lögreglan á Kirkjubæjarklaustri segir það ekki óvenjulegt í hlaupum. Lögreglan er einnig á varðbergi við veginn í Skaftártungu fyrir neðan bæinn Hvamm. Mikinn brennisteinsfnyk fór að leggja frá Skaftánni við Kirkjubæjarklaustur seinni part- inn í gær en að sögn lögreglunnar hindraði lyktin þó ekki störf á Klaustri. „Ég tók eftir því í morgun klukk- an sex að það væri komið hlaup. Það hefur svo vaxið alveg óhemju mikið í dag,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri Ásum. „Þetta kemur á góðum tíma því það var ekki mikið vatn fyrir í ánni. Ef þetta hefði komið ofan í miklar leysingar hefði getað orðið enn meira vatn.“ „Héðan frá mér sé ég að mikið hefur vaxið í ánni. Það er óvenju- legt hvað hún hefur vaxið hratt,“ segir Sigurgeir Ísleifsson á bænum Flögu. Engar áhyggjur sé að hafa af þróuninni, að minnsta kosti ekki á hans bæ. „Það er bara aur og drulla sem verður eftir þegar sjatnar í ánni. En ef verður mikil aukning úr þessu flæðir eitthvað lengra og skemmir landið.“ annat@frettabladid.is Von á stórhlaupi Mjög mikill vöxtur er í hlaupinu í Skaftá. Búist er við stórhlaupi sem hefur ekki orðið frá árinu 1995 en hlaupið kemur á góðum tíma vegna þess hve lítið er í ánum. Engar teljandi skemmdir hafa orðið á mannvirkjum. HLAUPIÐ Í SKAFTÁ Eins og sjá má var gríðarmikið rennsli í Skaftánni um miðjan dag í gær. Aur og drulla kemur með hlaupinu og verður eftir í kring um ána þegar lækkar í henni. FRÉTTABLAÐIÐ/NFS SKAFTÁRHLAUP Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Kirkju- bæjarklaustri er ferðalöngum að mestu óhætt að fara að skoða hlaupið sem nú vex óðum í Skaftá. Þjóðvegurinn sé öllum opinn og engin hætta fylgi því að fara fjöl- farnar leiðir í kring um hann. Hættulegt getur þó verið að fara nærri jöklinum en vegir þar eru hvort eð er lokaðir vegna árs- tíðar. Lögreglan bendir þó sleða- mönnum og öðrum að vera ekki að þvælast í nágrenni við upptök hlaupsins vegna möguleika á brennisteinseitrun. ■ Forvitnir ferðamenn: Óhætt að skoða hlaupið SKAFTÁRHLAUP „Hlaupið hefur vaxið ört í allan dag og er orðið æði hátt,“ segir Oddsteinn Kristj- ánsson, bóndi í Hvammi í Skaft- ártungu. Ef hlaupið heldur fram sem horfir segir hann líklegt að það verði stærra en fyrir tveim- ur og hálfu ári þegar síðasta hlaup kom en Oddsteinn telur ekki til hlaups „þessa smá- skvettu“ sem kom síðasta sumar. „Ég sé nú hérna út um glugg- ann hvernig ánni líður. Þetta er hálfsvart að sjá og þar sem eru flúðir og fossar sýnist áin alveg dökk,“ segir Oddsteinn. Hvamms- búar eru heppnir með vindáttina og verða ekki varir við brenni- steinslyktina sem angrar nágranna þeirra. „Maður finnur enga lykt en á Klaustri er víst ógurleg stækja.“ Allt gengur sinn vanagang í Hvammi enda segir Oddsteinn enga ástæðu til að breyta dagleg- um störfum þegar hleypur í ánni. „Það þýðir ekki því maður ræður ekkert við þetta.“ Bóndinn í Hvammi: Áin svört að sjá ODDSTEINN KRISTJÁNSSON OG SIGURRÓS ODDNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR Í HVAMMI Út um gluggann í Hvammi sést vel hvernig hlaupinu líður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS Gísli, fékkstu ekki að fara nógu oft inn á þing? Jú, það voru engin engin vandamál með það. Fékk oft að fara á þing. Gísli S. Einarsson lét af varaþingmennsku fyrir Samfylkinguna í vikunni og verður bæj- arstjóraefni sjálfstæðismanna á Akranesi. RÚV RÚV yrði á gráu svæði í hlutafélaga- formi, segir talsmaður neytenda.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.