Fréttablaðið - 23.04.2006, Síða 4
4 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR
SKOÐANAKÖNNUN Vinstri grænir,
Framsóknarflokkur og Frjálslyndi
flokkurinn bæta allir við sig fylgi
samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Fréttablaðsins.
Allir stjórnmálaflokkar hafa nú
kynnt stefnuskrá sína fyrir kom-
andi borgarstjórnarkosningar og
má segja að kosningabaráttan hafi
fyrst hafist nú eftir páska.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist
enn stærsti flokkurinn og sögðust
47,2 prósent þeirra sem tóku
afstöðu ætla að kjósa þann flokk. Í
síðustu könnun blaðsins, sem gerð
var 25. mars, var fylgi Sjálfstæðis-
flokksins 53,8 prósent og hefur
fylgið því dalað um 6,6 prósentu-
stig. Fylgi flokksins dalar meira
hjá körlum en konum, en 49 pró-
sent karla segjast nú myndu kjósa
flokkinn, en var 56,2 prósent. 45
prósent kvenna segjast nú myndu
kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Ef þetta yrðu úrslit kosninga
myndi Sjálfstæðisflokkur ná
meirihluta í borginni með átta
borgarfulltrúum. Samkvæmt því
myndi Sif Sigfúsdóttir verða kjör-
in sem borgarfulltrúi, en ekki Bolli
Thoroddssen, sem samkvæmt
könnun blaðsins í mars hefði þá
náð inn.
Samfylking er annar stærsti
flokkurinn í borginni samkvæmt
þessari könnun, með fylgi 30,9 pró-
senta þeirra sem tóku afstöðu.
Fylgi flokksins dalar um 2,4 pró-
sentustig frá síðustu könnun blaðs-
ins, þegar það var 33,3 prósent.
Það dugar Samfylkingu til að fá
fimm fulltrúa kjörna í borgar-
stjórn. Oddný Sturludóttir yrði því
síðasti maður inn í borgarstjórn
fyrir Samfylkinguna.
Vinstri grænir bæta flestum
prósentustigum við sig og fá nú
stuðning 10,8 prósenta þeirra sem
hafa gert upp við sig hvaða flokk
þeir vilja kjósa. Í síðustu könnun
blaðsins var flokkurinn með 6,2
prósenta stuðning. Fylgi flokksins
hefur því aukist um 4,6 prósentu-
stig milli kannana.
Samkvæmt þessari könnun eru
vinstri grænir öruggir inn með
einn fulltrúa, Svandísi Svavars-
dóttur, en jafnt er milli annars
manns vinstri grænna og fyrsta
manns Framsóknarflokksins.
Fimmtándi borgarfulltrúinn yrði
því annað hvort Árni Þór Sigurðs-
son eða Björn Ingi Hrafnsson.
Framsóknarflokkur tæplega
tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu
könnun blaðsins og mælist fylgi
hans nú 5,4 prósent. Í síðustu
könnun sögðust þrjú prósent
myndu kjósa flokkinn og hefur
fylgi við flokkinn því aukist um 2,4
prósentustig milli kannana. Sam-
kvæmt þessu er möguleiki að
Framsókn nái inn sínum fyrsta
manni, Birni Inga Hrafnssyni, en
ómögulegt er að segja hvort sætið
falli til Framsóknar eða vinstri
grænna. Fleiri konur velja Fram-
sóknarflokkinn nú en karlar. Fjög-
ur prósent kvenna segjast nú
myndu kjósa flokkinn, en í síðustu
könnun voru það 0,6 prósent. 6,7
prósent karla segjast myndu kjósa
Framsóknarflokkinn nú, en í síð-
ustu könnun voru það 4,8 prósent.
Frjálslyndi flokkurinn bætir
við sig tæplega tveimur prósentum
milli kannana og mælist nú með
stuðning 5,1 prósents þeirra sem
tóku afstöðu. Í síðustu könnun
mældist flokkurinn með 3,5 pró-
sent. Frjálslyndi flokkurinn er því
aftur orðinn minnsti flokkurinn í
Reykjavík, eftir að hafa hoppað
upp fyrir Framsóknarflokkinn í
síðustu könnun blaðsins. Ólafur F.
Magnússon myndi því ekki ná
kjöri sem borgarfulltrúi sam-
kvæmt þessari skoðanakönnun.
Hringt var í 600 Reykvíkinga
þann 22. apríl og skiptust svarendur
jafnt á milli kynja. Spurt var;
Hvaða lista myndir þú kjósa ef
boðað yrði til borgarstjórnarkosn-
inga nú? 61,5 prósent tóku afstöðu
til spurningarinnar, sem er nánast
sama svarhlutfall og í síðustu
könnun þegar 61,8 prósent
aðspurðra tóku afstöðu.
svanborg@frettabladid.is2 x10
Sykurskerta Kókómjólkin inniheldur
helmingi minni viðbættan sykur og fitu
en hefðbundin Kókómjólk og orkuinni-
haldið er fjórðungi lægra.
Yfir 80% af mjólkursykrinum hafa verið
klofin og hentar drykkurinn því flestum
þeim sem hafa mjólkursykursóþol.
Sykurskert Kókómjólk
er helmingi léttari!
Nýjung!
Hraðakstur á Reykjanesbraut Tveir
ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur
á Reykjanesbraut á föstudagskvöldið.
Annar ók á 144 kílómetra hraða og hinn
á 132 kílómetra hraða. Annar var tekinn
fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut aðfarar-
nótt laugardags og var sá mældur á 124
kílómetra hraða.
Tvær bílveltur Tveir bílar ultu í Vestur-
Húnavatnssýslu í gær en mikið krap var
á vegi, éljagangur og skafrenningur. Fyrri
bíllinn valt um klukkan tíu nálægt bæn-
um Gröf en hinn skammt utan við bæinn
Enniskot í Húnaþingi vestra. Að sögn
lögreglunnar á Blönduósi urðu engin slys
á fólki og bílarnir voru lítið skemmdir.
Fjórir teknir fyrir hraðakstur
Lögreglan á Akureyri tók einn ökumann
fyrir ölvunarakstur rétt fyrir hádegi á
laugardag. Einnig voru fjórir teknir fyrir of
hraðan akstur, tveir innanbæjar og tveir
utanbæjar. Einn ökumannanna keyrði á
90 kílómetra hraða innanbæjar þar sem
leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetrar
á klukkustund.
Innbrot á Höfn Tveir menn brutust
inn í bát við höfnina á Höfn í Horna-
firði að morgni laugardags og stálu sex
björgunargöllum. Mennirnir brutu rúðu
í stýrishúsi bátsins til að komast inn.
Málið er ekki upplýst að fullu en talið er
að mennirnir hafi verið ölvaðir. Þeir gáfu
lögreglunni á Höfn þá skýringu að þeir
hefðu ætlað fá sér sundsprett í höfninni
í göllunum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÍRAN, AP Erindreki Írans hjá
Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni,
IAEA, sagði í gær að stjórnvöld í
Íran og Rússlandi hefðu náð
„grundvallarsamkomulagi“ um að
efna til samvinnu um auðgun úrans
innan landamæra Rússlands.
Íranska ríkissjónvarpið hafði
eftir Ali Asghar Soltanieh, full-
trúa Írans hjá IAEA, að slíku sam-
komulagi hefði verið náð. Aðeins
væri eftir að útkljá tæknileg,
lagaleg og fjárhagsleg útfærslu-
atriði. Soltanieh lét þessi ummæli
falla þar sem hann var staddur á
orkumálaráðstefnu í Moskvu. - aa
Íran og Rússland:
Semja um
auðgun úrans
NEW YORK, AP Olíuverð á heims-
markaði náði nýjum hæðum í
vikulok, og endaði í rúmlega 75
Bandaríkjadölum fatið er við-
skiptum lauk í New York á föstu-
dag.
Heimsmarkaðsverð er nú um
40 prósentum hærra en fyrir ári.
Það hækkaði um 8,4 prósent í vik-
unni, sem er mesta hækkun á einni
viku frá því um miðjan júní í fyrra,
þegar hækkunin var 9 prósent.
Að sögn markaðsrýna eru jafn-
vel líkur á að verð hækki enn
frekar á næstunni vegna áhyggna
manna af því að deila um kjarn-
orkuáætlun Írana muni trufla olíu-
útflutning frá Íran. - aa
Heimsmarkaðsverð á olíu:
Hækkaði enn í
lok vikunnar
Bandaríkjadalur 77,73 78,11
Sterlingspund 138,4 139,08
Evra 95,79 96,33
Dönsk króna 12,836 12,912
Norsk króna 12,228 12,3
Sænsk króna 10,294 10,354
Japansk jen 0,6629 0,6667
SDR 113,05 113,73
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 21.4.2006
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
Gengisvísitala krónunnar
133,4757
HVAÐA LISTA MYNDIR ÞÚ KJÓSA EF GENGIÐ YRÐI
TIL BORGARSTJÓRNARKOSNINGA NÚ?
8,8% 8,0%
6,2%
29,7%
30,8%
30,9%
53,5% 52,7% 53,8%
29. ágúst 2005 21. janúar 2006 25. mars 2006 22. apríl 2006
4,8% 5,4%
3,0%
5,4%
47,2%
2,2% 2,8%
3,5%
5,1%
33,3%
10,8%
Fylgi stóru flokkanna dalar
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar dalar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Aðrir flokkar bæta
við sig. Fyrsti maður Framsóknar og annar maður vinstri grænna eru hnífjafnir inn í borgarstjórn. Þó að
fylgi Sjálfstæðisflokks dali um tæp sjö prósentustig nær flokkurinn átta borgarfulltrúum.
NEPAL, AP Tugþúsundum mótmæl-
enda lenti ítrekað saman við
óeirðalögreglu í Katmandú, höfuð-
borg Nepals, í gær, er mótmæl-
endur reyndu að komast upp að
hliðum hallar Gyanendra konungs.
Tugir manna særðust alvarlega í
átökunum, að því er starfsmenn
Rauða krossins greindu frá.
Átökin áttu sér stað daginn
eftir að konungurinn reyndi að
leysa þann hnút sem stjórnmál
landsins eru komin í með því að
heita því að endurreisa fjölflokka-
lýðræði í landinu og bjóða stjórn-
arandstöðuflokkunum að tilnefna
nýjan forsætisráðherra. Leiðtogar
stjórnarandstöðunnar og upp-
reisnarmenn maóista höfnuðu
hins vegar öllum tilboðum kon-
ungsins og kröfðust afsagnar
hans.
„Niður með Gyanendra! Út
með Gyanendra, út, út! hrópuðu
mótmælendur í kór á götum Kat-
mandú. Útgöngubann sem kon-
ungurinn fyrirskipaði í höfuðborg-
inni var virt að vettugi. - aa
BARIÐ Á MÓTMÆLENDUM Óeirðalögregla lætur höggin dynja á mótmælendum í grennd
við konungshöllina í Katmandú í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Tugþúsundir mótmælenda sóttu að höllu Nepalkonungs í Katmandú:
Gyanendra hrópaður niður