Fréttablaðið - 23.04.2006, Qupperneq 13
SUNNUDAGUR 23. apríl 2006 13
Tilboðsverð
1.490 kr.
Tilboðsverð
1.490 kr.
Tilboðsverð
1.490 kr.
Kristín Helga Gunnarsdóttir
edda.is
Bókaverðlaun
barnanna
Barnabókaverðlaun
Menntaráðs
Þýðingarverðlaun
Menntaráðs
Mundu eftir ÞjóðarGjöfinni!
Í tilefni viku bókarinnar bjóðum við
þessar verðlaunabækur á tilboðsverði!
Verðlaunabækur
Áslaug Jónsdóttir
Mikið hefur verið rætt um úthlut-
un lóða á höfuðborgarsvæðinu á
seinustu misserum. Í Garðabæ og
Reykjavík hafa lóðir verið boðnar
upp, happadrætti verið beitt í
Hafnarfirði og Reykjavík, en
Kópavogur hefur skorið sig úr en
þar velur bæjarstjórn úr umsækj-
endum.
Þótt skoðanir hafi verið skiptar
hafa flestir óháðir sérfræðingar
verið sammála um að takmörkuð
gæði, eins og lóðir eigi að bjóða
upp. Því ættu þeir sem á annað
borð hafa einhverja lágmarkstrú á
markaðshagkerfi og samkeppni
t.d. að vera sammála um að allar
lóðir til verktaka eigi að bjóða
upp. Fleiri sjónarmið eru uppi við
úthlutun sérbýlishúsalóða til fjöl-
skyldna. Þar hefur bæjarstjórn
Kópavogs rökstutt val sitt á
umsækjendum með því að verið
væri að úthluta fólki „framtíðar-
húsnæði“. Lóðum hefur ekki verið
úthlutað til endursölu, en tölu-
verða fjármuni er hægt að hafa
upp úr því að byggja og selja þar
sem lóðirnar eru seldar töluvert
undir markaðsverði. Til dæmis
úthlutaði bærinn nýlega lóðum á
Vatnsenda og kostaði lóðin um 7
milljónir, en einkaaðilar hafa nú
boðið til sölu sams konar lóðir í
sömu götu á 20 milljónir.
Lausleg skoðun á nýjasta full-
kláraða hverfinu í Kópavogi, Sala-
hverfi, leiðir í ljós að úthlutunarað-
ferðin í Kópavogi hefur mistekist.
Samanburður á lista yfir þá sem
þar fengu einbýlishúsalóð við síma-
skrá leiðir í ljós að 75% af lóðunum
hafa skipt um eigendur. Að meðal-
tali skipta 11% íbúða á Íslandi um
eigendur á hverju ári. Það hlutfall
ætti að vera enn lægra í Sölunum
þar sem verið er að úthluta „fram-
tíðarhúsnæði“. Þannig er ljóst að
þeir sem halda því fram að braskað
sé með lóðirnar í Kópavogi hafa
nokkuð til síns máls.
Að lokum má benda á að í
nýlegri útgáfu Voga, blaði sjálf-
stæðismanna í Kópavogi auglýstu
alls 9 verktakar. Allir höfðu þeir
fengið lóð í Kópavogi á seinustu
tveimur árum. Enginn sem ekki
fékk lóð auglýsti. Vonandi hefur
sú staðreynd ekki áhrif á stefnu
sjálfstæðismanna í Kópavogi. Í
því sambandi má benda á að Sam-
fylkingin berst fyrir opnu bók-
haldi stjórnmálaflokka og í Kópa-
vogi hefur Samfylkingin viljað
bjóða upp lóðir til verktaka.
Lóðirnar í
Kópavogi
UMRÆÐAN
LÓÐAMÁL
GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON
VERKFRÆÐINGUR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna er einn af grundvallarsátt-
málum alþjóðasamfélagsins.
Barnasáttmálinn felur í sér viður-
kenningu á að börn hafi sjálfstæð
réttindi óháð vilja foreldra sinna
eða forráðamanna. Samningurinn
tryggir ekki einungis borgaraleg
réttindi heldur einnig félagsleg,
menningarleg og efnahagsleg rétt-
indi.
Þótt aðildarríki að samningnum,
eins og Ísland, séu skuldbundin til
að tryggja börnum þau réttindi
sem samningurinn veitir þeim er
sú skuldbinding aðeins samkvæmt
þjóðarétti. Hér á landi þarf að lög-
festa alþjóðlega samninga ef þeir
eiga að hafa bein réttaráhrif. Því
er ekki hægt að beita barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna með
beinum hætti fyrir íslenskum
dómstólum sem settum lögum.
Það er ein ástæða þess að ég hef
nú lagt fram þingmál á Alþingi um
að barnasáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna verði lögfestur hér á landi.
Slíkur grundvallarsáttmáli á að
mínu mati að vera lögfestur með
sama hætti og gert var með mann-
réttindasáttmála Evrópu árið
1994. Vægi barnasáttmálans yrði
þá meira hér á landi þar sem
stjórnvöld og dómstólar landsins
yrðu að taka mið af honum sem
lögum við úrlausnir mála. Noreg-
ur lögfesti barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna árið 2003.
Samhliða lögfestingu barna-
sáttmálans er lagt til að íslensk
löggjöf verði endurbætt að fullu í
samræmi við barnasáttmálann.
Barnaréttarnefnd Sameinuðu
þjóðanna og Umboðsmaður barna
hafa ítrekað bent á ýmsar brota-
lamir í íslenskri löggjöf þegar
kemur að börnum. Má þar nefna
að tryggja þarf betur friðhelgi
einkalífs barna og sjálfsákvörðunar-
rétt þeirra s.s. í barnalögum,
barnaverndarlögum og í lögum
um réttindi sjúklinga. Þá þarf að
setja í lög að rætt sé við yngri
börn en nú er gert í umgengnis- og
barnaverndarmálum og skoða
mismunandi aldursmörk barna í
lögum. Barnabætur eru t.d. ekki
greiddar með börnum á aldrinum
16-18 ára og foreldrar taka ákvörð-
un um inngöngu eða úrsögn barns
yngra en 16 ára úr trúfélagi.
Einnig verður að tryggja rétt
barna til að láta í ljós skoðanir
sínar, m.a. í grunnskólalögum, og
bæta réttindi þeirra innan stjórn-
sýslu sveitarfélaga. Huga þarf að
rétti barns til að þekkja foreldra
sína og skoða hvort það eigi við
ættleidd börn og í sæðisgjöfum.
Ákvæði barnasáttmálans geta
sömuleiðis kallað á endurskoðun á
hegningarlögum. Má þar nefna
hækkun kynferðislegs lögaldurs
úr 14 ára, setningu sérstaks
lagaákvæðis um heimilisofbeldi
og afnám fyrningarfrests í kyn-
ferðisafbrotum gegn börnum þar
sem fresturinn getur dregið úr
vernd barna og möguleikum þeirra
á að sækja rétt sinn. Þá ber sam-
kvæmt barnasáttmálanum að
aðskilja unga fanga frá fullorðnum
föngum en hér á landi er það ekki
gert.
Það þarf að huga sérstaklega
að stöðu barna í íslenskum lögum
sem glíma við langvarandi veik-
indi, fötlun og geðsjúkdóma og
sömuleiðis fátækt. Síðast en ekki
síst þarf að tryggja að fram-
kvæmd laga sé í samræmi við
texta þeirra.
Höfundur er varaformaður
Samfylkingarinnar.
Lögfestum barnasáttmálann
UMRÆÐAN
RÉTTINDI BARNA
ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON