Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2006, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 23.04.2006, Qupperneq 31
Hrafnista www.hrafnista.is - sumarstörf Óska eftir rafvirkjum í snyrtilega innivinnu á höfuðborgarsvæðinu. Mikil vinna framundan. Umsækjendur þurfa að geta unnið sjálfstætt. Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið godirmenn@godirmenn.is Upplýsingar í síma 897 9099 Þroskaþjálfi/stuðningsaðili Litlulaugaskóli í Þingeyjarsveit óskar eftir að ráða stuðningsaðila fyrir ungan dreng. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu menntaðir til slíkra starfa og eru því þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og sérkennarar sérstaklega hvattir til að sækja um. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2006. Laugar er menningarsetur frá fornu fari og þar er m.a. að finna góðan leikskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla svo nokkuð sé nefnt. Nánari upplýsingar fást hjá Baldri Daníelssyni skólastjóra í síma 464 3166, heimasíma 464 3167 og netfang baldan@ismennt.is eða Freydísi Önnu Arngrímsdóttur aðstoðarskólastjóra í síma 464 3349. Umsóknarfrestur er til 10. maí n.k. SJÓNTÆKJAFRÆÐINGUR Sjóntækjafræðingur óskast til starfa, sem fyrst. Góð vinnuaðstaða og góður starfsandi. Umsækjendur hafi samband við Erlu eða Óla, í síma 554-3200. Eldhús - matsalir Á Landspítala - háskólasjúkrahúsi er umfangsmikill og sér- hæfður eldhúsrekstur. Megin starfsvið eldhúss - matsala er að sjá um matargerð og máltíðaþjónustu fyrir sjúklinga og starfsfólk spítalans. Afgreiddar eru um 6000 máltíðir hvern virkan dag. Matur er mikilvægur þáttur í meðferð sjúklings á spítala og er fagleg þekking á matargerð og næringu því mik- ils virði. Störf í eldhúsi - matsölum eru fjölbreytt og krefjast sjálfstæðra vinnubragða og henta því vel fólki sem á gott með mannleg samskipti og hefur reynslu af vinnumarkaði. Markmið okkar er að gæta hagkvæmni og tryggja öryggi matvæla og vinnuferla þannig að framleiðsla og þjónusta sé til fyrirmyndar og að starfsfólk geti verið stolt af að vinna hjá eldhúsi - matsölum. Unnið er samkvæmt virku gæðakerfi og er áhersla lögð á innra eftirlit og kerfisbundna stjórnun. Eldhús - matsalir er fjölþjóðlegur vinnustaður og eru 45% starfsmanna af erlendu þjóðerni. Lögð er áhersla á jafnræði og jafnrétti á vinnustað. Birgðavörður óskast til starfa á lager. Um er að ræða 100% starf, dagvaktir kl. 7-15. Í starfinu felst tiltekt á vörum fyrir viðskiptavini eldhúss og skráning í birgðakerfi. Hæfnis- kröfur: Almenn tölvukunnátta og góð samskiptahæfni. Íslenskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir berist fyrir 8. maí nk. til Friðgerðar Guðnadóttur, starfsmannastjóra eldhúss-matsala við Hringbraut og veitir hún jafnframt upplýsingar í síma 543 1604, netfang fridgerd@landspitali.is. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjár- málaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali- háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður. SKÓLASTJÓRI GRANDASKÓLA Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Laus er staða skólastjóra Grandaskóla í Reykjavík. Í skólanum eru 340 nemendur í 1. - 7. bekk. Grandaskóli hóf starfsemi sína haustið 1986. Skólinn stendur við sjávarsíðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Í stefnu skólans er lögð áhersla á vellíðan nemenda og að þeir temji sér jákvæð viðhorf til sín og annarra þannig að árangur þeirra verði sem bestur á sem flestum sviðum. Lífsleikni, sjálfstæði og frumkvæði, vönduð vinnubrögð, valtímar, frjáls lestur, þemavinna, samsöngur og samkomur skipa stóran sess í skólastarfi Grandaskóla. Mikil hefð er fyrir öflugri sérgreinakennslu í skólanum. Reykjavíkurborg leggur áherslu á þróun skóla í átt til einstaklingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda, sterka sjálfsmynd þeirra og skóla án aðgreiningar. Auk þess er lögð áhersla á að styrkja tengsl skóla við grenndarsamfélagið og sjálfstæði skóla. Meginhlutverk skólastjóra er að: • Vera leiðtogi skólans og veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans. Leitað er að einstaklingi sem: • Hefur kennaramenntun og framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og kennslufræði. • Hefur stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun. • Hefur fjölbreytta reynslu af kennslu og vinnu með börnum og unglingum. • Er lipur í mannlegum samskiptum. Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2006. Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf og gögn er varða frumkvæði á sviði skólamála, greinargerð um hugmyndir umsækjenda um framkvæmd skólastarfsins, auk annarra gagna er málið varðar. Umsóknarfrestur er til 1.maí 2006. Umsóknir sendist Menntasviði Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Upplýsingar gefa Ingunn Gísladóttir starfsmannastjóri, ingunn.gisladottir@reykjavik.is og Anna Kristín Sigurðardóttir, skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu, anna.kristin.sigurdardottir@reykjavik.is í síma 411 7000. Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ. ATVINNA SUNNUDAGUR 23. apríl 2006 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.