Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 79

Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 79
SUNNUDAGUR 23. apríl 2006 35 KÖRFUBOLTI Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson var kjörinn besti leikmaður Iceland-Express- deildar karla í körfubolta á loka- hófi KKÍ en Helena Sverrisdóttir var kjörin best kvenna. Valið kom fáum á óvart enda hafa þessir leikmenn skarað fram úr í Íslands- meistaraliðum sínum í vetur. A.J Moye og Megan Mahoeny voru valin bestu erlendu leik- mennirnir og María Ben Erlings- dóttir úr Keflavík og Fjölnismað- urinn Hörður Axel Vilhjálmsson valin bestu ungu leikmennirnir. Ágúst S. Björgvinsson, Haukum, og Bárður Eyþórsson, sem þjálf- aði Snæfell á tímabilinu en gekk í raðir ÍR í vikunni voru valin bestu þjálfararnir og Sigmundur Már Herbertsson besti dómarinn. Bestu varnarmennirnir voru þau I. Magni Hafsteinsson úr Snæfell og Pálína Gunnlaugs- dóttir úr Haukum. ÚRVALSLIÐ KARLA: Magnús Þór Gunnarsson Keflavík Páll Axel Vilbergsson Grindavík I. Magni Hafsteinsson Snæfell Fannar Ólafsson KR Friðrik Stefánsson UMFN ÚRVALSLIÐ KVENNA: Hildur Sigurðardóttir Grindavík Helena Sverrisdóttir Haukar Birna Valgarðsdóttir Keflavík María Ben Erlingsdóttir Keflavík Signý Hermannsdóttir ÍS Lokahóf KKÍ var haldið á föstudagskvöldið þar sem þeir sem sköruðu fram úr voru verðlaunaðir: Friðrik og Helena voru valin best KÁTUR Ágúst Björgvinsson stýrði kvennaliði Hauka af stakri snilld í vetur og uppskar eftir því í lokahófinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRIÐRIK OG HELENA Voru vel komin að titlum sínum sem bestu leikmenn deildar- innar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI „Þetta leggst þrusuvel í okkur. Þetta verður mjög gaman,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í gær en hann sat í mestu makind- um með Loga Geirssyni, horfði á leik Chelsea og Liverpool og slapp- aði af fyrir stórleikinn gegn Jaliesky Garcia Padron og félög- um í Göppingen í dag. „Við höfum verið á miklu skriði undanfarið og pökkuðum þeim saman í deildinni í vikunni. Það er þó ekkert gefið í þessu en við förum inn í einvígið sem stóra liðið. Það er betra að vera sigur- stranglegri þrátt fyrir að pressan sé til staðar. Hún gleymist þó fljótt þegar inn á völlinn er komið, við erum í þessu til að standa undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar,“ sagði Ásgeir. „Gömlu karlarnir í liðinu sjá fram á að þetta sé síðasti titillinn sem þeir eiga möguleika á og það drífur liðið áfram. Maður finnur fyrir því að þeir munu leggja allt í þetta, og rúmlega það,“ sagði Ásgeir sem hlakkar mikið til leiksins. „Þetta verður svakalegt. Það býr mikið sjálfstraust í liðinu eftir gott gengi undanfarið þrátt fyrir að smávægileg meiðsli hafi hrjáð liðið. Við Logi erum þó þrælspakir og heilir heilsu eins og venjulega,“ sagði Ásgeir - hþh Lemgo og Göppingen mætast í fyrri leiknum í úrslitum EHF-keppninnar í dag: Ætlum að standa undir væntingum ÁSGEIR ÖRN Hefur leikið mjög vel með Lemgo á tímabilinu en hann kom til liðsins frá Haukum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Reading þarf að vinna lokaleik sinn í ensku 1. deildinni til að slá stigamet deildarinnar sem er í eigu Sunderland. Reading gerði 1-1 jafntefli við Sheffield Wednesday í gær og hefur 103 stig í efsta sæti, tveimur stigum frá meti Sunderland. Ívar Ingimars- son spilaði allan leikinn í vörn Reading en Brynjar Björn Gunn- arsson kom inn sem varamaður á 64. mínútu. Jóhannes Karl Guðjónsson spil- aði allan leikinn fyrir Leicester sem vann Plymouth 1-0. Leeds sigraði Crewe 1-0 en Gylfi Einars- son var ekki í leikmannahópi Leeds. Þá var Hannes Þ. Sigurðs- son ekki í hópi Stoke sem beið lægri hlut á heimavelli fyrir Cov- entry 0-1. Úrslitin eru ráðin í 1. deildinni en það er ljóst að Sheffield United fylgir Reading upp í úrvalsdeildina. Watford, Leeds, Preston og Crystal Palace fara síðan í umspil um þriðja lausa úrvalsdeildarsætið. - egm Enska 1. deildin: Jafntefli hjá Reading í gær ÍVAR INGIMARSSON Ívar lék allan leikinn fyrir Reading í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.