Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 79
SUNNUDAGUR 23. apríl 2006 35 KÖRFUBOLTI Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson var kjörinn besti leikmaður Iceland-Express- deildar karla í körfubolta á loka- hófi KKÍ en Helena Sverrisdóttir var kjörin best kvenna. Valið kom fáum á óvart enda hafa þessir leikmenn skarað fram úr í Íslands- meistaraliðum sínum í vetur. A.J Moye og Megan Mahoeny voru valin bestu erlendu leik- mennirnir og María Ben Erlings- dóttir úr Keflavík og Fjölnismað- urinn Hörður Axel Vilhjálmsson valin bestu ungu leikmennirnir. Ágúst S. Björgvinsson, Haukum, og Bárður Eyþórsson, sem þjálf- aði Snæfell á tímabilinu en gekk í raðir ÍR í vikunni voru valin bestu þjálfararnir og Sigmundur Már Herbertsson besti dómarinn. Bestu varnarmennirnir voru þau I. Magni Hafsteinsson úr Snæfell og Pálína Gunnlaugs- dóttir úr Haukum. ÚRVALSLIÐ KARLA: Magnús Þór Gunnarsson Keflavík Páll Axel Vilbergsson Grindavík I. Magni Hafsteinsson Snæfell Fannar Ólafsson KR Friðrik Stefánsson UMFN ÚRVALSLIÐ KVENNA: Hildur Sigurðardóttir Grindavík Helena Sverrisdóttir Haukar Birna Valgarðsdóttir Keflavík María Ben Erlingsdóttir Keflavík Signý Hermannsdóttir ÍS Lokahóf KKÍ var haldið á föstudagskvöldið þar sem þeir sem sköruðu fram úr voru verðlaunaðir: Friðrik og Helena voru valin best KÁTUR Ágúst Björgvinsson stýrði kvennaliði Hauka af stakri snilld í vetur og uppskar eftir því í lokahófinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRIÐRIK OG HELENA Voru vel komin að titlum sínum sem bestu leikmenn deildar- innar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI „Þetta leggst þrusuvel í okkur. Þetta verður mjög gaman,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í gær en hann sat í mestu makind- um með Loga Geirssyni, horfði á leik Chelsea og Liverpool og slapp- aði af fyrir stórleikinn gegn Jaliesky Garcia Padron og félög- um í Göppingen í dag. „Við höfum verið á miklu skriði undanfarið og pökkuðum þeim saman í deildinni í vikunni. Það er þó ekkert gefið í þessu en við förum inn í einvígið sem stóra liðið. Það er betra að vera sigur- stranglegri þrátt fyrir að pressan sé til staðar. Hún gleymist þó fljótt þegar inn á völlinn er komið, við erum í þessu til að standa undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar,“ sagði Ásgeir. „Gömlu karlarnir í liðinu sjá fram á að þetta sé síðasti titillinn sem þeir eiga möguleika á og það drífur liðið áfram. Maður finnur fyrir því að þeir munu leggja allt í þetta, og rúmlega það,“ sagði Ásgeir sem hlakkar mikið til leiksins. „Þetta verður svakalegt. Það býr mikið sjálfstraust í liðinu eftir gott gengi undanfarið þrátt fyrir að smávægileg meiðsli hafi hrjáð liðið. Við Logi erum þó þrælspakir og heilir heilsu eins og venjulega,“ sagði Ásgeir - hþh Lemgo og Göppingen mætast í fyrri leiknum í úrslitum EHF-keppninnar í dag: Ætlum að standa undir væntingum ÁSGEIR ÖRN Hefur leikið mjög vel með Lemgo á tímabilinu en hann kom til liðsins frá Haukum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Reading þarf að vinna lokaleik sinn í ensku 1. deildinni til að slá stigamet deildarinnar sem er í eigu Sunderland. Reading gerði 1-1 jafntefli við Sheffield Wednesday í gær og hefur 103 stig í efsta sæti, tveimur stigum frá meti Sunderland. Ívar Ingimars- son spilaði allan leikinn í vörn Reading en Brynjar Björn Gunn- arsson kom inn sem varamaður á 64. mínútu. Jóhannes Karl Guðjónsson spil- aði allan leikinn fyrir Leicester sem vann Plymouth 1-0. Leeds sigraði Crewe 1-0 en Gylfi Einars- son var ekki í leikmannahópi Leeds. Þá var Hannes Þ. Sigurðs- son ekki í hópi Stoke sem beið lægri hlut á heimavelli fyrir Cov- entry 0-1. Úrslitin eru ráðin í 1. deildinni en það er ljóst að Sheffield United fylgir Reading upp í úrvalsdeildina. Watford, Leeds, Preston og Crystal Palace fara síðan í umspil um þriðja lausa úrvalsdeildarsætið. - egm Enska 1. deildin: Jafntefli hjá Reading í gær ÍVAR INGIMARSSON Ívar lék allan leikinn fyrir Reading í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.