Fréttablaðið - 28.04.2006, Side 6
6 28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR
Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100
www.plusferdir.is
Krít
39.990kr. 22 nætur.
Netverð á mann miðað við að 2 fullorðnir
ferðist saman. Brottför 30. apríl.
Innifalið: Flug, gisting í stúdíói á Skala, flugvallarskattar
og íslensk fararstjórn.
Benidorm
40.770kr. 18 nætur.
Netverð á mann miðað við að 2 fullorðnir
ferðist saman. Brottför 29. apríl.
Innifalið: Flug, gisting á Hally, flugvallarskattar
og íslensk fararstjórn.
Portúgal-Albufeira
38.650kr. 18 nætur.
Netverð á mann miðað við
að 2 fullorðnir ferðist saman.
Brottför 5. maí.
Innifalið: Flug, gisting á Elimar,
flugvallarskattar og íslensk
fararstjórn.
Ódýrar
vorferðir
fyrir eldri borgara
Bókaðu strax besta
Plúsferðaverðið
5. maí
29. apríl
30. apríl
KJÖRKASSINN
Lestu dagblöð á netinu?
Svör við spurningunni í gær.
Já 87%
Nei 13%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Viltu að Sundabraut verði lögð í
jarðgöngum?
Segðu þína skoðun á visir.is
EFNAHAGSMÁL Eiríkur Guðnason
seðlabankastjóri segir að yfirlýs-
ing Arnórs Sighvatssonar, aðal-
hagfræðings Seðlabankans, í
Fréttablaðinu í gær um að ekki sé
ólíklegt að ávinningur af krón-
unni sé minni en enginn, veki
athygli þar sem Seðlabankinn
hafi ekki mótað sér neina skoðun
á þessu máli. Eiríkur segir að
umræður muni fara fram innan
bankans en þær séu ekki hafnar.
Málið sé ekki efst á dagskrá.
„Við eigum ugglaust eftir að
kynnast sjónarmiðum Arnórs
betur en hann er svo sem ekki að
slá neinu föstu. Við munum
örugglega spyrja hann að því
hvernig hann kemst að þessari
niðurstöðu en það þarf ekki að
vera neitt furðulegt við það,“
segir Eiríkur.
Hann kveðst alls ekki tilbúinn
til að svara því hvort ástæða sé til
að bregðast við greinaskrifunum
með öðrum hætti en með umræð-
um innan bankans. „Ég er heldur
ekki tilbúinn að taka undir það
að tvær mismunandi skoðanir
séu í gangi. Þetta er hans skoðun
sem við höfum ekki kynnst og
eigum eftir að kynn-
ast.“
Hagfræðingar
hafa lýst því yfir að
Seðlabankinn þurfi
að fara varlega í yfir-
lýsingar þar sem
grannt sé fylgst með
íslensku hagkerfi og
þeim skilaboðum sem
Seðlabankinn sendi frá sér en
Eiríkur telur að greinaskrif aðal-
hagfræðingsins hafi engin áhrif
út á við.
„Við erum með íslenska krónu
og verðum það enn um sinn. Það er
alveg klárt. Okkar peningastefna
hlýtur að miðast við það. Hugleið-
ingar fræðimannsins eru ágætar
og sjálfsagt að ræða þær og brjóta
til mergjar en þetta á ekki að rugla
menn neitt í ríminu.“
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, kveðst opinn fyrir báðum
sjónarmiðum um krónu eða evru
„en það getur enginn sannað
hvort við næðum betri árangri
með evru eða sjálfstæðri mynt“.
Vilhjálmur fagnar því að aðal-
hagfræðingurinn taki þátt í
umræðunni með þeim
hætti sem hann gerir og
telur Seðlabankann og
aðalhagfræðinginn
ganga í takt.
Gylfi Arnbjörns-
son, framkvæmda-
stjóri ASÍ, segir ríkis-
stjórnina ekki hafa staðið
við sinn hluta ábyrgðarinn-
ar á hagsveiflunum. „Það skipt-
ir engu máli hvort þetta gerist
við aðstæður evru eða krónu. Ef
við hefðum haft evru hefðu
afleiðingarnar af sinnuleysi rík-
isstjórnarinnar verið ennþá verri
en við búum við í dag.“
ghs@frettabladid.is
ARNÓR
SIGHVATSSON
EIRÍKUR
GUÐNASON
Þetta ruglar menn
ekkert í ríminu
Yfirlýsing aðalhagfræðings Seðlabankans um að ávinningur af krónunni sé
minni en enginn vekur athygli. Seðlabankastjóri segir að yfirlýsingin veki at-
hygli. Hagfræðingurinn verði spurður út úr og málið rætt innan bankans.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, tekur undir með
Arnóri Sighvatssyni. „Við erum með
örsmáa mynt á floti í stórsjó fjár-
magnshreyfinga. Hún mun alltaf verða
fyrir miklum áhrifum af þeim sveiflum
sem eru á markaðnum.“
Ingibjörg túlkar skrif Arnórs sem
svo að tilraunin til að halda uppi sjálf-
stæðri mynt á svona litlu hagsvæði í
alþjóðlegu viðskiptaumhverfi hafi mis-
tekist. Ingibjörg telur að til lengri tíma litið sé hagsmunum
íslensks efnahagslífs best borgið með aðild að Evrópusam-
bandinu og upptöku evrunnar. - sdg
Krónan of viðkvæm:
Evra og ESB betri
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns fram-
boðs, telur kostina við það að hafa
sjálfstæða mynt og sjálfstæða hag-
stjórn í landinu vega upp á móti göll-
unum.
Steingrímur segir að krónan eða
lítill gjaldmiðill sé engin afsökun fyrir
mistökum. „Það er ögrandi verkefni
að takast á við hagstjórn í landi þar
sem lítil sjálfstæð mynt er sem ræðst
á markaði og gerir miklar kröfur til vandaðrar hagstjórnar,“
segir Steingrímur. - sdg
Vill halda krónunni:
Kostir fleiri en gallar
EKKI FORGANGSMÁL Seðlabankastjóri segir
að umræður muni fara fram innan
bankans um skoðanir aðalhagfræðings-
ins en þær séu ekki hafnar.
RÍKISÚTVARPIÐ Páll Gunnar Páls-
son, forstjóri Samkeppniseftir-
litsins, segir að samkeppnislög
gildi fullum fetum um Ríkisút-
varpið og þeim verði beitt ef á
reyni.
Páll Gunnar kom fyrir mennta-
málanefnd Alþingis í vikunni og
undirstrikaði þetta efnislega við
nefndarmenn í tengslum við
frumvarp um að Ríkisútvarpinu
verði breytt í hlutafélag. „Sam-
keppniseftirlitið hefur sjálfstæð-
ar heimildir í lögum sem gætu
gengið lengra en frumvarpið um
Ríkisútvarpið gerir ráð fyrir, til
dæmis um fjárhagslegan aðskiln-
að samkeppnisstarfsemi.“
Aðspurður um menningar-
verðmæti, svo sem sjónvarps-
eða útvarpsefni í fórum RÚV,
segir Páll Gunnar að greiða yrði
úr hverju máli sem keppinautar
RÚV á markaði kynnu að höfða.
Páll Gunnar tekur fram að
rekstrarform Ríkisútvarpsins
ráði ekki úrslitum um gildi sam-
keppnislaga. „Í sjálfu sér gætum
við beitt heimildunum nú þar sem
samkeppnislög gilda einnig um
opinber fyrirtæki nema sérlög
hamli því eða gangi þeim framar.
Það hefur ekki reynt á þetta en
það gæti gert það í framtíðinni.
Vel er hugsanlegt að keppinautar
Ríkisútvarpsins vilji láta reyna á
það hvort samkeppnislög eigi við
í einhverjum tilvikum.“
Þrjár greinar samkeppnislaga,
sú ellefta, fjórtánda og sextánda,
koma sérstaklega til álita varð-
andi fyrirtæki í opinberri eigu en
tvær þeirra síðarnefndu fjalla
beinlínis um hamlandi starfsemi
opinberra fyrirtækja á sam-
keppnismarkaði. - jh
Samkeppnislög gilda fullum fetum um Ríkisútvarpið eins og önnur fyrirtæki:
Gæti reynt á samkeppnislög
PÁLL GUNNAR PÁLSSON FORSTJÓRI
SAMKEPPNISEFTIRLITSINS
„Vel er hugsanlegt að keppinautar Rík-
isútvarpsins vilji láta reyna á það hvort
samkeppnislög eigi við í einhverjum
tilvikum.“