Fréttablaðið - 28.04.2006, Page 8

Fréttablaðið - 28.04.2006, Page 8
8 28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR ���������������������������������������������������������� ��������������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 ����������������������������������������������� ��������������������������������������������������������� ������������������������������������������������� ������������� ������������� ���������� ������������������������������������� ������������������������������������� ��������������������������� �������������� ���������������������� ���������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ÞÝSKALAND, AP Réttarhöld yfir þýskri konu sem grunuð er um að hafa banað níu ungbörnum sínum hófust í Frankfurt an der Oder í Þýskalandi í gær. Lögreglan handtók Sabine Hilschinz í júlí síðastliðnum eftir að líkamsleifar níu kornabarna fundust í blómapottum og fiska- búri í garði foreldra hennar, sem búsett eru í þorpi nærri landa- mærum Póllands. Hilschinz, sem er fertug, gæti hlotið fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. Hún sat þögul í réttarsal í gær, en lesið var upp úr vitnisburði sem hún gaf skömmu eftir að hún var fang- elsuð. Þá sagðist hún einungis muna vel eftir tveimur fæðingun- um, því hún hefði verið drukkin þegar hún fann hríðarnar byrja í öll hin skiptin. „Við áttum þegar þrjú börn og maðurinn minn vildi ekki eignast fleiri,“ sagði hún þá. Saksóknarar segja DNA-próf hafa sannað að börnin hafi verið afkvæmi Hilschinz og fyrrverandi manns hennar. Talið er að börnin hafi fæðst á árunum 1988 til 1998, en þau létust öll skömmu eftir fæðingu. Segja saksóknarar Hilschinz hafa vafið þau í plast- poka og grafið þau í blómapottum, sem hún upphaflega geymdi á svölum íbúðar sinnar. Óljóst er hvernig á því stendur að eiginmaður, fjölskylda og vinir Hilschinz tóku ekki eftir þungun- um hennar. - smk Réttarhöld hefjast yfir móður sem sökuð er um manndráp: Sögð hafa banað níu börnum SABINE HILSCHINZ Sakborningurinn sat þögull í réttarsal í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAN, AP Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti sór í gær að enginn myndi neyða írönsku þjóðina til að gefa upp kjarnorkutækni sína. Jafnframt sagði hann að Banda- ríkjamenn og evrópskir banda- menn þeirra myndu harma ákvörð- un um að „fótum troða rétt írönsku þjóðarinnar“. Ráðamenn Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands hafa sagt að verði Íranar ekki við kröfu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hætta auðgun úrans í sein- asta lagi í dag muni löndin þrjú leitast eftir að kröfunni verið full- nægt með tiltækum ráðum. Íranar hafa neitað að verða við kröfunni. „Íranska þjóðin hefur öðlast þekkingu á tækni til framleiðslu kjarnorku. Hún fékk enga aðstoð frá neinum, og enginn getur tekið þekkinguna frá okkur,“ sagði Ahmadinejad þúsundum manna í ræðu sem sjónvarpað var á ríkis- rekinni sjónvarpsstöð í gær. Fyrr í þessum mánuði tilkynnti Ahmadinejad að Írönum hefði tek- ist að auðga úran í fyrsta sinn, en auðgað úran má nota til fram- leiðslu raforku eða í sprengiodda kjarnorkuvopna. Íranar hafa stað- fastlega haldið því fram að kjarn- orkuframleiðsla þeirra sé ein- göngu í friðsamlegum tilgangi en ráðamenn Bandaríkjanna og ýmissa landa Evrópusambandsins leggja ekki trúnað á orð þeirra. Í dag mun Mohamed ElBara- dei, yfirmaður Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar, ræða við Öryggisráðið um viðbrögð Írana við kröfu ráðsins. Yfir óformlegum kvöldverði við upphaf fundar Atlantshafs- bandalagsins í Sófíu í gær ræddu leiðtogar um Íran og kjarnorku- framleiðslu þess, en framkvæmda- stjóri NATO, Jaap de Hoop Scheff- er, sagði málið annars ekki vera á dagskrá fundarins. Talsmenn Kína og Rússlands, sem hafa neitunarvald innan Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar, eru tregir til að beita of hörðum aðgerðum og í gær hvöttu ráðamenn þeirra alla aðila til að sýna aðgát. „Íran verður að hafa tækifæri til þess að þróa nýja tækni og kjarnorku í friðsamlegum til- gangi,“ sagði Vladimír Pútín Rúss- landsforseti á blaðamannafundi í gær. Þýski kanslarinn Angela Merkel tók undir með Pútín og bætti við að Íranar yrðu að fram- fylgja þeim kvöðum og skyldum sem þeir hefðu skrifað undir. Bandaríkin halda hins vegar fast við þá afstöðu að til aðgerða verði að koma. „Til að vera trúverðugt verður Öryggisráðið auðvitað að láta til skarar skríða,“ sagði utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, blaðamönnum á fundi Atl- antshafsbandalagsins í gær- kvöldi. smk@frettabladid.is Halda fast í kjarnorku Frestur Írana til að stöðvar auðgun úrans rennur út í dag. Bandaríkin og Evrópuríki hóta aðgerðum. MAHMOUD AHMADINEJAD Íransforseti hélt ræðu í gær um rétt írönsku þjóðarinnar til að auðga úran og framleiða kjarnorku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STUÐNINGUR Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti nýtur mikils stuðnings heima fyrir í kjarnorkumálum. Frestur Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna rennur út í dag og eiga Íranar þá að vera hættir auðgun úrans. NORDICPHOTOS/AFP BORGARMÁL Stórauka á framboð á lóðum í höfuðborginni og tryggja að þar geti allir búið sem það vilja, samkvæmt stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í skipulags- og samgöngumálum sem kynnt var í gær. Helsta baráttumál flokksins verður að auka almenn lífsgæði borgarbúa og auðvelda ungu fólki sérstaklega að eignast þak yfir höfuðið með því að stórauka lóða- framboð á næstu tveim- ur árum. Skulu lóðir seldar á föstu verði og á þannig að koma í veg fyrir að fjár- sterkir aðilar braski með lóðir eins og verið hefur að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar, oddvita flokksins. Frekari uppbygging í borginni færi fram á þremur stöðum, í Geldinganesi, Vatnsmýri og Örfirisey, og er í þeim tillögum gert ráð fyrir að Reykjavíkur- flugvöllur verði fluttur og honum fundinn staður annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Í staðinn rísi íbúðir fyrir allt að sex þús- und íbúa. - aöe VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Stefna sjálfstæðismanna: Lofa lóðum fyrir alla

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.