Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 28.04.2006, Qupperneq 12
12 28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR NISSAN X-TRAIL Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Ríkulegur staðalbúnaður 17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga. E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 5 8 9 Nissan X-Trail Sport 2.990.000 kr. FULLBÚINN Á FRÁBÆRU VERÐI! KOSNINGAR Grindavík er vel stætt bæjarfélag og sagt er að þar búi hlutfallega fleiri milljónamæring- ar en annars staðar á Íslandi. Upp- gangur er í bænum á flestum svið- um, til að mynda hefur íbúum fjölgað um fimm prósent á síðustu árum og skuldir bæjarfélagsins hafa minnkað. Núverandi meirihluti bæjar- stjórnar er skipaður fulltrúum Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks og er ekki annað að heyra en að samstarfið hafi gengið vel. Að þessu sinni bætist nýtt framboð við, F-listinn, listi Frjáls- lyndra og óháðra en ekki er ljóst á þessari stundu hversu stórt strik hann setur í reikning hinna flokk- anna. Efsti maður listans er Björn Haraldsson sem á árum áður starfaði með Sjálfstæðisflokkn- um. Oddvitaskipti eru hjá tveimur flokkanna, Sigmar Eðvarðsson tók reyndar við forystu D-listans á miðju kjörtímabili er þáverandi oddviti flutti úr bænum en séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sókn- arprestur er ný í forystusveit Samfylkingarinnar. Hallgrímur Bogason leiðir hins vegar lista framsóknarmanna fjórðu kosningarnar í röð. - ssal Nýtt fólk á listum og nýtt framboð í Grindavík: Fjólksfjölgun og uppgangur GRINDAVÍK Búist er við spennandi kosningum í Grindavík, ekki síst vegna þess að í fyrsta sinn í fjölmörg ár hafa bæjarbúar um fjóra lista að velja. BAGDAD, AP Tveir ráðherrar í ríkis- stjórn Bandaríkjanna komu til Íraks á miðvikudag til þess að spjalla þar við pólitíska leiðtoga landsins og yfirmenn bandaríska setuliðsins. Bæði Donald H. Rumsfeld varnar málaráðherra og Condol- eezza Rice utanríkisráðherra vildu með heimsókn sinni sýna stuðning sinn við hina nýju ráðamenn Íraks. Þau Rice og Rumsfeld hittu meðal annars að máli Jawad al- Maliki, nýskipaðan forsætisráð- herra Íraks. Hann sagði þeim að fyrsta verk sitt í embætti yrði að taka á gagnkvæmu vantrausti á milli hinna þriggja þjóðernishópa, sem búa í Írak, nefnilega súnní- araba, sjía-múslima og kúrda. Tækist honum það væri mikilvæg- um áfanga náð í að tryggja öryggi landsmanna og draga úr hryðju- verkum, ofbeldi og spillingu. Varðandi spillingu tók hann undir með þeim Rice og Rumsfeld að nauðsynlegt væri að velja öfl- uga, hæfa og óhlutdræga leiðtoga í lykilstöður. Það myndi hjálpa Írök- um að öðlast trú á nýju stjórninni. Al-Maliki sagðist þó sem allra fyrst vilja taka á vandamáli sem lengi hefur farið í taugarnar á almenningi í landinu, en það er landlægur rafmagnsskortur. - gb Bandarískir ráðamenn á ferð og flugi: Rumsfeld og Rice heimsóttu Írak Í SKUGGA ELDFJALLS Maður ber hey við rætur eldfjallsins Merapi í Yugyakarta í Indónesíu í gær. Eldfjallafræðingar hafa varað við því að eldgos kunni að hefjast í því á næstu vikum og því þrýsta yfirvöld á íbúa á svæðinu að koma sér í öruggara skjól. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDUR „Stefna fyrirtækisins er að framleiða bragðgóða drykki fyrir nútímafólk og í framtíðinni munum við leggja meiri áherslu á sykurlitla eða sykurlausa drykki,“ segir Hörður Harðarson hjá markaðssviði Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar. Mikil breyting hefur orðið á neysluvenjum Íslendinga undan- farin ár og þá sérstaklega síðustu þrjú ár í þá átt að sykurlausir eða sykurlitlir drykkir eru að ná undirtökum á markaðnum. Mun þróun, framleiðsla og markaðs- setning Ölgerðarinnar beinast að þeim vaxandi hópi sem vill sykur- lausa eða sykurskerta drykki. - aöe Ölgerðin Egill Skallagrímsson: Sykurdrykkir á undanhaldi Í MÖTUNEYTINU Rumsfeld varnarmála- ráðherra snæddi í mötuneyti bandarískra hermanna í Bagdad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Íbúafjöldi 1. desember 2005: 2.624 Úrslit kosninganna 2002: Á kjörskrá voru 1.543 og kjörsókn var 85,5% Listi Framsóknarfélags Grindavíkur (B) 388 atkvæði - 2 fulltrúar Listi Sjálfstæðisfélags Grindavíkur (D) 431 atkvæði - 2 fulltrúar Listi Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans (S) 481 atkvæði - 3 fulltrúar Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn: 7 Samfylkingarfélag Grindavíkurlistans (S) og Sjálfstæðisfélag Grindavíkur (D) mynda núverandi meirihluta í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar B-lista: Hallgrímur Bogason Dagbjartur Willardsson Bæjarfulltrúar D-lista: Ómar Jónsson (hætti á kjörtímabilinu) Sigmar Eðvarðsson Margrét Gunnarsdóttir Bæjarfulltrúar S-lista: Hörður Guðbrandsson Garðar Páll Vignisson Ingibjörg Reynisdóttir KOSNINGAR 2006 Efstu menn B-lista: 1. Hallgrímur Bogason bæjarfulltrúi 2. Petrína Baldursdóttir leikskólastjóri 3. Gunnar Már Gunnarsson skrifstofumaður 4. Dagbjartur Willardsson bæjarfulltrúi Efstu menn D-lista: 1. Sigmar Eðvarðsson formaður bæjarráðs 2. Guðmundur Pálsson tannlæknir 3. Guðbjörg Eyjólfsdóttir skrifstofukona 4. Pétur R. Guðmundsson rekstrarstjóri Efstu menn F-lista: 1. Björn Haraldsson verslunarmaður 2. Guðmundur Guðmundsson skipstjóri 3. Kristín Ágústa Þórðardóttir húsmóðir 4. Þórir Sigfússon sölumaður Efstu menn S-lista: 1. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur 2. Garðar Páll Vignisson bæjarfulltrúi/kennari 3. Hörður Guðbrandsson bæjarfulltr. og verkstj. 4. Dóróthea Jónsdóttir skrifstofumaður GRINDAVÍKURKAUPSTAÐUR Grindavíkurkaupstaður SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 Sigmar Eðvarðsson, formaður bæjarráðs, er efstur á lista sjálf- stæðismanna. Hann var í öðru sæti listans við síðustu kosningar en tók við for- ystu flokksins á miðju kjörtíma- bili er þáverandi oddviti flutti úr bænum. Sigmar segir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að halda áfram þeirri uppbyggingu sem átt hafi sér stað í bænum. „Við viljum að Grindavík verði áfram fjölskylduvænn bær og stefnum að því að fjölga enn í bænum en hér hefur íbúafjölgun verið fimm prósent á undanförnum árum.“ Sigmar nefnir atvinnu- og æskulýðs- mál en leggur einnig áherslu á ábyrga fjármálastjórn. „Núverandi meirihluti hefur haldið vel um taumana og skuldir á íbúa hafa lækkað á kjörtímabilinu.“ Sigmar Eðvarðsson D-lista: Uppbygging og ábyrg stjórn Björn Haraldsson F-lista: Gott samfélag og vel stætt Frjálslyndir og óháðir bjóða nú fram í fyrsta sinn í Grindavík. Björn Haraldsson verslunar- maður leiðir listann. Hann segist lengi hafa haft áhuga á stjórnmálum og fyrir margt löngu verið varabæjarfull- trúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nú er það F-listinn, sem hann segir í raun ekki frá- brugðinn öðrum framboðslistum hvað varðar áherslu á velferð og uppbyggingu bæjarfélagsins. „Þetta er gott samfélag og vel stætt og það steytir ekki á nein- um stórmálum þó sitt af hverju megi gera betur,“ segir Björn. Hann vill geta boðið upp á gjaldfrjálsan leikskóla, en af öðrum málum nefnir hann forvarnar- og atvinnumál. „Hér býr harðduglegt fólk,“ segir Björn Haraldsson og kveðst bjartsýnn á árangur F-listans. Séra Jóna Krist- ín Þorvaldsdóttir sóknarprestur skipar efsta sæti á lista Samfylkingar. „Ég hef áður verið beðin um að gefa kost á mér en haldið mig til hlés. Nú ákvað ég að verða við áskorunum og taka slaginn,“ segir hún. Kosningabaráttan leggst vel í Jónu Kristínu, hún segir Samfylkingarfólk staðráðið í að halda áfram að móta framtíð bæjarfélagsins. Samstarfið við D-lista hafi gengið vel á kjörtímabilinu, sem einkennst hafi af stöðugleika og uppbyggingu. „Þetta er kraftmikið sam- félag, sem við viljum efla enn frekar“. Sem helstu stefnumál S-listans nefnir hún skólamál, forvarna- og lög- gæslumál, heilsugæslu- og öldrunar- mál, atvinnumál og að þjónustugjöld í bænum standi í stað eða lækki. Jóna K. Þorvaldsdóttir S-lista: Full ástæða til bjartsýni Hallgrímur Bogason B-lista: Nýr grunnskóli brýnt verkefni Hallgrímur Bogason, oddviti framsóknar- manna í Grindavík, býður sig nú fram til forystu fjórða kjörtímabilið í röð. B-listinn hefur verið í minnihluta á kjörtímabilinu en Hallgrímur segir þó ekki mikil átök í bæjarstjórninni. „Það er ekki stórágreiningur um málaflokka, þetta snýst frekar um aðferðafræði og forgangsröð,“ segir hann. Meðal þess sem Hallgrímur vill setja í forgang er bygging nýs grunnskóla. „Það er orðið aðkallandi að fá annan skóla og svo leggjum við framsóknar- menn mikla áherslu á að byggð verði ný félagsaðstaða fyrir aldraða.“ Hallgrímur segir framsóknarmenn tilbúna að starfa með hverjum sem er og hann fagnar nýju framboði. „Þetta gerir kosningarnar bara spennandi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.