Fréttablaðið - 28.04.2006, Page 12
12 28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR
NISSAN X-TRAIL
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
Ríkulegur staðalbúnaður
17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar,
loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
5
8
9
Nissan X-Trail Sport 2.990.000 kr.
FULLBÚINN Á
FRÁBÆRU VERÐI!
KOSNINGAR Grindavík er vel stætt
bæjarfélag og sagt er að þar búi
hlutfallega fleiri milljónamæring-
ar en annars staðar á Íslandi. Upp-
gangur er í bænum á flestum svið-
um, til að mynda hefur íbúum
fjölgað um fimm prósent á síðustu
árum og skuldir bæjarfélagsins
hafa minnkað.
Núverandi meirihluti bæjar-
stjórnar er skipaður fulltrúum
Samfylkingar og Sjálfstæðis-
flokks og er ekki annað að heyra
en að samstarfið hafi gengið vel.
Að þessu sinni bætist nýtt
framboð við, F-listinn, listi Frjáls-
lyndra og óháðra en ekki er ljóst á
þessari stundu hversu stórt strik
hann setur í reikning hinna flokk-
anna. Efsti maður listans er Björn
Haraldsson sem á árum áður
starfaði með Sjálfstæðisflokkn-
um.
Oddvitaskipti eru hjá tveimur
flokkanna, Sigmar Eðvarðsson tók
reyndar við forystu D-listans á
miðju kjörtímabili er þáverandi
oddviti flutti úr bænum en séra
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sókn-
arprestur er ný í forystusveit
Samfylkingarinnar.
Hallgrímur Bogason leiðir hins
vegar lista framsóknarmanna
fjórðu kosningarnar í röð. - ssal
Nýtt fólk á listum og nýtt framboð í Grindavík:
Fjólksfjölgun og uppgangur
GRINDAVÍK Búist er við spennandi kosningum í Grindavík, ekki síst vegna þess að í fyrsta
sinn í fjölmörg ár hafa bæjarbúar um fjóra lista að velja.
BAGDAD, AP Tveir ráðherrar í ríkis-
stjórn Bandaríkjanna komu til
Íraks á miðvikudag til þess að
spjalla þar við pólitíska leiðtoga
landsins og yfirmenn bandaríska
setuliðsins.
Bæði Donald H. Rumsfeld
varnar málaráðherra og Condol-
eezza Rice utanríkisráðherra vildu
með heimsókn sinni sýna stuðning
sinn við hina nýju ráðamenn Íraks.
Þau Rice og Rumsfeld hittu
meðal annars að máli Jawad al-
Maliki, nýskipaðan forsætisráð-
herra Íraks. Hann sagði þeim að
fyrsta verk sitt í embætti yrði að
taka á gagnkvæmu vantrausti á
milli hinna þriggja þjóðernishópa,
sem búa í Írak, nefnilega súnní-
araba, sjía-múslima og kúrda.
Tækist honum það væri mikilvæg-
um áfanga náð í að tryggja öryggi
landsmanna og draga úr hryðju-
verkum, ofbeldi og spillingu.
Varðandi spillingu tók hann
undir með þeim Rice og Rumsfeld
að nauðsynlegt væri að velja öfl-
uga, hæfa og óhlutdræga leiðtoga í
lykilstöður. Það myndi hjálpa Írök-
um að öðlast trú á nýju stjórninni.
Al-Maliki sagðist þó sem allra
fyrst vilja taka á vandamáli sem
lengi hefur farið í taugarnar á
almenningi í landinu, en það er
landlægur rafmagnsskortur. - gb
Bandarískir ráðamenn á ferð og flugi:
Rumsfeld og Rice
heimsóttu Írak
Í SKUGGA ELDFJALLS Maður ber hey við
rætur eldfjallsins Merapi í Yugyakarta í
Indónesíu í gær. Eldfjallafræðingar hafa
varað við því að eldgos kunni að hefjast í
því á næstu vikum og því þrýsta yfirvöld
á íbúa á svæðinu að koma sér í öruggara
skjól. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NEYTENDUR „Stefna fyrirtækisins
er að framleiða bragðgóða drykki
fyrir nútímafólk og í framtíðinni
munum við leggja meiri áherslu á
sykurlitla eða sykurlausa drykki,“
segir Hörður Harðarson hjá
markaðssviði Ölgerðarinnar Egils
Skallagrímssonar.
Mikil breyting hefur orðið á
neysluvenjum Íslendinga undan-
farin ár og þá sérstaklega síðustu
þrjú ár í þá átt að sykurlausir eða
sykurlitlir drykkir eru að ná
undirtökum á markaðnum. Mun
þróun, framleiðsla og markaðs-
setning Ölgerðarinnar beinast að
þeim vaxandi hópi sem vill sykur-
lausa eða sykurskerta drykki. - aöe
Ölgerðin Egill Skallagrímsson:
Sykurdrykkir
á undanhaldi
Í MÖTUNEYTINU Rumsfeld varnarmála-
ráðherra snæddi í mötuneyti bandarískra
hermanna í Bagdad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Íbúafjöldi 1. desember 2005: 2.624
Úrslit kosninganna 2002:
Á kjörskrá voru 1.543 og kjörsókn var 85,5%
Listi Framsóknarfélags Grindavíkur (B) 388
atkvæði - 2 fulltrúar
Listi Sjálfstæðisfélags Grindavíkur (D) 431
atkvæði - 2 fulltrúar
Listi Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans
(S) 481 atkvæði - 3 fulltrúar
Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn: 7
Samfylkingarfélag Grindavíkurlistans (S) og
Sjálfstæðisfélag Grindavíkur (D) mynda
núverandi meirihluta í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúar B-lista:
Hallgrímur Bogason
Dagbjartur Willardsson
Bæjarfulltrúar D-lista:
Ómar Jónsson (hætti á kjörtímabilinu)
Sigmar Eðvarðsson
Margrét Gunnarsdóttir
Bæjarfulltrúar S-lista:
Hörður Guðbrandsson
Garðar Páll Vignisson
Ingibjörg Reynisdóttir
KOSNINGAR 2006
Efstu menn B-lista:
1. Hallgrímur Bogason bæjarfulltrúi
2. Petrína Baldursdóttir leikskólastjóri
3. Gunnar Már Gunnarsson skrifstofumaður
4. Dagbjartur Willardsson bæjarfulltrúi
Efstu menn D-lista:
1. Sigmar Eðvarðsson formaður bæjarráðs
2. Guðmundur Pálsson tannlæknir
3. Guðbjörg Eyjólfsdóttir skrifstofukona
4. Pétur R. Guðmundsson rekstrarstjóri
Efstu menn F-lista:
1. Björn Haraldsson verslunarmaður
2. Guðmundur Guðmundsson skipstjóri
3. Kristín Ágústa Þórðardóttir húsmóðir
4. Þórir Sigfússon sölumaður
Efstu menn S-lista:
1. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur
2. Garðar Páll Vignisson bæjarfulltrúi/kennari
3. Hörður Guðbrandsson bæjarfulltr. og verkstj.
4. Dóróthea Jónsdóttir skrifstofumaður
GRINDAVÍKURKAUPSTAÐUR
Grindavíkurkaupstaður
SVEITARSTJÓRNAR-
KOSNINGAR
2006
Sigmar Eðvarðsson,
formaður bæjarráðs,
er efstur á lista sjálf-
stæðismanna. Hann
var í öðru sæti listans
við síðustu kosningar
en tók við for-
ystu flokksins á
miðju kjörtíma-
bili er þáverandi
oddviti flutti úr bænum. Sigmar segir
sjálfstæðismenn leggja áherslu á að
halda áfram þeirri uppbyggingu sem átt
hafi sér stað í bænum. „Við viljum að
Grindavík verði áfram fjölskylduvænn
bær og stefnum að því að fjölga enn í
bænum en hér hefur íbúafjölgun verið
fimm prósent á undanförnum árum.“
Sigmar nefnir atvinnu- og æskulýðs-
mál en leggur einnig áherslu á ábyrga
fjármálastjórn. „Núverandi meirihluti
hefur haldið vel um taumana og skuldir
á íbúa hafa lækkað á kjörtímabilinu.“
Sigmar Eðvarðsson D-lista:
Uppbygging
og ábyrg stjórn
Björn Haraldsson F-lista:
Gott samfélag
og vel stætt
Frjálslyndir og óháðir
bjóða nú fram í fyrsta
sinn í Grindavík. Björn
Haraldsson verslunar-
maður leiðir listann.
Hann segist lengi
hafa haft áhuga á
stjórnmálum og
fyrir margt löngu
verið varabæjarfull-
trúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nú er það
F-listinn, sem hann segir í raun ekki frá-
brugðinn öðrum framboðslistum hvað
varðar áherslu á velferð og uppbyggingu
bæjarfélagsins. „Þetta er gott samfélag
og vel stætt og það steytir ekki á nein-
um stórmálum þó sitt af hverju megi
gera betur,“ segir Björn. Hann vill geta
boðið upp á gjaldfrjálsan leikskóla, en
af öðrum málum nefnir hann forvarnar-
og atvinnumál. „Hér býr harðduglegt
fólk,“ segir Björn Haraldsson og kveðst
bjartsýnn á árangur F-listans.
Séra Jóna Krist-
ín Þorvaldsdóttir
sóknarprestur skipar
efsta sæti á lista
Samfylkingar. „Ég hef
áður verið beðin um
að gefa kost á mér
en haldið mig til
hlés. Nú ákvað
ég að verða við
áskorunum og taka slaginn,“ segir hún.
Kosningabaráttan leggst vel í Jónu
Kristínu, hún segir Samfylkingarfólk
staðráðið í að halda áfram að móta
framtíð bæjarfélagsins. Samstarfið við
D-lista hafi gengið vel á kjörtímabilinu,
sem einkennst hafi af stöðugleika og
uppbyggingu. „Þetta er kraftmikið sam-
félag, sem við viljum efla enn frekar“.
Sem helstu stefnumál S-listans
nefnir hún skólamál, forvarna- og lög-
gæslumál, heilsugæslu- og öldrunar-
mál, atvinnumál og að þjónustugjöld í
bænum standi í stað eða lækki.
Jóna K. Þorvaldsdóttir S-lista:
Full ástæða
til bjartsýni
Hallgrímur Bogason B-lista:
Nýr grunnskóli
brýnt verkefni
Hallgrímur Bogason,
oddviti framsóknar-
manna í Grindavík,
býður sig nú fram
til forystu fjórða
kjörtímabilið í röð.
B-listinn hefur
verið í minnihluta
á kjörtímabilinu en
Hallgrímur segir þó
ekki mikil átök í bæjarstjórninni. „Það
er ekki stórágreiningur um málaflokka,
þetta snýst frekar um aðferðafræði og
forgangsröð,“ segir hann.
Meðal þess sem Hallgrímur vill setja
í forgang er bygging nýs grunnskóla.
„Það er orðið aðkallandi að fá annan
skóla og svo leggjum við framsóknar-
menn mikla áherslu á að byggð verði ný
félagsaðstaða fyrir aldraða.“
Hallgrímur segir framsóknarmenn
tilbúna að starfa með hverjum sem er
og hann fagnar nýju framboði. „Þetta
gerir kosningarnar bara spennandi.“