Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 16
 28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Allt er gott að frétta,“ segir Baldvin Esra Einars- son, formaður Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri. Baldvin, sem nemur viðskiptafræði við skólann, tók við embætti formanns 31. mars síðastliðinn. „Við erum að breyta félaginu úr partífélagi í hagsmunafélag.“ Félagið hefur tekið upp samstarf við Stúdentaráð Háskóla Íslands og hafa að sögn Baldvins miklar viðræður átt sér stað þar á milli að undanförnu og fleiri fundir í vændum. „Skólarnir eru nánast eins uppbyggðir enda báðir opinberir ríkisháskólar sem eru ekki með skólagjöld og við viljum halda því þannig.“ Helstu verkefnin sem liggja fyrir hjá félag- inu um þessar mundir segir Baldvin vera að endurskoða reiknilíkan Lánasjóðs íslenskra námsmanna, húsnæðismál og þau almennu hagsmunamál sem koma upp á hverjum degi á borð við útkomu úr prófum og slíkt. En hagsmunagæsla Baldvins einskorðast ekki við stúdenta Háskólann á Akureyri og situr hann í fimmta sæti á framboðslista Vinstri grænna í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram 27. maí. „Ég datt eiginlega óvart inn í það. Ég er formaður Ungra vinstri grænna á Akureyri og var beðinn um að taka þátt í prófkjörinu, sem endaði með því að ég lenti í fimmta sæti.“ Baldvin mun einbeita sér að því að ná inn atkvæðum ungra Akureyringa og stendur ýmislegt til. Á föstudaginn verður ungliðadagur Vinstri grænna á Akureyri þar sem verður grillað í göngugötunni. „Sveitastjórnarmál og hagsmunamál eru mikið rædd á göngum skólans enda mikið af ungu fólki sem hefur áhuga á stjórnmál- um. Stúdentapólitíkin er mikið rædd í kjölfar stefnubreytingar félagsins.“ Baldvin segir mikinn hug í nemendum varðandi hagsmunamál sín. Próf eru fram undan hjá Baldvin, sem hefur fengið leyfi frá kosningastjóra til að fá að vera utan þjónustusvæðis meðan á þeim stendur. Baldvin, sem er í stúdentapólitík, sveitarstjórnarmálum, námi og vinnu, segist ekki skilja í þeim sem kvarti yfir því að ekkert sé að gera á Akur- eyri. „Maður heldur sér uppteknum.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? BALDVIN ESRA EINARSSON FORMAÐUR FÉLAGS STÚDENTA VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI Maður heldur sér uppteknum Fimm konur voru nýverið sæmdar heiðursorðu Siglinganefndar Skóla- félags Kennaraskóla Íslands við hátíðlega athöfn að Leirubakka í Landi. Orðuna hlutu þær fyrir störf sín í þágu nefndarinnar og þeirra hugsjóna sem starf hennar er grundvallað á. Er þetta í fyrsta sinn sem konur hljóta orðuna. Siglinganefnd SKÍ leggur höfuð- áherslu á siglingar, frið, jafnrétti og bræðralag en kjörorðin eru „Navigare Necesse Est“. Eru þau höfð eftir Pompeiusi mikla í Róm hinni fornu en hann gerði sér snemma grein fyrir nauðsyn sigl- inga til að tryggja undirstöður hins forna heimsveldis. Helstu forvígismenn Siglinga- nefndarinnar gegnum tíðina hafa verið Helgi Viborg, Jón Ársæll Þórðarson, Sveinn Guðjónsson, Viðar Marel Jóhannsson, Anders Hansen, Guðmundur Þórhallsson, Jóhann Kristjánsson, Ólafur Þ. Harðarson, Rúnar Björgvinsson og Magnús Jón Árnason, sem nú er látinn. GLAÐBEITTIR ORÐUHAFAR Valgerður Brynjólfsdóttir, Björg H. Bjarnason, Bára Snorradóttir, Steinunn Þórarinsdóttir og Hildur Sveinsdóttir. Fimm konur sæmdar heiðursorðu Tvískipting valds „Oft er talað um að fjölmiðl- ar séu þriðja valdið í hinum lýðræðislegu samfélögum.“ ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON VARAÞINGMAÐUR UM FJÖLMIÐLA Í GREIN Í MORGUNBLAÐINU. Upp með gengið „Maður gæti vel hugsað sér að það yrðu einir til tvennir tónleikar á ári í mesta lagi í framtíðinni.“ GUÐBJARTUR FINNBJÖRNSSON TÓNLEIKAHALDARI UM ÁHRIF EFNAHAGSMÁLA Á HLJÓMLEIKA- HALD. FRÉTTABLAÐIÐ. Í STÆRRA LAGI Trausti Jónsson veiddi þennan væna þorsk við Brimnesið á Kjalarnesi á dögunum. Vóg hann tuttugu kíló og dugði í mat fyrir marga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Endurnar á Reykjavíkur- tjörn eiga hauk í horni í Sonju Georgsdóttur, sem gefur þeim brauð á veturna. Hún segist aldrei hafa séð jafn marga máva á sveimi yfir tjörninni og nú. Sonja Georgsdóttir, sem er stuðn- ingsfulltrúi og nemi við Lista- háskóla Íslands, veit ekkert skemmtilegra en að gefa öndun- um á tjörninni. Síðustu tvo vetur hefur hún fætt endurnar nokkrum sinnum í viku og fylgst vel með lífinu í og við tjörnina. „Ég hef aldrei séð jafn mikið af mávum og nú. Þeir voru alveg brjálaðir og það er mjög erfitt að eiga við þá þegar þeir láta svona.“ Sonja er jafnan með svo mikið brauð í far- teskinu að hvorki hún né endurnar þurfa að óttast að þær síðarnefndu fái ekki í gogginn. „Ég fæ alltaf nóg af brauði í Björnsbakaríi á Seltjarnarnesi þannig að allir fá sitt,“ segir hún og er þakklát bak- aranum, sem aldrei rukkar krónu fyrir andabrauðið eins og sums staðar tíðkast. „Það þýðir ekkert að koma með tvö brauð á tjörnina þegar endurnar eru hungurmorða. Ég fylli alltaf bílinn.“ Sonja segir einfaldar ástæður liggja að baki því að hún gefi önd- unum reglulega. „Ég er dýravinur og það þarf að gefa öndunum eins og öðrum dýrum.“ Um leið skilur hún ekki að Reykjavíkurborg skuli standa sig jafn illa í umönnun and- anna og raun ber vitni. „Fyrst tjörninni er haldið opinni á annað borð ætti borgin að sjá öndunum fyrir brauði.“ Einnig þykir henni sárt að horfa upp á mávana éta andarungana á vorin og hvetur borgaryfirvöld til að gæta að blessuðum ungunum. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og ég krefst ekki þakklætis frá öndunum á móti,“ segir Sonja, sem lætur ekki kuldann yfir vetrarmánuðina stöðva sig. „Ég bít bara á jaxlinn þegar kalt er í veðri og bið nær- stadda um að hjálpa mér svo þetta taki styttri tíma.“ bjorn@frettabladid.is MÁVAGER VIÐ TJÖRNINA Sonja Georgsdóttir hefur áhyggjur af öndunum þegar mávarnir eru jafn aðgangsharðir og nú. Hún hvetur borgar- yfirvöld til að gæta að því að mávarnir éti ekki andarungana í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mávarnir eru brjálaðir ������������������������������������� ���������� ����������� ���������� ��������� ������ ������ �� ������� ���� ��������� ������ �� �������� ������������ ������������ ������������������� ������ �� ��������������� �� �������� � � �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.