Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 18
 28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is LÉTT PEPPERONI 55% MINNI FITA Landssamband lögreglumanna gagnrýnir misræmi í dómaframkvæmd vegna brota gegn valdstjórninni þar sem maður var dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi fyrir árás á lögreglu- mann en annar maður dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að fella sýslu- mann. Páll E. Winkel, framkvæmda- stjóri Landssambands lögreglumanna, vill að skilaboð verði send út í sam- félagið um að það verði ekki liðið að ráðist sé á lögreglumenn. Er mikið um ofbeldi gegn lögreglu- mönnum í starfi? Já, það er mjög algengt. Í könnun Félagsvísindastofn- unar fyrir tveimur árum kom fram að 64 prósent höfðu orðið fyrir ofbeldi eða hótun. Einnig var sláandi að 41 prósent fjölskyldna lögreglumanna hafði fengið hótanir, en það þekkist nánast ekki á öðrum Norðurlöndum. Eru refsingarnar of vægar? Já, samanborið við önnur alvarleg brot. Löggjafinn gerir ráð fyrir að hægt sé að dæma mann í sex ára fangelsi fyrir brot gegn valdstjórn. Frá 1984 til 2005 var enginn dæmdur í meira en árs fangelsi. Hvaða úrræði viljið þið sjá? Við viljum refsiþyngingarákvæði sem taka sérstaklega til lögreglumanna og sér- ákvæði sem varða minni mál. Einnig viljum við að mótþrói við handtöku verði gerður refsiverður. SPURT OG SVARAÐ OFBELDI GEGN VALDSTJÓRN Mjög algengt hérlendis PÁLL E. WINKEL Framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna Svona erum við > Algengustu tvínefni kvenna Eins og alþjóð veit keppir Silvía Nótt í Euro- vision 18. maí. Hún stígur síðust á stokk með lagið Congratulations sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson samdi. Reglurnar í keppninni hafa verið í þróun síðustu ár og er þetta í þriðja sinn sem undankeppni er haldin fyrir aðalkeppnina, en í annað sinn sem íslenska framlagið þarf að keppa í undankeppninni, vegna velgengni Birgittu Haukdal í Eistlandi fyrir þremur árum. Hún lenti þá í níunda sæti og Sjónvarpið átti fast sæti fyrir lagið hans Sveins Rúnars, Heaven, sem Jón Jósep flutti í Tyrklandi. Undankeppnin 23 keppendur eru í undankeppninnni í ár. Í upphafi voru þeir 24 en Króatía fékk fast sæti í aðalkeppninni þegar Serbía og Svarfjallaland dró þátttöku sína til baka í ár vegna deilna um hvaða lag ætti að fara til keppninnar. Símakosning verður í öllum löndunum og varadómnefndir ríkissjónvarpsstöðvanna til taks í hverju þeirra klikki kosningin. Síðan eru þau tíu lög sem komast áfram lesin upp. Ekki er gefið upp hvar í röðinni þau lenda, til að auka á spennuna. Aðalkeppnin Fjórtán lönd eiga fast sæti í aðal- keppninni. Ásamt sigurvegara síðasta árs, Grikklandi, eru það níu stigahæstu löndin frá því í fyrra auk þeirra fjög- urra stærstu sem fyrir þær sakir eiga alltaf fast sæti. Það eru Frakkland, Þýska- land, Bretland og Spánn. Ekkert þessara landa komst á topp tíu í fyrra. Þau vermdu fjögur neðstu sætin í aðalkeppninni. Árið þar á undan náði Þýskaland áttunda sæti og Spánn því tíunda. Hin níu löndin eru Króatía, Danmörk, Frakkland, Ísrael, Lettland, Malta, Moldóva, Noregur, Rúmenía og Sviss. Þrátt fyrir að Serbar hafi dregið þátttöku sína til baka kjósa þeir um sigurlagið. Því verður kosið í 38 löndum úrslitakvöldið 20. maí. Fyrirkomulagið á stigagjöfinni verður þó annað í ár. Kynnar frá hverju landi lesa aðeins þrjú stiga- hæstu löndin og kynnarnir í keppninni sjálfri lesa upp sjö fyrstu löndin þar á undan. Er þetta gert til að flýta fyrir. Þrjú síðustu löndin til að gefa stig, sem eru Búlgaría, Makedónía og Tyrkland, gera það þó með hefðbundnu sniði, til að auka á spennuna. FBL GREINING: REGLURNAR Í EUROVISION Stigagjöfin með breyttu sniði í úrslitunum Heimild: Hagstofa Íslands 344 206 201 165 158 Anna María Anna Margrét Anna Kristín Linda Björk Anna Sigríður Guðrún Helga Anna Guðrún 116 104 Margt er á huldu um ástæður sprengjuárásanna á ferðamannastaði í Egypta- landi síðustu árin. Böndin beinast ýmist að bedúínum á Sínaískaga eða hryðju- verkasamtökum á borð við al-Kaída. Vera kann að óánægja bedúína hafi leitt einhverja þeirra á vit her- skárra samtaka. Uppbygging ferðaþjónustu á Rauðahafsströnd Sínaískaga hefur verið hröð á síðustu árum. Egypsk stjórnvöld kalla ströndina gjarnan „egypsku rívíeruna“ og reyna hvað þau geta til að fá sem flesta ferða- menn á svæðið. Mikill meirihluti ferða- mannanna er frá Ísrael, enda er stutt að fara og gott að geta flat- magað þar á ströndinni að mestu laus við lamandi áhyggjur af enda- lausum átökum við Palestínumenn. Sprengjuárásin sem gerð var á fjölfarinn ferðamannastað þarna á mánudaginn er engan veginn sú fyrsta sem hristir upp í þessari ferðamannaparadís. Þetta er þriðja hrinan á jafnmörgum árum og hafa þessar árásir samtals kost- að á annað hundrað manns lífið. Grunur beinist að bedúínum Egypsk stjórnvöld eru sannfærð um að árásarmennirnir séu heima- menn, bedúínar sem hafast við á Sínaískaga og hafa átt þar heim- kynni frá aldaöðli. Meðal bedúína á þessum slóðum er útbreidd óánægja með stjórnvöld í Egypta- landi, ekki síst í tengslum við upp- byggingu ferðaþjónustunnar á Sínaískaga. Habib El-Adly, innanríkisráð- herra Egyptalands, sagði á mið- vikudaginn að greinilegar vís- bendingar væru komnar fram um að árásarmennirnir á mánudag- inn væru bedúínar frá Sínaískaga. Hann hélt því einnig fram að sprengjuárásirnar væru tengdar fyrri árásum á ferðamannastaði á Sínaískaga undanfarin tvö ár. Sömuleiðis sagðist hann telja fullvíst að sjálfsmorðsárásirnar á miðvikudaginn væru tengdar sprengingunum í Dahab, en á mið- vikudaginn gerðu tveir sjálfs- morðssprengjumenn árás á alþjóðlega friðargæsluliða og egypska lögreglumenn norðantil á Sínaískaga, skammt frá landa- mærum Ísraels. Kraumandi óánægja Bedúínar á Sínaískaga eru í dag taldir vera um áttatíu þúsund og búa þeir að stórum hluta enn í tjöldum sem auðvelt er að flytja á milli staða. Eftir að ferðamenn tóku að streyma til Sínaskaga hafa lífs- hættir bedúína raskast verulega. Stór landsvæði, einkum við Rauða- hafsströndina, hafa verið tekin undir hótel og verslanir af ýmsu tagi, en um leið missa bedúínarnir óheftan aðgang sinn að þessum svæðum. Nærri þriðjungur bedúína er hins vegar farinn að treysta að verulegu leyti á tekjur af ferða- mönnum sér til lífsviðurværis, þannig að þeir mega sjálfir illa við því að missa þann spón úr aski sínum. Þetta gildir hins vegar einkum um bedúína á suðurhluta Sínaískaga. Norðanmegin á skag- anum er atvinnuleysi mikið og fátækt viðvarandi. Bedúínar á þessum slóðum hafa flestir samúð með málstað Palestínumanna, enda búa hátt á annað hundrað þúsund bedúínar í Palestínu og innan landamæra Ísraels. Í tengslum við al-Kaída? Þótt egypskum stjórnvöldum þyki liggja beint við að kenna bedúín- um um voðaverkin síðustu árin telja margir erlendir sérfræðing- ar að á bak við sprengjuárásirnar megi greina merki skipulegra hryðjuverkasamtaka og þá ekki síst hinna alræmdu al- Kaída, sem Osama bin Laden stofnaði fyrir nærri tveimur áratugum. Í það minnsta telja þeir líklegt að árásarmennirnir hafi verið hallir undir þær hugmyndir, sem hryðjuverkasamtök herskárra íslamista hafa byggt á. Árásir á ísraelska ferðamenn geta vel fall- ið undir hugmyndafræði þessara hópa og al-Kaída samtökin virðast hvort eð er vera það lauslega upp- byggð að sjálfstæðir hópar, sem starfa í anda þeirra, geta í ein- hverjum skilningi talist tengdir samtökunum og framið voðaverk í nafni þeirra. Í ísraelskum dagblöðum er því reyndar hiklaust haldið fram að al-Kaída standi á bak við árásirn- ar. Í ísraelska dagblaðinu Haaretz er síðan fullyrt að al-Kaída hafi ákaft unnið að því undanfarið að afla sér liðsmanna úr röðum bedúína á Sínaískaga. Skelfing við Rauðahafið © GRAPHIC NEWS EDS -- DATA CORRECT AS AT 12:30GMT, APRIL 26, 2004 C rrentAffairs CRI,OVR :Crime, terroris EGYPT: Sinai suicide attacks Duncan Mil, Phil Bainbridge, Jordi Bou, Mario Lendvai, Mike Tyler, Julie Mullins (research) GRAPHIC NEWS Adobe Illustrator version 8.01 1 column by 114mm deep 26/4/2006 Reuters, Associated Press 19437 CATEGORY: IPTC CODE: SUBJECT: ARTISTS: ORIGIN: TYPE: SIZE: DATE: SOURCES: GRAPHIC #: STANDARD MEASURES (SAU) Picas 12p5 25p7 38p9 52p 65p1 78.p3 millimetres 52.3 107.7 163.2 219.0 274.4 329.7 © Copyright 2006 Graphic News. Reprint by permission only. The credit “GRAPHIC NEWS” must appear with all uses of this graphic image. 8 Ely Place, London EC1N 6RY, United Kingdom. Tel: +44 (0)20 7404 4270. Fax: +44 (0)20 7404 4290 Width 1 col 2 col 3 col 4 col 5 col 6 col Sjálfsmorðsárásir á Sínaí Tvær sjálfsmorðsárásir á Sínaískaga í vikunni koma í beinu framhaldi af svipuðum árásum á ferðamannastaði við Rauðahafsströnd skagans á undanförnum árum. Heimild: MFO El Gorah: Ras Shitan Taba okt. 2004, 34 látnir Dahab, apríl 2006, 23 látnir E G Y P T A - L A N D ÍSRAEL Gaza- strönd Sínaí- skagi Sharm el Sheikh, júlí 2005 64 látnir 80km VIÐ RAUÐAHAFIÐ Þrír bedúínar spjalla við ísraelskan ferðamann sem flat- magar á ströndinni við Rauðahafið. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.