Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 20
28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR20
fólkið í landinu
STAÐURINN
TÖLUR OG STAÐREYNDIR
����������������
Íbúafjöldi í desember 2005: 490
Íbúafjöldi í desember 1997: 594
Íbúafjöldi í desember 1991: 613
Sveitarstjóri:
Gunnsteinn R. Ómarsson
Helstu atvinnurekendur:
Glæðir ehf., Klaustursbleikja,
Ferðaþjónusta bænda Efri-Vík,
Hótel Kirkjubæjarklaustur,
Kirkjubæjarstofa - rannsókna-
og fræðasetur
Skólar:
Kirkjubæjarskóli,
Leikskólinn Kæribær,
Tónlistarskóli Skaftárhrepps
Vegalengd frá Reykjavík:
259 km miðað við Kirkjubæjarklaustur
Skaftár-
hreppur
Undanfarin ár hefur bændagisting verið
rekin að Efri-Vík en þar eru herbergi, sum-
arbústaðir og smáhýsi til leigu. Nú á hins
vegar að bæta um betur svo um munar og
vinna eigendur að því nú að reisa tveggja
hæða hótel þar sem rými verður fyrir 63
hótelgesti. Hörður Davíðsson, einn af eig-
endunum, var á byggingarkrananum þegar
blaðamann bar að. „Við ætlum að veðja á
þjóðgarðinn og ferðamannastrauminn til
að lifa af,“ segir Hörður. „En við höfum og
munum hafa upp á ýmislegt að bjóða. Til
dæmis er hér golfvöllur, veiðivötn og svo
held ég að fá hótel geti státað af útsýni
yfir tvo jökla eins og hér.“ Blaðamaður er
leiddur upp á efri hæð byggingarinnar en
þar blasir Öræfajökull við í austri og Mýr-
dalsjökull í vestri.
Hugsjónina skortir ekki heldur. „Við
erum nú þegar með heitan pott og gufubað en
við erum nú í samvinnu við Sveinbjörgu Árna-
dóttur heilsufrömuð að gera hér stafgöngugarð
með sérhönnuðum göngubrautum. Svo ætlum
við að leggja línuskautabrautir og ratleikjagarð,
þannig að hér verður hægt að fara um gang-
andi eða skúrrandi og fá svo nudd og gufubað
á eftir þannig að þetta verður svona heilsulind
hérna.“
Góðir hlutir gerast hægt og verður unnið
að lúxushótelinu fjölskyldu- og heilsuvæna í
þremur áföngum. Fyrsti áfanginn er gistiálma
sem tekin verður í notkun í sumar en svo bæt-
ist við matsalur og þjónusta honum tengd í
haust. Þar á eftir koma garðarnir og brautirnar.
„Við munum svo fá hingað þekkta listamenn til
að troða upp,“ segir Hörður og ekki er laust við
að hugurinn sé kominn hærra en efniviðurinn
sem hangir í krananum.
ATVINNUREKANDINN: HÖRÐUR DAVÍÐSSON FERÐAMÁLAFRÖMUÐUR
Bændagisting verður að lúxushóteli
Það er blíðskaparverður og
gott útsýni þegar Jón Sig-
urður Eyjólfsson og Gunnar
V. Andrésson beygja af
þjóðveginum við Eldhraun
til að taka hús á bændum í
Skaftárhreppi. Þeir eru glað-
ir í bragði enda voru engir
meinlegir skuggar á Mýr-
dalssandi til að hrella þá.
Tæplega 500 manns búa í Skaftár-
hreppi, þar af 139 á Kirkjubæjar-
klaustri. Jöklar umkringja sveitina
úr þremur höfuðáttum en Ægir í
suðri. Íbúarnir eru löngu orðnir
vanir því að flóð og straumar af
náttúru og manna völdum umturni
samfélaginu. Skaftárhlaup ögra
sveitungum þegar þau gera vart við
sig eins og í síðustu viku en þá flæð-
ir upp á tún hjá nokkrum þeirra
meðan aðrir sjá árbakkann færast
nær sér vegna landrofs. Sumrinu
fylgja öllu kærkomnari flóð en þá
streyma ferðamenn um og þiggja
margir hverjir gistingu hjá sveit-
ungum, en ferðamannaiðnaðurinn
en ein helsta atvinnugreinin í
hreppnum.
Árbakkinn nálgast
Kálfur tekur á móti þeim tvímenn-
ingum þegar þeir renna í hlað að
bænum á Ytri-Ásum en verður
svekktur þegar hann fær ekkert að
sjúga svo hann hverfur frá í vand-
lætingu. Ólafur Magnússon, hús-
bóndi þar á bæ, var ásamt konu
sinni Ástu Sverrisdóttur að huga að
nýbornum lömbum. Gestirnir
spurðu þau hjú um Skaftárhlaup
sem þá var í rénun. „Ég er alveg
gáttaður á því hvað menn eru
áhyggjulausir meðan það grefur
svona undan veginum við brúna,“
segir Halldór. „Það má sjá hvar
berg er að rifna frá við brúna. Eins
er árbakkinn alltaf að færast ofar
hér fyrir neðan og ekki er langt í
það að kirkjugarðurinn hér að Ásum
verði kominn ofan í á.“ Svo bendir
hann á girðingarstaur fyrir neðan
bæinn. „Þessi staur var um tíu
metrum fyrir ofan árbakkann þegar
ég girti þetta fyrir tíu árum.“ Tví-
menningarnir verða gáttaðir við
þessi tíðindi meðan þeir horfa á
staurinn við árbakkann. Halldór
segir að árfarvegum hafi verið
breytt þegar farið var í brúargerð á
sínum tíma. Var þá mörgum ása-
kvíslum veitt í Ásvatn og hefur það
haft frekara landrof í för með sér
en vatnsmagnið tvöfaldaðist við
þessar aðgerðir.
Óli ferhyrndi
Þau hjónin hafa um meira að hugsa
nú en landrof þar sem sauðburður
er hafinn og bændur verða ávallt að
vera á varðbergi. Þeir tvímenning-
ar veita ferhyrndri kind athygli en
Halldór biður þá bara að bíða hæga
meðan hann fer inn í fjós og dregur
þaðan út hrútinn Óla. „Ég held ég
hafi aldrei séð stærri horn en
þessi,“ segir Halldór en tvímenn-
ingarnir stara á tignarlegu hornin
fjögur sem Óli hefur af að státa.
Kálfurinn kemur þá aðvífandi og
veitir eyrum bóndans mikla athygli
en þykir lítið til Óla ferhyrnda
koma. Hann hverfur svo frá þegar
bóndinn meinar honum að sleikja á
sér eyrun.
Jökull í ánni
Eftir að hafa þegið kaffi og taðreykt
hangikjöt hjá Halldóri og frú leggja
tvímenningarnir leið sína vestur
yfir Ásvatn og koma þar að bænum
Flögu. Þar má glöggt sjá hvernig
áin hefur farið yfir tún þó ekki hafi
hún skilið eftir mikið af sandi, svo
séð verði af hlaðinu. Þá er haldið í
Skaftárdal með viðkomu hjá Odd-
steini Kristjánssyni í Hvammi en
hann er fæddur og uppalinn þar í
dalnum og þekkir því duttlunga
Skaftár betur en flestir aðrir.
„Maður varð ekkert var við þessi
hlaup fyrr en um 1950,“ segir hann.
„Þó segir sagan að þau hafi átt sér
stað áður fyrr en hætt um 1910. Þá
töluðu menn um að jökullinn væri í
ánni þegar hlaup voru.“
Beljan í sandinum
Í einu Skaftárhlaupinu komst kýr
frá Hvammi í krappan dans. „Hún
festist í sandi hér fyrir neðan
bæinn,“ útskýrir Oddsteinn. „Það
var heljarinnar verk að koma bönd-
um á hana en svo drógum við hana
upp með dráttarvél. Það var múgur
og margmenni sem fylgdist með
aðförunum og uppskárum við mikið
lofatak loks er við náðum henni upp.
Ég hélt fyrst að hún hefði orðið fyrir
einhverju hnjaski en hún var hin
hressasta eftir volkið,“ segir bónd-
inn og hlær við endurminningunni.
Vestfirðingurinn í bænda-
samfélaginu
Tvímenningar storma á skrifstofu
sveitarstjórnar eftir að hafa kvatt
bændur en þar ræður ríkjum ungur
og gjörvilegur Vestfirðingur, Gunn-
steinn R. Ómarsson að nafni. „Það
voru vissulega nokkur viðbrigði að
koma úr sjávarútvegssamfélaginu
fyrir vestan og hingað í bændasam-
félagið,“ segir sveitarstjórinn, en
hann sleit barnsskónum í Arnar-
firði en bjó síðan í Reykjavík og á
Suðureyri. „Menn eru beinskeyttir
fyrir vestan og viðhafa engar vífi-
lengjur. Það getur því verið svolítið
erfitt að átta sig á því hérna hvað
menn meina þegar afdráttarlaus
orð eins og já og nei eru ekki mikið
notuð.“ ■
Árbakkinn sækir að sveitungum
GUNNSTEINN R. ÓMARSSON SVEITARSTJÓRI
Vestfirðingnum þykir fólkið gott í Skaftár-
hreppi en á stundum í erfiðleikum með að
vita meiningu þess enda leggur það ekki í
vana sinn að nota afdráttarlaus orð eins og
já eða nei. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ODDSTEINN KRISTJÁNSSON FRÁ HVAMMI
Bóndinn í Hvammi hefur alið allan sinn
aldur við ána svo hann þekkir hana vel
hvort sem jökullinn er í henni eða ekki.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HALLDÓR MAGNÚSSON Í FÉLAGSSKAP ÓLA OG KÁLFS Til allrar hamingju fer vel á með þeim
Halldóri og Óla ferhyrnda en ekki væri gott að fá horn í síðu frá hrútinum vígalega. Kálfur-
inn vill hins vegar aðeins fá eyra til að totta en það var ekki auðsótt mál. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA