Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 26
28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason. RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Upplýsingafulltrúar og ráðgjafar
Ráðning sérstakra ráðgjafa ráðherra
og upplýsingafulltrúa ráðuneyta var til
umræðu á Alþingi á miðvikudag. Jón
Gunnarsson, Samfylkingunni, spurðist fyrir
um málið og fékk þau svör frá forsætisráð-
herra að þrír slíkir væru að störfum, upp-
lýsingafulltrúar væru í forsætis- og sam-
gönguráðuneytinu og sérstakur ráðgjafi í
menntamálum starfaði hjá menntamála-
ráðherra. Væru ráðningarnar löglegar og
tímabundnar. Steingrímur Sævarr Ólafsson
er upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins,
Jóhannes Tómasson er upplýs-
ingafulltrúi samgönguráðu-
neytisins og Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir er ráðgjafi
menntamálaráðherra. Vekur
raunar undrun að ráðherra
í fagráðuneyti, þar sem 83
starfsmenn eru, þurfi sér-
stakan ráðgjafa í helstu
viðfangsefnum ráðuneytisins.
Tímabundnar upplýsingar
Ráðningar upplýsingafulltrúanna eru
tímabundnar, upplýsti forsætisráðherra í
þinginu og ekki annað að gera en að taka
þau orð hans trúanleg. Hins vegar var ekki
orði minnst á að upplýsingafulltrúarnir
væru ráðnir tímabundið þegar ráðuneytin
gáfu út fréttatilkynningar þar um. Í tilkynn-
ingu samgönguráðuneytisins um ráðningu
Jóhannesar Tómassonar segir að staðan sé
ný en ekki er stafkrók að finna um að til
hennar sé stofnað tímabundið og þaðan
af síður er upplýst hvenær hún
verður þá lögð niður. Það má svo
raunar spyrja hvort eðlilegt sé að
stöður upplýsingafulltrúa ráðuneyta
séu tímabundnar, hvort ekki væri
eðlilegra að upplýsingafulltrúar
væru ætíð að störfum og
í öllum ráðuneytum.
Aðstoðarmenn þingmanna
Við umræður um upplýsingafulltrúa ráðu-
neyta og sérstaka ráðgjafa ráðherra rifjast
upp hugmyndir um ráðningar aðstoðar-
manna þingmanna. Var ráðgert að koma
slíkum stöðum á fót í kjölfar breytinga á
skipan kjördæma en við það stækkuðu
landsbyggðarkjördæmin til muna. Jón
Bjarnason tók málið síðast upp í þinginu
fyrir rúmu ári og fékk þau svör frá for-
sætisráðherra að flokkarnir fengju árleg
fjárframlög til að mæta auknum önnum
þingmanna vegna hinna stóru kjördæma.
Hins vegar hefur ekkert orðið af ráðningu
aðstoðarmanna þingmanna. Líklegt
er að ungliðar flokkanna hringinn í
kringum landið hafi horft löngunar-
augum á slíkar stöður enda tilvaldar
til áframeldis verðandi þingmanna.
bjorn@frettabladid.is
Atvinnurekendur vinna gegn
eigin hagsmunum, ef þeir hefja
baráttu fyrir inngöngu í Evrópu-
sambandið. Það er þeim í hag, að
við stöndum utan þess, en nýtum
sérstöðu okkar.
Rökin fyrir aðild að Evrópu-
sambandinu hafa að vísu styrkst
við það, að Bandaríkin virðast
ekki vera reiðubúin til að standa
að fullu við skuldbindingar sínar
samkvæmt varnarsamningnum.
Eistland gekk ekki í Evrópusam-
bandið, af því að það vildi fá að
selja vöru á evrópskan markað,
því að það hefði staðið því til boða
án aðildar (til dæmis með aðild að
Evrópska efnahagssvæðinu). Eist-
land gerðist Evrópusambandsríki
af öryggisástæðum. Það leitaði
skjóls gagnvart rússneska
birninum.
Öryggisrökin fyrir aðild eru þó
ekki sterk. Evrópusambandið er
ekki öflugt herveldi eins og
Bandaríkin, og það er í sjálfu sér
sundurþykkt. Þrátt fyrir allt er
samstarf við Bandaríkin innan
Atlantshafsbandalagsins væn-
legri kostur. Meginrökin fyrir
aðild að Evrópusambandinu eru
hins vegar, að þá taka Íslendingar
þátt í ákvörðunum, sem þá varða.
En þessi rök eru ekki heldur sterk.
Ítök smáþjóða í Evrópusamband-
inu eru hverfandi þrátt fyrir allt
tyllidagatal. Stórþjóðirnar, Frakk-
ar og Þjóðverjar og ef til vill Bret-
ar, ráða því, sem máli skiptir. Og
stuðningsmenn aðildar geta ekki
nefnt eitt einasta dæmi um það,
að komið hafi að sök, að við erum
ekki í sambandinu.
Rökin gegn aðild eru enn sterk.
Í fyrsta lagi eru Íslendingar rík
þjóð og yrðu þess vegna að greiða
meira til sjóða sambandsins en
þeir fengju úr þeim. Margvíslegt
kostnaðarsamt umstang myndi
fylgja aðild. Giskað hefur verið á,
að beinn kostnaður umfram ávinn-
ing næmi tugum milljarða á ári.
Það er líka umhugsunarefni, að
ríkustu þjóðir Efnahagssamvinnu-
stofnunarinnar, O. E. C. D., eru
Lúxemborg, Svissland, Noregur,
Bandaríkin og Ísland. Af þeim eru
fjórar utan Evrópusambandsins.
Kunnum við ekki prýðilega við
okkur með Svisslandi og Noregi?
Í öðru lagi myndum við afhenda
stjórnarherrunum í Brüssel yfir-
ráð yfir Íslandsmiðum. Í aðildar-
samningi fengjum við ef til vill
tímabundinn einkaaðgang að þess-
um miðum, en það yrði fyrir náð
stjórnarherranna ytra, ekki sjálf-
sagður réttur okkar. Skýr ákvæði
eru í samþykktum Evrópusam-
bandsins um sameiginlegan
aðgang allra aðildarþjóða að auð-
lindum. Fiskveiðistefna Evrópu-
sambandsins er mjög ómarkviss.
Þar er ekki eins og hér gert ráð
fyrir einkanýtingarrétti til lausn-
ar ofnýtingum fiskimiða, heldur
árlegu skæklatogi þrýstihópa og
stjórnvalda, sem leiðir af sér
offjárfestingu og rányrkju.
Í þriðja lagi ættu atvinnurek-
endur öðrum frekar að skilja, að
okkur hentar ekki að ganga í Evr-
ópusambandið og taka á okkur
ýmsar skuldbindingar, sem við
erum nú lausir við. Evrópskur
vinnumarkaður er reyrður í fjötra.
Kostnaðarsamt er að segja mönn-
um upp, svo að vinnuveitendur
hika við að ráða nýtt fólk. Atvinnu-
leysi æskumanna er þess vegna
mikið. Reglugerðarfargan er að
sliga evrópsk fyrirtæki. Hinn
félagslegi sáttmáli, sem flestar
Evrópusambandsþjóðirnar hafa
skrifað undir, gerir atvinnulífinu
erfitt fyrir um að bregðast við
nýjum aðstæðum og eykur enn á
atvinnuleysið. Íslenskt hagkerfi
er á hinn bóginn þjált og sveigjan-
legt og ákjósanlegur vettvangur
framtaksmanna.
Sá tími er liðinn, að við þurfum
að leita til útlanda um fyrirmynd-
ir. Nú getum við verið fyrirmynd
annarra. Íslenskir atvinnurekend-
ur ættu að hefja baráttu fyrir því,
að Ísland verði frjálsasta land í
heimi samkvæmt vísitölu atvinnu-
frelsis, en nú er það hið 13. í röð-
inni. Einkum þarf tvennt til. Ann-
ars vegar verður að minnka
opinber umsvif með því að einka-
væða fleiri opinber fyrirtæki, til
dæmis Íbúðalánasjóð og Lands-
virkjun, og lækka skatta. Hins
vegar er orðið tímabært að auka
frelsi í viðskiptum með matvæli
og aðra vöru, sem nýtur verndar.
Halda þarf áfram að laða fyrir-
tæki og fjármagn að landinu.
Ísland ætti að verða fjármálamið-
stöð og fríhöfn með há laun, lága
skatta og eðlilegt matvælaverð.
Getur það ekki orðið Evrópusam-
bandinu það, sem Hong Kong var
Kína?
ESB og atvinnulífið
Í DAG
ÍSLAND OG ESB
HANNNES
HÓLMSTEINN
GISSURARSON
Evrópskur vinnumarkaður er
reyrður í fjötra. Kostnaðarsamt
er að segja mönnum upp, svo
að vinnuveitendur hika við
að ráða nýtt fólk. Atvinnuleysi
æskumanna er þess vegna
mikið. Reglugerðarfargan er að
sliga evrópsk fyrirtæki.
Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000
Seltjarnarnesi
KT verslun Akureyri
Njarðarnesi S. 466 2111
Bestu dekkin í USA
8 ár í röð Tire Review Magazine
Hágæða jeppadekk
Fínt eða gróft
munstur.
Mikið úrval af
stærðum.
Gerið gæða og
verðsamanburð
Við upphaf prestastefnunnar í Keflavíkurkirkju í vikunni flutti biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, að venju yfir-gripsmikla ræðu um kirkjustarfið í landinu. Hann talaði
sérstaklega um val á presti í fyrri hluta ræðu sinnar, sem kom
ekki á óvart vegna þess hvar prestastefnan var haldin og þess
sem gengið hefur á í Keflavík vegna vals á nýjum sóknarpresti.
Biskup benti á í ræðu sinni, að frá því að valnefndir komu til
hefur 61 prestur hlotið embætti og í 57 skipti var samstaða í val-
nefnd. Í þrjú skipti náðist ekki samstaða og í eitt skipti var farið
fram á almenna prestskosningu. Óróinn í kringum skipan sókn-
arprests í Keflavík virðist því heyra til undantekninga, en engu
að síður hljóta kirkjuyfirvöld að hlusta á raddir þeirra fjölmörgu
í Keflavík sem lýst hafa yfir óánægju sinni með skipanina, og
það verður ekki auðvelt fyrir þann sem hlaut náð fyrir augum
valnefndar að hefja störf í sókninni.
Nú þegar brúðkaupsvertíðin er framundan er það
verkefni þeirra hinna sömu að hafa áhrif á það við
undirbúning athafna að halda í heiðri góðum gildum,
svo að fólk upplifi sig ekki á popptónleikum við kirkju-
brúðkaup.
Biskup kom auk þess inn á fjölmörg önnur atriði í ræðu sinni,
svo sem uppganginn í þjóðfélaginu, það fjölmenningarsamfélag
sem við nú lifum í auk ýmissa innri málefna kirkjunnar.
Undir lok ræðu sinnar kom biskup inn á staðfesta samvist
og hjónavígslur og fjallaði um kirkjubrúðkaup þar sem hann
kvað allfast að orði. Hann talaði um „Hollívúddseringu“ brúð-
kaupa og sagði: „Einhverra hluta vegna eru kirkjubrúðkaup í
seinni tíð hafin til skýja, goðuð og glamúriseruð. Hið fullkomna
brúðkaup er nánast sáluhjálparatriði. Og við prestar höfum
dansað með. Og nú er sýndarmennskan og glysið í kringum
þetta augljóslega komið út í öfgar. Iðulega er presturinnn varla
nema serimóníumeistari, eða jafnvel trúður. Helgidómurinn og
presturinn nánast eins og leiktjöld hins fullkomna brúðkaups,
en afar lítið tillit virðist tekið til umhverfis, hefða og boðskapar
kirkjunnar.“ Þarna er biskup Íslands að senda býsna ákveðin
skilaboð til brúðhjóna og líka prestanna. Framundan er mikil
brúðkaupsvertíð, og það fer ekki fram hjá neinum, að þetta er
orðin mikil vertíð viðskipta og prjáls. Uppistaðan í tónlist í
kirkjubrúðkaupum er oft ýmiskonar dægurlög innlend og
erlend, sem hvorki eiga við stund né stað. Tónlistarmenn hafa
að vísu gert heiðarlega tilraun til að breyta þessu, og þeir mættu
líka láta til sín taka varðandi tónlist við jarðarfarir. Hefðbundn-
ir sálmar hafa orðið að víkja fyrir alls konar annarri tónlist við
brúðkaup og jarðarfarir, og er það miður. Kirkjan verður líka að
fylgjast með tímanum í þessum efnum, og stuðla að því að eðli-
leg endurnýjun verði á kirkjulegri tónlist. Þetta er verkefni
presta og organista í framtíðinni, en nú þegar brúðkaupsvertíð-
in er framundan er það verkefni þeirra hinna sömu að hafa
áhrif á það við undirbúning athafna að halda í heiðri góðum
gildum, svo að fólk upplifi sig ekki á popptónleikum við kirkju-
brúðkaup.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Biskup Íslands fjallaði um kirkjubrúðkaup á
prestastefnu.
„Serimóníu-
meistarar“