Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 30
[ ]
Hið nýja kallast á við það
gamla á Kaffi París sem var
opnað á ný eftir endurbætur á
sumardaginn fyrsta.
Birgir Rafn Ásgeirsson, kokkur á
Kaffi París, hannaði nýjan mat-
seðil fyrir hið nýuppgerða kaffi-
hús. „Við höldum í þetta gamla
góða eins og stóran kökulista,
pönnukökur og vöfflur. Hins
vegar leggjum við mun meiri
áherslu á matreiðslu,“ segir Birg-
ir Rafn og nefnir sem dæmi að
boðið verði upp á mikið af léttum
réttum eins og rísotto, núðlurétti,
lasagna og speltbökur.
Birgir segir ætlun hinna nýju
eigenda að halda í gömlu stemn-
inguna þrátt fyrir að útlit staðar-
ins sé orðið mjög nýtískulegt með
flottri lýsingu. „Hins vegar höfum
við skreytt salinn með gömlum
myndum frá aldamótum og upp
úr. Þetta eru myndir af umhverfi
Kaffi Parísar og hvernig það
hefur þróast,“ segir Birgir sem
kom nýr inn í eldhús Kaffi París-
ar eftir breytingarnar. Hann
hefur áður starfað á hinum ýmsu
veitingastöðum og setti meðal
annars af stað Kaffi Blu í Kringl-
unni.
„Við viljum halda því sem var
gott með góðum kökum og brauð-
um en fá inn matartraffíkina
undir kvöldið og það hefur gengið
eins og í sögu,“ segir Birgir sem
heldur hvað mest upp á túnfisk-
salatið af þeim réttum sem prýða
matseðilinn.
„Það er ferskur grillaður tún-
fiskur sem liggur í oriental mar-
íneringu. Það kemur létt reykjar-
bragð í gegnum maríneringuna.
Með þessu er sítrussalat með
lime, kóríander og kapers,“ segir
Birgir og áréttir að ávallt sé not-
ast við ferskasta hráefnið hverju
sinni. „Annars er svo gríðarlega
mikið að gera hjá okkur að vör-
urnar gerast ekki mikið ferskari
enda rjúka þær út,“ segir hann
glaðlega.
Opnunartími Kaffi Parísar
hefur verið rýmkaður nokkuð
eftir breytingarnar. Á virkum
dögum opnar klukkan átta um
morguninn, eldúsið lokar klukkan
tíu að kvöldi en staðurinn er opinn
til klukkan eitt. Um helgar er
opnað klukkan níu um morguninn
og er opið til þrjú um nóttina.
„Eftir að eldhúsið lokar ætlum
við að reyna að mynda kokteil-
barsstemningu,“ segir Birgir en
nokkuð úrval af kokteilum stend-
ur til boða á hinum nýja og endur-
bætta stað.
Nýtt í bland við hið gamla
Grillaður túnfiskur með sítrussalati er eitt af því sem boðið er upp á á nýjum matseðli Kaffi
Parísar.
Birgir Rafn Ásgeirsson, kokkur á Kaffi París, hannaði nýja matseðilinn þar sem hann bæði heldur í gamla klassíska kökulistann og bætir við
nýjum, léttum og ferskum réttum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
1 Vanilluískúla
1 góður espresso
Vanilluískúlan er sett í skál og
espressóinn er borinn fram í bolla
til hliðar við ísskálina. Espressóinum
er svo hellt yfir ísinn en í því liggur
stemningin sem fylgir þessum rétti.
Einnig má setja eina rönd af Galli-
ano, Cointreau eða af öðrum líkjör
yfir ísinn.
Jón Gestur mælir með Lavazza Club
kaffiblöndu í espressó-bollann með
ísnum. Blandan er hrein arabica
blanda en arabica-baunirnar eru
sérvaldar og blandan flauelsmjúk.
Eigi fólk ekki espresso vél má gera
bragðmikla og góða uppáhellingu í
filter eða pressukönnu.
uppskrift Jóns Gests }
Africado ísrétturNÚ Á SUNNUDAGINN, 30. APRÍL,
FER FRAM ÍSLANDSMÓT BAR-
ÞJÓNA.
Barþjónakeppnin verður haldin
á Nordica Hóteli. Að þessu sinni
verður keppt í Long-Drinks sem
eru drykkjarblöndur fylltar upp
með gosdrykkjum og ávaxtasöf-
um. Vegleg verðlaun eru í boði
fyrir þrjú efstu sætin en þeir einir
hafa keppnisrétt sem eru með
sveinspróf í framreiðslu, eru
meðlimir í Barþjónaklúbbi Íslands
og hafa skilað inn uppskriftum til
yfirdómnefndar keppninnar.
Sá sem hreppir fyrsta sætið verð-
ur krýndur til Íslandsmeistara og
mun keppa fyrir Íslands hönd í
heimsmeistarakeppni í Grikklandi
haust.
Hrist af list
Kokteilar með ávaxtasöfum eru oft litríkir.
Olía er ekki það eina sem hægt er að steikja upp úr. Ýmsar sósur
eru ágætar til þeirra nota því þá fer bragðið inn í matinn.
Fá›u
fimm stjörnur
hjá kökugagnrýnendum!
Sérfræðingar
í saltfiski
Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl.
Fyrir verslanir:
Til suðu:
saltfiskbitar blandaðir
gellur
gollaraþunnildi
Til steikingar:
saltfiskbitar blandaðir
saltfiskkurl
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
gellur
Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti:
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar
saltfiskkurl
Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem:
ýsuhnakka
rækjur
þorskhnakka
steinbítskinnar og bita
Sími: 466 1016
ektafiskur@emax.is
Ver› fyrir einrétta Ver› fyrir flrírétta
Okkar róma›a humarsúpa 990
Steiktur skötuselur 3.390 4.390
me› hvítvínssósu
Kjúklingabringa 2.950 3.890
,,a la Italiana“
Lambafillet 3.390 4.390
me› sherrybættri sveppasósu
Nautalundir
me› Chateubriandsósu 3.700 4.690
Súkkula›ifrau› 790
Einnig úrval annarra rétta á ,,a la Cartse›li“
~
~
~
~
~
Þriggja rétta matseðill
Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27-29
Borðapantanir í síma 562 1988 • Madonna síðan 1987 • www.madonna.is
Skeifunni 11d - 108 Reykjavík
Reykjavíkurvegur 64
220 Hafnarfir›i
www.aman.is
VERSLUN VÍNGERÐARMANNSINS
ÓDÝR KOSTUR EF HALDA Á VEISLUR
HÁGÆÐA
VÍNGERÐAREFNI
EINFALT,
ÓDÝRT ÁHUGAMÁL