Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2006, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 28.04.2006, Qupperneq 31
FÖSTUDAGUR 28. apríl 2006 3 Hvað er ... SOJA? Engifer er afar sérstök fæða sem má nota á margvíslegan hátt. Það sem í daglegu tali er kallað engifer er sá hluti engiferplönt- unnar sem notaður er í matvæli. Oftast er talað um engiferrót en í raun er algengast að unnið sé með neðsta hlutann af stöngli plönt- unnar. Margir tengja engifer við hið sérstaka bragð þess og ilminn sem af engiferinu kemur. Eins og mörg önnur matvæli er engifer upprunnið í Asíu og er mest af því framleitt í Indlandi. Dýrasta og fínasta engiferið er þó af mörgum talið koma frá Ástralíu og Jam- aíku. Engifer barst til Evrópu á tímum Rómverja og náði notkun þess hámarki á miðöldum þegar engifer var notað til þess að krydda nær alla rétti. Enn þann dag í dag er engifer þó álíka mikið notað í austur- lenskri matargerð og salt. Engifer hefur eins og áður segir margvíslegt notagildi. Á Vesturlöndum hefur það mikið verið notað í ýmiss konar bakstur og sætindi. Oftast er það þó notað í austurlenska rétti, oftast pott- rétti, fiskrétti, súpur, sósur og ýmislegt fleira. Engifer er einnig nauðsynlegt með sushi en þar gegnir engiferið því hlutverki að hreinsa bragðlaukana. Engifer má líka nota í ýmiss konar drykki en til dæmis er engiferte afar vin- sælt. Vinsældir engifers hafa aukist að undanförnu enda er talið að það bæti líðan fólks á ýmsa vegu. Þykir engifer sem dæmi gagnlegt í baráttunni gegn blóðtappa og liðagigt auk þess sem það er slím- losandi. Engifer er því mikilvægt en umfram allt heilsubætandi hrá- efni sem nota má í margs konar matargerð. steinthor@frettabladid.is Til margra hluta nytsamlegt Sojabaunir hafa í árþúsundir verið verkaðar og unnar á ýmsan hátt í Kína og nágrannalöndunum. Vinsældir þeirra á Vesturlöndum urðu hins vegar ekki verulegar fyrr en seint á síðustu öld með tilkomu mikillar umræðu um heilsu og hollt mataræði. Sem dæmi er stærsti framleiðandi sojabauna í dag sjálf Bandaríkin. Sojabaunir eru einstaklega nær- ingarríkar en í 100 grömmum af sojabaunum má fá um 140 hitaein- ingar. Þær eru afar prótínauðugar og eru jafnfram auðugar af járni og E-vítamíni. Notagildi þeirra er einnig afar fjölbreytt en úr sojabaunum má meðal annars búa til olíu, mjólk, sósur, buff, mjöl og tófú auk þess en þær má borða ferskar. Sojabaunir eru hins vegar bragðlitlar en úr því má bæta með braðgsterkum sósum og/eða vel völdum kryddum. (heimildir: Matarást og soya.be) Í matreiðslubókinni Meðlæti er hægt að fá 200 uppskriftir og hugmyndir. Matreiðslubókin Meðlæti kom nýverið út hjá Vöku-Helgafelli. Þar má finna 200 uppskriftir og hugmyndir að skemmtilegu með- læti sem getur gert gæfumuninn í velheppnaðri máltíð. Í bókinni má finna hugmyndir að meðlæti sem hentað getur með alls kyns kjötréttum og fiski. Með sköpunargleði og hugmyndaauðgi er einnig hægt að galdra fram full- komnar máltíðir úr meðlætisrétt- unum einvörðungu. Í bókinni má finna úrval með- lætis úr kartöflum, hrísgrjónum, búlgúr, rísotto, kúskus, pólentu, alls kyns grænmeti og auk þess sósur, ídýfur, kryddlegi, pikles og margt fleira. Höfundur bókarinnar er Char- lotte Grönlykke en hún hefur áður gefið út bókina Aftensmad sem fékk mjög góða dóma í Dan- mörku. Meðlæti ger- ir gæfumun Í bókinni má finna úrval meðlætis úr kart- öflum, hrísgrjónum, rísotto o.s.frv. Verðlaunavara frá Merchant Gourmet. Frábært yfir salat, með kjöti, fiski, grilluðu grænmeti og ómótstæðilegt með jarðaberjum. arka sími 8992363 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.