Fréttablaðið - 28.04.2006, Page 46

Fréttablaðið - 28.04.2006, Page 46
10 Þegar vorar í loft kviknar löngunin til þess að grilla einhvern góðan mat og borða hann úti í garði. Gott getur verið að eiga einhver létt og þægi- leg búsáhöld til þess að nota úti. Ekki er vera ef að búsáhöldin eru svolítið sumarleg og sjarmerandi í líflegum litum sem minna okkur á að veturinn er liðinn og kemur ekki aftur í bráð. Í sól og sumaryl Litríkt og létt í garðveisluna. Habitat. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Habitat. Ikea. Habitat.Habitat. Ikea. ■■■■ { hús & garðar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Nokkur ráð fyrir þá sem hyggjast leggjast í garð- rækt. 1. Ákveddu hvernig garðurinn á að vera Viltu rækta blóm eða græn- meti? Viltu fjölærar plöntur eða bara þær sem lifa af sumarið? Viltu kannski blanda þessu öllu saman? Svona ákvarðanir er mikilvægt að taka áður en farið er út í garðrækt. 2. Veldu þér stað Flest grænmeti og sumarblóm þurfa um það bil sex klukkustundir af sól á hverjum degi. Fylgstu með sólinni á staðnum sem þú hefur í huga. En ekki örvænta þó að lítil sól skíni í garðinn þinn – margar plöntur þola skuggann og blómstra. Fáðu öllum spurningum þínum svarað í næstu garðyrkjubúð en endilega staðsettu garðinn þar sem hann fær sem mesta athygli. 3. Bættu j a r ð v eg i nn Settu áburð, rotnuð lauf eða gamlan hrossaskít á svæðið og þá tekur það vel við sér. 4. Veldu þér plöntur Taktu þér annað- hvo r t langan tíma og skoðaðu allt sem er til á markaðnum eða hlauptu út í búð og keyptu það fyrsta sem heill- ar þig. Ef garðyrkjan hræðir þig þá er ekkert mál að spyrja afgreiðslu- mann í garðyrkjubúð hvaða plöntur henti byrjendum best. 5. Vökvaðu reglulega Á meðan ræt- urnar eru að festa sig og dafna er mikilvægt að vökva plönturnar annan hvern dag. Eftir það fer vökv- un aðeins eftir aðstæðum. Þegar plöntur visna í hita þá eru þær að biðja um vatn. Vökvaðu varlega svo að vatnið gegnbleyti moldina. Til að minnka uppgufun er gott að vökva snemma á morgnana. 6. Haltu garðinum við Vökvaðu þegar þörf er á og reyttu arfa áður en hann dreifir sér um of. Ekki gleyma að setja áburð eins oft og þarf og alls ekki gleyma að nema staðar í amstri dagsins og finna ilminn af sköpunarverki þínu. Grænir fingur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.