Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 4
4 7. maí 2006 SUNNUDAGUR Tekinn með kókaín Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á 2 grömm af kókaíni sem var í eigu ökumanns sem var stöðvaður á Vífilsstaðavegi á föstudag. Maðurinn sem er 22 ára játaði við yfirheyrslur að hafa keypt efnið á 26 þúsund krónur og að hafa ætlað að nota það sjálfur. LÖGREGLUFRÉTTIR EFNAHAGSMÁL Standa verður miklu betur og skipulegar að upplýsing- um um íslenskt efnahagslíf erlend- is en verið hefur. Þetta er sá lær- dómur sem draga má af þróuninni í íslensku efnahagslífi síðustu vikur og mánuði, að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, SA. Vilhjálmur segir að halda megi því fram þegar fall krónunnar sé metið að gengi hennar hafi risið of hátt um tíma og það hafi flýtt fyrir lækkuninni. Lækkunin hafi hins- vegar komið sem viðbrögð á fjár- málamarkaði við illa grundaðri umfjöllun um íslenskt efnahagslíf erlendis. Vilhjálmur bendir á að með evru myndi vinnumarkaðurinn bregðast við sveiflum í hagkerfinu með breytingum á atvinnustigi í stað kaupmáttarbreytinga en meðan krónan sé við lýði þurfi að gera allt til að fullur árangur náist í efnahagsstjórninni. „Umræður um íslensku krónuna og stöðu hennar eru afar nauðsyn- legar. Ekki síst vegna þess að þær vekja upp spurningar um hvernig haga þarf hagstjórn til þess að ná árangri og það skapar aðhald að ríkisstjórn og Seðlabanka,“ segir hann í grein á vef SA. „Framundan er erfitt verkefni á vinnumarkaðnum sem snýst kannski ekki síst um það hvernig hann aðlagast að breyttum aðstæð- um. Þá skiptir máli að nálgast það verkefni út frá því hvernig hægt er að stuðla að sem mestum árangri til framtíðar.“ - ghs VILHJÁLMUR EGILSSON Framkvæmdastjóri SA, segir umræðu um krónuna og stöðu hennar afar nauðsynlega. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um vinnumarkaðinn: Erfitt verkefni framundan GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 05.05.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 71,70 72,04 Sterlingspund 132,61 133,25 Evra 90,92 91,42 Dönsk króna 12,19 12,262 Norsk króna 11,687 11,755 Sænsk króna 9,744 9,80 Svissneskur franki 58,21 58,53 SDR 106,1 106,74 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 126,0492 BJÖRGUN Björgunarskipið Hannes Hafstein frá Sandgerði fór til aðstoðar togaranum Frá frá Vest- mannaeyjum í fyrrakvöld en hann hafði fengið veiðarfæri í skrúf- una. Togarinn var um 20 sjómílur út af Sandgerði þegar óhappið varð. Kafarar voru með um borð í björgunarskipinu og freistuðu þeir þess að skera úr skrúfu skips- ins á staðnum. Það gekk ekki eftir og því var ákveðið að draga bátinn í land og komu skipin til hafnar í gærmorgun. Ekki var talin hætta á ferðum þar sem sjólag og veðurskilyrði voru mjög hagstæð. - shá Frár VE dreginn til lands: Bátur fékk í skrúfuna SÚDAN, AP Friðargæsluliðar Sam- einuðu þjóðanna eru velkomnir aftur í Darfur-hérað, að sögn tals- konu súdanskra stjórnvalda, eftir að friðarsamkomulag var undirrit- að á föstudag milli yfirvalda í Súdan og stærsta uppreisnarhóps- ins. Súdönsk stjórnvöld höfðu áður hafnað aðstoð frá friðargæslulið- um Sameinuðu þjóðanna um að koma í stað þúsunda friðargæslu- liða frá Afríkubandalaginu sem eru nú í Darfur-héraði. Það kastar skugga á samkomu- lagið að tveir uppreisnarhópar neit- uðu að skrifa undir það. Þeir sögðu öryggi íbúanna í héraðinu ekki tryggt að fullu og óvíst væri með bætur fyrir ættingja þeirra sem hafi fallið í átökum. Að sögn Bakri Mulah, háttsetts embættismanns í upplýsingamála- ráðuneyti Súdans, stendur hópun- um áfram til boða að skrifa undir samkomulagið og ef þeim muni ekki snúast hugur verði þeir með- höndlaðir eins og aðrir ólöglegir hópar. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar friðarsamkomulagið var undirritað en Afríkubandalagið hafði milligöngu um friðarviðræð- urnar sem fóru fram í Nígeríu. Afr- íkubandalagið, Bandaríkin, Bret- land, Evrópusambandið og Arababandalagið styðja þetta frið- arsamkomulag. Samkvæmt samkomulaginu á vopnahlé að taka gildi sjö dögum frá undirritun. Á næstu mánuðum eiga súdönsk stjórnvöld að koma á fót sjóði sem notaður verður til að greiða fórnarlömbum blóðbaðsins bætur. Í sumar verður haldin alþjóðleg fjáröflunarráðstefna til uppbyggingar í Darfur. Þar að auki munu fimm þúsund uppreisnar- menn sameinast her og lögreglu í Súdan og leiðtogar uppreisnar- manna ganga til liðs við stjórnvöld. John Bolton, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði friðargæslu Sameinuðu þjóð- anna á svæðinu lykilatriði til að samkomulagið muni halda. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, blandaði sér í erfiðar frið- arviðræðurnar með því að senda bréf til stærsta uppreisnarhópsins. Í bréfinu hét hann stuðningi Banda- ríkjanna við framkvæmd friðar- samkomulagsins. Átökin í Darfur-héraði hafa stað- ið í þrjú ár. Talið er að um 200.000 manns hafi misst lífið og um tvær milljónir hafi þurft að yfirgefa heimili sín. sdg@frettabladid.is MEÐLIMIR STÆRSTA UPPREISNARHÓPSINS Í DARFUR Mæta til friðarviðræðnanna á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Friðarsamkomulag undirritað í Darfur Vopnahlé tekur gildi í Darfur-héraði í næstu viku samkvæmt friðarsamkomu- lagi sem var undirritað á föstudag. Vonast er til að samkomulagið bindi enda á þriggja ára blóðug átök í héraðinu. MENNING Jakob Frímann Magnús- son var á föstudag kosinn stjórn- arformaður Félags tónskálda og textahöfunda. Magnús Kjartans- son sem gegnt hafði stöðunni í fjórtán ár bauð sig einnig fram. Hann mun starfa áfram sem fram- kvæmdastjóri félagsins. „Það lá í loftinu að gerðar yrðu einhverjar breyt- ingar og það náðist almenn sátt um það,“ segir Jakob Frímann. „Það er verið að styrkja liðsheildina og Magnús fær þarna við hlið sér starfandi stjórnarformann.“ - jse Stjórnarkjör hjá FTT: Sátt náðist um nýjan formann JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON MIÐBORGIN Zimsenhúsið svokall- aða var flutt úr Hafnarstræti í gær en þar hefur það staðið í hundrað tuttugu og tvö ár. Húsið var flutt í heilu lagi þrátt fyrir að það sé bæði stórt og þungt. Húsið er um 24 metrar á lengd og 8 metr- ar á breidd og talið nálægt hundr- að tonn að þyngd. Húsið var flutt út á Granda þar sem það mun standa þar til búið er að ákveða hver framtíðarstaðsetn- ing þess verður. Hugmyndir hafa komið fram um að húsið verði val- inn staður í Viðey. - shá Ásýnd Reykjavíkur breytist: Sögufrægt hús hefur kvatt HÚSINU LYFT Zimsen húsið hefur staðið í Hafnarstræti síðan 1884 og hýst margvís- lega verslunar- og þjónustustarfssemi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÓR KOSNINGAR Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að styrkja stjórn- málaöflin í bænum, sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnar- kosningum, um samtals eina og hálfa milljón króna. Upphæðin skiptist jafnt á milli framboðanna en að líkindum verða þau sex talsins. Hver listi fær því 250 þúsund krónur frá Akureyrar- bæ en á móti kemur að bærinn og bæjarstofnanir greiða ekki fyrir auglýsingar frá bænum sem kunna að birtast í blöðum á vegum fram- boðslistanna. - kk Framboðslistar á Akureyri: Bærinn gefur kvartmilljón SPÁNN, AP Í smábæ á Spáni var haldið risastórt blint hópstefnu- mót um helgina til að hjálpa hinum fjölmörgu piparsveinum bæjarins að ganga út. Borgarstjórinn, sem hefur miklar áhyggjur af íbúafækkun, studdi við framtakið með því að kosta auglýsingaherferð til að bjóða konum til bæjarins á hóp- stefnumótið. Um 100 konur mættu til leiks og héldu til kvöldverðar ásamt 60 piparsveinum bæjarins. - sdg Of margir piparsveinar: 160 á blindu hópstefnumóti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.