Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 91
SUNNUDAGUR 7. maí 2006 35 SUNNUDAGSVIÐTALIÐ: ÓLAFUR STEFÁNSSON ætlaði að spila þessa skemmtilegu vörn sem við spilum í dag og ég er svo hrifinn af. Hann sagði mér frá fleiri hlutum og ég hugsaði um leið að þessu vildi ég ekki missa af. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun í dag. Svo fannst mér ég ekki hafa sýnt almennilega hvað í mér býr hérna. Ég vildi sýna Talant og fólkinu hér hvað ég gæti og hver ég væri í raun og veru.“ Háðari handboltanum en ég hélt Ólafur er mjög jákvæður út í lífið og handboltann og maður skynjar að honum líður vel. Hann hefur öðlast nýtt líf í þessu stórkostlega liði Talants Dujshebaev og margir handboltaspekingar eru á því að hann hafi aldrei verið betri en í dag. „Síðustu átta mánuði hafa marg- ir hlutir snúist 180 gráður í hugsun minni gagnvart handbolta. Þó að ég sé orðinn 32 ára þá er ég að læra fullt af nýjum hlutum. Það kemur reyndar ákveðinn söknuður að hafa ekki lært margt af þessu fyrr. Þetta er búið að vera flott tímabil og ég hef notið mín virkilega vel í allan vetur og líður betur en oft áður. Það sem meira er þá finnst mér ég eiga meira inni og að ég geti vel spilað á toppnum næstu árin. Ég hélt ég væri ekki eins háður handboltanum og ég er í raun og veru. Það hef ég uppgötv- að eftir að ég losnaði við Roman, ég lærði þó það af kallinum,“ sagði Ólafur sem ætlar að enda atvinnu- mannaferilinn á Spáni. Hann gerir því ekki ráð fyrir að enda ferilinn með Val og hann telur mjög ólík- legt að hann fari út í þjálfun að loknum ferlinum. „Það eru 90 prósent líkur á að ég klári ferilinn hér. Ég tel ekki líklegt að ég komi heim og spili mína síðustu leiki með Val. Ég geri frekar ráð fyrir að sökkva mér í eitthvað nám af krafti þegar ég hætti að spila. Vonandi samræmist það plönum konunnar sem er í námi í Madríd en hún á sína drauma líka og ég vil endilega að hún geti látið þá rætast,“ sagði Ólafur en telur hann sig vera betri handboltamann í dag en fyrir þrem til fjórum árum þegar margir töldu hann vera búinn að ná sínu besta? „Já, ég held það og tel mig aldrei hafa verið betri. Þolið hefur sjaldan verið betra, skynjunin hefur aukist og ég því betri en áður. Stefnan er að taka þrjú ár á fullu og ekki hugsa um aldur eða eitthvað álíka heldur einbeita mér að því að keppa við þá bestu.“ Finnur viðhorf sín í skrifum Guð- bergs Það verður ekki skilið við Ólaf öðruvísi en að ræða örlítið við hann um fjölskyldulífið. Það sést vel þegar maður heimsækir Ólaf að hann er mikill fjölskyldumaður sem unir sér vel heima með sínum nánustu. Ólafur og konan hans, Kristín Soffía, voru byrjuð að slá sér upp áður en hann fór í atvinnu- mennsku og hún hefur því fylgt honum allan hans atvinnumanna- feril. „Við erum búin að vera saman í einhver fjórtán ár. Við erum búin að vera passlega mikið saman og sundur til að endast saman í fjór- tán ár. Ég var að taka þetta saman um daginn og mér telst til að við séum ekki búin að vera saman nema í einhver átta ár,” sagði Ólaf- ur og hló létt en hann telur nauð- synlegt að fá stundum tíma fyrir sjálfan sig þó að hann vissulega njóti sín vel á „heimavelli“. Því tekur hann stundum upp á því að bregða sér frá einn síns liðs. „Mér finnst ekkert sjálfsagð- ara. Fólk á ekki að njörva sig of mikið saman. Ef þú lest Guðberg Bergsson þá er nokkuð af mínu viðhorfum í hans skrifum. Það sem áður var framandi og eftirsóknar- vert verður á endanum hversdags- legt og ömurlegt sem er algjörlega óháð því hversu yndislegar persón- urnar í kringum þig eru. Ef fólk er alltaf að upplifa sama hlutinn, er sífellt í ofboðslegri nánd, þá hættir það að geta talað um og gefið eitt- hvað nýtt af sér. Það sem mér finnst skipta máli er að fólk sé ekki að drekka úr sama bikar þó það sé að drekka sama rauðvínið.” ■ FÓTBOLTI Leikið var við prýðilegar aðstæður á Darida Stadium í Minsk. Síðast þegar liðin mættust hafði Ísland mikla yrirburði en Hvít-Rússar höfðu bætt leik sinn mikið og léku mun betur en á Laugardalsvellinum. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik og það skoraði Katr- ín Jónsdóttir á 27. mínútu en bolt- inn hafði reyndar viðkomu í varn- armanni. Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og Ásthildur Helgadóttir fyrirliði kom Íslandi í 2-0 fljót- lega í síðari hálfleik með góðu marki. Hún keyrði inn í teig Hvít- Rússanna sem réðu ekkert við hana og lagði svo boltann laglega í netið. Lið Hvít-Rússa vaknaði aðeins við markið og minnkaði muninn skömmu síðar en lengra komst það ekki og íslenska liðið fagnaði því sigri. „Ég er mjög sáttur við að taka hér þrjú stig. Ég hefði kannski viljað sjá okkur spila aðeins betur en að sama skapi var þetta lið mun betra en það lið sem mætti á Laugardalsvöllinn,“ sagði lands- liðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson við Fréttablaðið eftir leikinn. „Ég var ánægðastur með stemninguna og andann í liðinu en nokkuð hefur vantað upp á stemninguna í síðustu leikjum. Við vorum að berjast á fullu allan leikinn og það er vel. Við sköpum nokkuð af færum, skorum tvö mörk og með smá heppni hefðum við getað skorað fleiri. Varnar- leikurinn var nokkuð þéttur fyrir utan markið. Það sem ég var ósáttastur við var að við skyldum ekki halda boltanum betur innan liðsins. Það fór vissulega um mig í stöðunni 2-1 enda hefði verið agalegt að klúðra þessu niður. Blessunarlega kláruðu stelpurn- ar þetta með sóma og ég er mjög ánægður með þær.“ - hbg Góður sigur á Hvít-Rússum Íslenska kvennalandsliðið gerði góða ferð til Hvíta- Rússlands þar sem það lagði heimamenn, 2-1, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2007. Í BARÁTTUNNI Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir sést hér í baráttunni í fyrri viður- eign Íslands og Hvíta-Rússlands á Laugardalsvellinum. Ásthildur lék vel í gær og skoraði síðara mark íslenska liðsins. FORMÚLA 1 Spánverjinn Fernando Alonso verður á ráspól í Evrópu- kappakstrinum sem fer fram á Nurburgring í dag. Hann háði harða keppni við Þjóðverjann Michael Schumacher í tímatök- unni í gær og náði að lokum örlítð betri tíma. Félagi Schuma- chers, Felipe Massa, náði þriðja besta tímanum og og fyrrum Ferrari-maðurinn, Rubens Barri- chello, náði fjórða besta tíman- um en hann ekur fyrir Honda. „Það er alltaf taugastrekkj- andi að keyra í tímatökum og erfitt líka því maður má ekki gera nein mistök. Við gerðum lítilsháttar breytingar á bílnum um nóttina og þær breytingar skiluðu sínu. Það voru engin vandamál hjá okkur,“ sagði Alonso. - hbg Evrópukappaksturinn á Nurburgring: Alonso aðeins fljót- ari en Schumacher FLJÓTASTUR Alonso keyrði vel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HANDBOLTI Ólafur Stefánsson þakkar þjálfara sínum, Talant Dujshebaev, að mörgu leyti þann árangur sem hann hefur náð á þessu ári en Ólafur segir Dujshe- baev vera besta þjálfara sem hann hafi haft og er hrifinn af öllu sem hann leggur upp fyrir liðið. Dujshebaev er einn besti handknattleiksmaður allra tíma. Hann er nýbyrjaður að þjálfa en hann lék með Ólafi í Ciudad-lið- inu á síðustu leiktíð. Talant hefur einnig mikið álit á Ólafi og hann brosti breitt þegar blaða- maður spurði hann að því hvernig persóna Ólafur væri. „Hann minnir mig á Spike úr Notting Hill og ég kalla hann stundum Spikey,“ sagði Talant og hló hrossahlátri. „Hann kemur frá öðrum heimi og er ákaflega sérstakur. Hann á engan sinn líkan,“ sagði Talant en hversu mikilvægur er Ólafur þessu besta liði Evrópu í dag? „Ég vil ekki tala um að ein- hver einstaklingur sé mikilvæg- ari en annar í liðinu. Ég er með sextán leikmenn og allir eru mikilvægir fyrir liðið. Óli er samt einn af bestu leikmönnum heims í sinni stöðu og það segir sig í raun sjálft að hann gegnir lykilstöðu hjá okkur sem og hjá íslenska landsliðinu. Óli er mik- ill atvinnumaður og það er ánægjulegt að vinna með manni eins og honum. Hann æfir mjög stíft og leggur mikið á sig. Óli er alhliða leikmaður sem getur gert nánast allt í handbolta og er enn að bæta sig sem leikmaður. Vonandi verður hann hjá okkur næstu árin,“ sagði Dujshebaev. - hbg Dusjhebaev, þjálfari Ciudad, er hrifinn af Ólafi: Ólafur minnir mig á Spike úr Notting Hill HANDBOLTI Það er áberandi hversu miklu sterkari skoðanir Ólafur hefur á handboltanum í dag en áður og hann er þar að auki far- inn að láta meira til sín taka bæði á æfingum og í leikjum. Hann sagði félögum sínum til að mynda ekki mikið minna til en Dujshe- baev þjálfari á æfingum sem og í leiknum gegn Portland. Hann hefur einnig sterkar skoðanir á því hvernig hann vill sjá hlutina með landsliðinu og hann er ekki alveg sammála öllu því sem Alfreð var til að mynda að gera með liðið í Magdeburg á dögunum. „Ég hefði viljað sjá einhverja ákveðna línu sem væri æfð af krafti þessa viku og þá sérstak- lega hvað varðar varnarleikinn. Þess í stað vorum við að prófa marga hluti og fyrir mig kom lítið út úr því og þá kannski aðal- lega af því að það vantaði Fúsa og því erfitt að sjá raunverulegan styrk hverrar varnar. Það er líka að hluta til kannski mér að kenna eins og Alfreð því ég er kannski farinn að hafa meiri áhrif en áður og ég hefði getað reynt að hafa áhrif á Alfreð. Við verðum að negla eitthvað sem við trúum á mjög fljótlega. Sverrir Björns- son var prófaður og manni finnst það pínu hættulegt þar sem maður hefur ekkert séð hann. Til að fá tilfinningu og traust fyrir leikmanni þá þarf maður að sjá hann spila í langan tíma og vita styrk hans. Hann er rosalegt spurningarmerki og maður vill hafa sem fæst spurningarmerki í leik eins og gegn Svíunum með fullri virðingu fyrir Sverri sem manni skilst að hafi spilað vel heima. Ég myndi vilja sjá okkur spila 5+1 vörnina sem við spiluð- um í Sviss með Guðjón uppi á toppnum. Ég hef trú á henni. Við þurfum trausta varnarvinnu til að fá hraðaupphlaupin okkar sem eru svo mikilvæg,“ sagði Ólafur. - hbg Ólafur hefur sterkar skoðanir á landsliðsmálunum: Vil sjá Alfreð velja eina ákveðna línu GÓÐUR LEIÐBEINANDI Ólafur sést hér éta upp hvert orð sem þjálfarinn Talant Dujsheba- ev segir en Ólafur segir hann vera algjöran snilling. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÚSI ER LYKILMAÐUR Ólafur segir að fyrrum félagi hans hjá Magdeburg, Sigfús Sigurðs- son, sé algjör lykilmaður í íslensku vörninni og að hann verði að spila gegn Svíum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.