Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 94
 7. maí 2006 SUNNUDAGUR38 Hvað er að frétta? Ég er að byrja á sólóplötu sem kemur út í haust og svo erum við Guðrún Gunnars að byrja á okkar annarri plötu sem ber heitið „Ég skemmti mér í sumar“. Annars gengur lífið sinn vanagang þó svo að það hafi nú verið heldur betur viðburðarríkt á þessu ári hjá mér. Það gengur samt vel í söngbransanum og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Augnlitur? Stjörnugrænn. Starf? Söngvari. Fjölskylduhagir? Ég sef allavega einn þessa dagana... Hvaðan ertu? Akureyri/Dalvík/Öxnadal. Ertu hjátrúarfull/ur? Temmilega. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? American Idol og Nip Tuck. Uppáhaldsmatur? Mömmumatur. Fallegasti staður? Eyjafjörðurinn er alltaf góður. iPod eða geislaspilari? iPod. Helsti veikleiki? Að detta í þá gryfju að hafa ekki trú á sjálfum mér. Helsti kostur? Hreinskilni og jafnlyndi. Helsta afrek? Að vera ég sjálfur og vera stoltur af því. Mestu vonbrigði? Hmm...leiðinleg spurning. Hvað er skemmtilegast? Syngja, vera með þeim sem ég dýrka og...já!... messur í Hrísey. Það verða allir að prófa það. Hvað er leiðinlegast? Afbrýðisemi og óraunsæi. Hver er draumurinn? Hús, bílar, sundlaug, maður og börn. Hver er fyndnastur/fyndnust? Guðrún, vinkona mín, fær mig alltaf til að hlæja. Á hvað trúirðu? Guð og menn. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ástin örugglega...ræðst allavega á taugakerfið. Uppáhaldsbók? Are You Hungry Tonight? Uppskrift- ir Elvis Presley. Hvað er mikilvægast? Fjölskyldan, vinir, heilsa og að vera hamingjusam- ur og brosa framan í heiminn. Einnig er nauðsynlegt að hafa markmið í lífinu og stefna hátt. HIN HLIÐIN Á FRIÐRIKI ÓMARI HJÖRLEIFSSYNI SÖNGVARA Ástin ræðst á taugakerfið 04.10.1981 HRÓSIÐ ...fá aðstandendur Megrunar- lausa dagsins sem var í gær. Markmiðið með honum er að útrýma mismunun vegna holda- fars. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir dansari heldur sumarnámskeið ásamt vinkonu sinni, Riinu Turu- nen, í sumar þar sem þær munu kenna ballett, nútímadans og djassballett. „Við Riina kynntumst þegar við vorum saman í konung- lega sænska ballettskólanum. Hún ætlar að koma og vera í mánuð á Íslandi í sumar og við ákváðum halda sumar-dansnámskeið. Nám- skeiðin verða í skólanum hjá Guð- björgu Björgvins og er skipt í þrjá aldurshópa: 10-12 ára, 13-15 ára og 16 ára og eldri. Einnig munum við bjóða upp á námskeið þar sem ein- ungis verður kenndur jazzballett. Í lok hvers námskeiðs verður svo lítil sýning fyrir foreldra en við munum semja að minnsta kosti tvo dansa fyrir hvern hóp.“ Aðspurð um bakgrunn sinn í dansheiminum segist Unnur hafa byrjað dansferilinn aðeins fjögurra ára gömul. „Ég byrjaði hjá Eddu Scheving og fór svo í Listdansskóla Íslands þegar ég var tíu ára og var þar í fimm ár. Þaðan lá leið mín til Svíþjóðar í konunglega ballettinn og ég útskrifaðist þremur árum seinna. Þegar ég kom heim fór ég svo í Íslenska dansflokkinn þar sem ég var í tvö ár,“ segir Unnur. Sumarnámskeiðin verða í þrjá tíma á dag en ekki um helgar. Hægt er að velja um tvö tímabil fyrir námskeiðin, fyrri námskeið- in eru frá 12.-23. júní en þau seinni frá 26. júní-7. júlí. Skráning er hafin á fyrri námskeiðin og fer fram í síma 691 6380, í skóla Guð- bjargar Björgvins og einnig er hægt að senda email á unnsa- dans@hotmail.com. Skemmtileg dansnámskeið Kvikmyndin Dead Man´s Cards verður frumsýnd á Cannes-hátíð- inni sem hefst um miðjan maí. Einn framleiðandi myndarinnar er Sigvaldi J. Kárason en hann á framleiðslufyrirtækið Stray Dogs Films ásamt breskum félögum sínum. Sigvaldi lærði í London við National Film & Television School og hefur klippt myndir eftir Frið- rik Þór Friðriksson og Baltasar Kormák en fyrirtækið hefur verið starfandi í sjö ár. Sigvaldi starfar hjá Latabæ þar sem hann leikstýr- ir og klippir þættina. Þegar Frétta- blaðið náði tali af honum var hann í miðjum tökum og var að biðja íþróttaálfinn um að hreyfa sig. Myndinni hefur verið vel tekið og hafa þeir fengið góð viðbrögð frá Rick McCallum sem fram- leiddi Star Wars-myndirnar. „Við erum í góðu samstarfi við George Lucas, heilann á bak við Stjörnu- stríðsbálkinn, og Rick en þeir hafa reynst okkur ótrúlega hjálpsam- ir,“ útskýrir Sigvaldi. „Við erum náttúrlega bara litlir fiskar í stórri tjörn,“ bætir hann við og hlær. Miklu skiptir fyrir kvikmyndir að fá góða kynningu á Cannes enda beinast augu afþreyingariðnaðar- ins að frönsku ríveríunni þann hálfan mánuð sem hátíðin fer fram. „Við gerðum myndina fyrir litla eina milljón dollara til að sýna væntanlegum fjárfestum hvað í okkur býr,“ segir Sigvaldi og það var meðal þess sem George Lucas tók strax eftir. „Þeim fannst ótrú- legt að sjá hvað okkur hafði tekist að gera fyrir jafn lítinn pening,“ útskýrir Sigvaldi. „Myndin er eitt af fyrstu skrefunum sem við erum að taka í átt að umfangsmeiri verkefnum,“ bætir Sigvaldi við og upplýsir jafnframt að þegar sé undirbúningur hafinn fyrir næstu mynd sem verður mun stærri í sniðum en vill ekki tjá sig neitt frekar um það mál að svo stöddu. Dead Man´s Cards er framtíðar- vestri sem gerist í Liverpool og fjallar um venjulegan verkamann sem dregst inn í skuggalega undir- heima borgarinnar. „Þrátt fyrir að myndin líti út fyrir að vera mjög blóðug þá er hún engu að síður mjög dramatísk,“ segir Sigvaldi en ástandið í Norður-Englandi er mjög bágborið. Óhætt er hægt að segja að þeir félagar fái góða kynningu því veggspjald myndarinnar hang- ir á sama stað og Sin City-vegg- spjaldið en sú mynd sló í gegn á hátíðinni í fyrra. „Um leið og þú ert búinn að sanna að þú getur gert kvikmynd fyrir lítinn peninga þá liggur leiðin upp á við,“ bætir Sigvaldi við. freyrgigja@frettabladid.is SIGVALDI J. KÁRASON: FRUMSÝNIR Á CANNES-HÁTÍÐINNI George Lucas hrósaði myndinni SIGVALDI KÁRASON Myndin Dead Man‘s Cards verður frumsýnd á Cannes-hátíðinni en sjálfur George Lucas hreifst mjög af henni. FRÉTTIR AF FÓLKI Kvikmyndavefurinn landogsynir.is færir út kvíarnar 8. maí en þá verður efni vefsins aðgengilegt á ensku. Vef- síðan, sem í daglegu tali gengur undir nafninu logs.is, hefur verið uppspretta fyrir þá sem vilja fylgjast með því sem er í gangi í íslenskum kvikmyndaiðnaði og hefur Ásgrímur Sverrisson, ritstjóri vefsins, verið duglegur við að færa lesendum sínum nýjustu fréttir. Pistlar hans hafa vakið þónokk- uð mikla athygli en forvitnilegt verður að fylgjast með hvort útlendingar leggi lag sitt við að fylgjast með íslenskum kvikmynda- iðnaði sem hefur verið í töluverðum blóma að undanförnu. UNNUR ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR Kennir Íslendingum að dansa í sumar enda veitir ekki af. Inntökunefnd Rithöfundasambands Íslands samþykkti nýlega inntöku níu nýrra félaga sem allir hafa látið að sér kveða á ritvellinum enda er skilyrði fyrir inngöngu að viðkomandi hafi gefið út í það minnsta tvær bækur. Þetta er vitaskuld fullkomlega eðlileg krafa því annars væri félagatalið líklega álíka langt og þjóðskráin þar sem annar hver Íslendingur virðist ala með sér einhvers konar skálda- og rithöfundadrauma. Þeir sem hlutu náð fyrir augum nefndarinnar að þessu sinni eru Eiríkur Bergmann Einarsson, skáldsagna- og fræðiritahöf- undur, Embla Ýr Bárudóttir mynda- sagnahöfundur, Gunnlaugur Haraldsson fræðiritahöfundur, Hjörleifur Guttormsson fræðiritahöfundur, Hlynur Örn Þórisson þýðandi, Ingólfur Örn Björgvinsson myndasagnahöfundur, Lemme Linda Saukas þýðandi, Sigurður Ægisson, þýðandi og fræði- ritahöfundur, og Vigfús Geirdal þýðandi. Eiríkur hefur skrifað töluvert um Evrópumál enda eru þau sérsvið hans en hann hóf skáldsagnaferil sinn í fyrra með útgáfu skáldsög- unnar Glapræði. - fgg/þþ SVÖR VIÐ VEISTU SVARIÐ 1 Porter Goss 2 Margaret Beckett 3 Peter Coates
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.