Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 12
 7. maí 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Til sölu glæsilegt og vanda› sumarhús/ heilsárshús í landi Mi›engis, Grímsnesi • Húsi› er 105,7 m2. firjú svefnherbergi, stór stofa, eldhús, ba›herbergi og geymsla.a • Verönd er 160 m2. Gert er rá› fyrir heitum potti • Kjarri vaxi› eignarland 7500 m2. • Mjög gó› sta›setning. Í um fla› bil 1 klst akstursfjarlæg› frá Reykjavík • Húsi› er klætt a› utan me› Duropal plötum og har›vi›i. • Gluggar og útihur›ir úr mahony. • Hitalagnir í gólfplötu. Húsi› afhendist fokhelt og fullfrágengi› a› utan e›a fullklára› utan sem innan. Uppl‡singar í síma 894-0105 e›a á www.vidar-smidar.is Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Þjóðarsátt Einhver þreyttasti og um leið marklaus- asti frasi stjórnmálanna síðari ára er orðið þjóðarsátt. Þjóðarsátt á að nást um alla skapaða hluti, jafnvel mál sem almenn óeining hefur ríkt um svo árum skipti, án þess þó að nokkuð sérstakt sé gert til að skapa slíka sátt. Þeir sem vilja að þjóðarsátt ríki um mál gera sjaldnast annað en að setja fram eigin hugmynd- ir og ætlast svo til að aðrir sættist á þær. Framsókn- armenn – afsakið, exbé menn – í Reykjavík vilja að gjörvöll þjóðin sættist á hugmyndir þeirra um að Reykjavík- urflugvöllur verði á Lönguskerj- um og er það sjálfsagt besta dæmið um misnotk- un á þessu annars ágæta orði. Það skal fullyrt hér að sá dagur mun aldrei renna upp að landsmenn allir verði sammála um hvar flugvöllurinn eigi að vera. Framsóknarsátt Það ríkir ekki einu sinni sátt um það innan hins fámenna Framsóknar- flokks hvar innanlandsflugvöllur á suðvesturhorni landsins skuli staðsettur. Björn Ingi Hrafnsson vill hafa hann á Lönguskerjum, Hjálmar Árnason á Miðnesheiði og Kristinn H. Gunnarsson í Vatnsmýrinni. Væri nú ekki réttast að flokksmenn reyndu að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu, einhvers konar flokkssátt, áður en þeir storma fram og boða þjóðarsátt? Tillitssemi Af einstakri hógværð og tillitssemi ákvað þingheimur að taka sér frí í vikunni og halda sig til hlés þar til sveit- arstjórnarkosningarnar eru afstaðnar. „Sveitarstjórnarmenn fá nú sviðið,“ var viðkvæðið. Því fylgir væntanlega að þingmennirnir 63 ætli að hafa þverrif- una lokaða þar til 30. maí þegar þingið kemur saman á ný. Knattspyrnuáhuga- menn vonast nú til að þingmenn sýni þeim sömu tillitssemi og hætti störfum áður en Heimsmeist- aramótið hefst í Þýskalandi 6. júní enda þurfa þeir frið frá argaþrasi stjórnmálanna og pláss í fjölmiðlun- um til að ræða um fótbolta. Óróleikinn á fjármálamörkuðum síðustu vikur hefur kallað fram mjög svo áhugaverða umræðu um stefnuna í pen-ingamálum og stöðu þjóðarbúskaparins almennt. Í byrjun hentu menn á lofti efasemdarspurningar um snaran vöxt íslensku bankanna og stöðu ríkisbúskaparins. Eftir því sem menn hafa kafað dýpra í undirdjúpum tölulegra staðreynda hefur komið í ljós að bankarnir standa traustum fótum og ríkisbúskapurinn er að mestu leyti í góðu lagi. Skýrsla sem birt var í liðinni viku og unnin var af einum þekktasta hag- fræðingi við Colombiaháskóla í Bandaríkjunum og virtum próf- essor við Háskóla Íslands tekur býsna mikið af skarið um þetta. Þegar horft er fram á við er einna helst ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að betri jöfnuður í viðskiptum við útlönd, sem vænta má í kjölfar lækkunar á gengi krónunnar, leiði til þess að tekjuafgangur ríkissjóðs verði hugsanlega ónógur. Formaður bankastjórnar Seðlabankans kvartar með nokkrum rétti yfir því að hávaxtapólitíkin ein og sér dugi ekki; bæði ríkissjóður og við- skiptabankarnir þurfi að leggja aðhaldinu lið. Eitt athyglisverðasta framlag til þessarar umræðu kom þó frá aðalhagfræðingi Seðlabankans á síðum þessa blaðs. Hann sagði tæpitungulaust að ekki væri ólíklegt að ávinningur þess að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli og peningastefnu á jafn litlu svæði og Íslandi sé minni en enginn og auki fremur á sveiflur í þjóðarbúskapnum en dragi úr þeim. Að vísu voru þessi ummæli ekki sögð í nafni Seðlabankans, en yfirstjórn hans hefur heldur ekki andmælt þeim. Nú verður tæpast í gadda slegið að íslenska krónan og stöðug- leiki eigi með engu móti saman. En fram hjá því verður hins vegar ekki horft að erfitt mun reynast að sameina þau tvö mark- mið að halda í sjálfstæðan gjaldmiðil og tryggja varanlegan stöðugleika og sem best jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Ýmislegt bendir því til þess að við stöndum frammi fyrir stór- um spurningum sem við þurfum að gera upp við okkur. Hvort markmiðið þjónar hagsmunum okkar betur til lengri tíma litið, krónan eða stöðugleikinn? Svarið er ekki alveg einfalt. Eða er hitt mögulegt að sameina krónu og stöðugleika? Það er að vísu vandséð eins og málum er komið. Hinn kosturinn er að taka upp evru. Það þýðir aðild að Evrópu- sambandinu, sem er bæði efnahagslega og pólitískt margslungið álitaefni. Enginn gjaldmiðill tryggir fullkominn stöðugleika. En vafalaust er að evran myndi þjóna stöðugleikamarkmiðinu betur en krónan. Notkun hennar myndi væntanlega einnig knýja á um meiri aga við allar ákvarðanir sem hafa einhverja efnahagslega þýðingu. Á móti kemur að markaðsbreyting á gengi krónunnar er ein- föld leið til þess að leiðrétta skekkjur í þjóðarbúskapnum eins og eyðslu umfram efni. Það er kostur við þessa einföldu leið að hún dreifir þunganum nokkuð jafnt. Afleiðingarnar koma alls staðar niður. Eftir að evran yrði tekin upp myndu leiðréttingar á efnahags- legu misgengi koma harðar niður á fáum. Í stað almennrar kaup- máttarrýrnunar kæmi væntanlega atvinnuleysi fárra við slíkar aðstæður. En á móti kæmi að þær aðstæður ættu að verða fátíðari. Það liggur því ekki endilega í augum uppi hvor kosturinn sem við stöndum frammi fyrir er betri. Stöðugleikamarkmiðið hlýtur þó að vera óumdeilt. SJÓNARMIÐ ÞOTRSTEINN PÁLSSON Eru krónan og stöðugleikinn andstæður? Stórar spurningar Þegar ég var strákur norður á Siglufirði í gamla daga var mér kennt að það væri mikil gæfa ef Morgunblaðið skammaði mann. Það væri trygging fyrir því að sá sem fyrir skömmunum varð hefði rétt fyrir sér. Útsendarar auð- valdsins voru flestir óforbetran- legir heildsalar í Reykjavík sem lært höfðu klæki sína í verslunar- skóla Hörmangarafélagsins. Morgunblaðið var blaðið þeirra. Svo flutti maður í bæinn og smám saman varð heimsmyndin flóknari og að endingu rann það upp fyrir mér að ég hafði haft Morgunblað- ið fyrir rangri sök. Sómablað, stoð og stytta samfélagsins, brjóstvörn borgaralegra gilda og oftast rödd skynseminnar í erfiðum deilumál- um þjóðarinnar. En auðvitað er Morgunblaðið ekki óskeikult frek- ar en aðrir. Ég tel að blaðið hafi til dæmis haft mjög rangt fyrir sér í umræðunni um auðlindaskatt. Og ég tel einnig að það hafi haft ein- staklega rangt fyrir sér í leiðara sínum um verkalýðshreyfinguna og 1. maí. Af það sem áður var? Í leiðara blaðsins var því haldið fram að ræður forystumanna verkalýðshreyfingarinnar á fyrsta maí hátíðarhöldunum hafi verið andlausar og máttvana. Lítil þátt- taka í kröfugöngum dagsins var merki um áhugaleysi félagsmanna og á nokkrum stöðum var barasta engin kröfuganga gengin. Morg- unblaðinu finnst nú Snorrabúð stekkur. Staksteinar skamma Guð- mund í rafmagninu fyrir að skrif- stofur verkalýðsforkólfa minni helst á skrifstofur forstjóra og auðmanna. Allt ber að sama brunni, verkalýðshreyfingin er að mati blaðsins búin að tapa áttum og safnar aðeins fé í sjóði líkt og Jóakim Aðalönd. Eftir sitja þeir sem lægst hafa launin án tals- manna og baráttumanna – að mati Morgunblaðsins. Stór orð í askana? Ég er ósammála þessari skoðun Morgunblaðsins. Verk forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar verða ekki metin af fjölda þeirra sem mæta í kröfugöngu. Þau verða heldur ekki metin út frá því hversu stóryrtir þeir eru í ræðustól þenn- an ágæta vordag. Ef stóryrtar ræður og trallandi fánaborgir væru til marks um öfluga verka- lýðshreyfingu þyrftu leiðtogar hennar einungis að hafa munninn fyrir neðan nefið í bland við hæfi- lega ósvífni. Sumir eru þeirrar skoðunar að sú hafi reyndar verið tíðin, þegar hún Snorrabúð var og hét. Það eru ekki allir sem sakna þess tíma. Vítahringur verðbólgu og gengis- fellinga Árum saman var samið um kaup- hækkanir sem voru í engu sam- ræmi við framleiðslugetu þjóðar- innar. Hver var niðurstaðan? Verðbólgan át kauphækkanirnar og verst fór fyrir þeim sem lægst höfðu launin. Kaupmáttur launa var til dæmis mun hærri við upp- haf níunda áratugarins en við lok hans. Ekki var verkalýðshreyf- ingin sökuð um andleysi eða áhugaleysi á þeim tíma. Þjóðar- sáttarsamningarnir mörkuðu vatnaskil í samskiptum verka- lýðshreyfingarinnar og vinnu- veitenda. Það tókst sátt um að vinna þjóðina út úr vítahring verðbólgu og gengisfellinga. Það sem mestu skipti var að verka- lýðshreyfingin fékk traust á við- semjendum sínum og í kjölfarið breyttust áherslurnar. Lífskjörin hafa batnað ótrúlega En hvernig hefur verkalýðshreyf- ingin staðið sig undanfarinn ára- tug? Hefur hún gleymt tilgangi sínum og hefur hún yfirgefið þá sem lægst hafa launin? Frá árinu 1994 hefur kaupmáttur launa vaxið um 40 prósent og kaupmátt- ur ráðstöfunartekna, þ.e. það sem við fáum fyrir launin okkar eftir að við erum búin að borga skatt- inn, hefur vaxið um 60 prósent. Lífskjarabatinn er hreint ótrúleg- ur og lægstu laun hafa hækkað umfram almenn laun, aldrei þessu vant. Auðvitað á verkalýðshreyf- ingin ekki ein heiðurinn af þessum árangri. Efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar hefur verið einstak- lega farsæl og atvinnurekendur hafa nýtt stöðugleikann í efna- hagslífinu til hins ýtrasta. En það breytir ekki þeirri staðreynd að forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar hafa unnið mikið gagn fyrir umbjóðendur sína á undan- förnum árum. Verkalýðshreyfingin axlar ábyrgð Baráttu verkalýðshreyfingarinn- ar er ekki lokið. Talsmenn hennar hafa ítrekað sýnt að stjórnvöld og atvinnurekendur verða að taka til- lit til skoðana þeirra. Þeir hafa sótt hagsmuni umbjóðenda sinna af hörku eins og þeim ber, undan því er ekki hægt að kvarta. Ég er örugglega ekki einn um það að hafa fundist verkalýðshreyfingin ganga full hart fram á tímum. En þeir hafa einnig axlað ábyrgð á því að varðveita stöðugleikann, gert kaupkröfur sem hafa skilað sér í auknum kaupmætti, barist fyrir bættum aðbúnaði á vinnu- stöðum og sótt fast á um bætt kjör þeirra sem lægst hafa launin. Ósanngjarnar árásir Saga íslenskrar verkalýðshreyf- ingar er margbrotin og flókin. Sigrar hennar og ósigrar marka djúp spor í sögu liðinnar aldar. Fyrir okkur, sem ekki lifðum til dæmis hin hörðu átök kreppuár- anna, er erfitt að skilja þá sögu til hlítar. Forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar hafa án efa alla tíð beitt þeim baráttuaðferðum sem þeir hafa talið best fallnar til að ná árangri. Svo er enn. Maður þarf ekki að vera sammála þeim eða telja þær allar skynsamlegar til að virða þau sjónarmið sem liggja að baki. Ekki þarf að deila um að enn er til fátækt fólk á Íslandi og baráttunni fyrir bætt- um kjörum þeirra linnir aldrei. En hagur þeirra verður ekki bættur á útifundum eða með ræðuhöldum. Samvinna og skynsemi við samn- ingaborðið mun gagnast öllum best og sérstaklega þeim sem lægst hafa launin. Það er ósann- gjart og rangt að halda því fram að verkalýðshreyfingin hafi ekki verið að sinna fátæku fólki á Íslandi. Mogginn og verkalýðshreyfingin Í DAG MOGGINN OG VERKALÝÐS- HREYFINGIN ILLUGI GUNNARS- SON Ef stóryrtar ræður og trallandi fánaborgir væru til marks um öfluga verkalýðshreyf- ingu þyrftu leiðtogar hennar einungis að hafa munninn fyrir neðan nefið í bland við hæfilega ósvífni. Mest lesn viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. est lesna viðskiptablað ð AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.