Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 8
8 7. maí 2006 SUNNUDAGUR Navision Small Business er öflugur viðskiptahugbúnaður sem heldur utan um allar viðskipta- og fjárhagsupplýs- ingar fyrirtækisins og gefur þér skjótan aðgang að öllu sem þú þarft að vita til þess að hámarka framlegð og ná fram hagræðingu í rekstri. • Fjárhagsgrunnur • Fjárhagsbókhald • Viðskiptamenn • Sölureikningar • Lánardrottnar • Birgðir Maritech er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins með skrifstofur í Kópavogi og á Akureyri. Hjá okkur starfar stór hópur vel menntaðra sérfræðinga sem notar upplýsingatæknina til þess að hjálpa þér að ná betri árangri. Maritech hefur þróað fjölda viðbóta við Navision viðskiptahugbúnaðinn sem eru lagaðar að þörfum íslenskra fyrirtækja. Einfalt og þægilegt viðmót Einföld uppsetning Íslenskar handbækur Staðlaðir bókhaldslyklar Miklir stækkunarmöguleikar Tenging við aðrar lausnir Fjöldi viðbótarlausna Microsoft samhæft Aðgangur að þjónustuborði Fjöldi námskeiða í boði Hringdu núna í síma 545-3200 Fjárfesting til framtíðar Þú þarft að þekkja eigin rekstur til að geta keppt við aðra Verð frá kr. 130.900* Öll verð eru án vsk. *Verð miðast við einn notanda 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI SKÓLAMÁL Nýr menntaskóli, Menntaskóli Borgarfjarðar, hefur verið stofnaður. Menntaskólinn, sem verður einkaskóli, verður reistur á gamla íþróttavellinum í Borgarnesi, þar sem tjaldsvæði hefur verið síðustu árin. Fram- kvæmdir hefjast í sumar og kennsla hefst haustið 2007. Gert er ráð fyrir að skólabygg- ingin muni kosta 250-300 milljónir króna og að húsið geti nýst líka sem menningarhús. Menntaskól- inn verður hlutafélag og er stefnt að því að safna 100 milljónum króna í hlutafé. Þegar hafa safnast tæpar 76 milljónir króna í hluta- fjárloforðum. Stærsti eigandi Menntaskóla Borgarfjarðar verður Sparisjóður Mýrasýslu, sem mun eiga hlutafé fyrir fjörutíu milljónir króna. Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur lofað hlutafjárkaupum fyrir þrjá- tíu milljónir króna auk þess sem fyrirtæki í Borgarfirði hafa tekið hugmyndinni vel. „Þetta þýðir að skólanum verður hrint úr vör með öfluga eiginfjár- stöðu og það verður hægt að byrja framkvæmdir án þess að rekstur- inn verði að sligast í framtíðinni,“ segir Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. Stefnt er að því að hvert ein- asta heimili í Borgarfirði eigi hlut í skólanum. Á stofnfundi sem hald- inn var í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í gær var hægt að skrá sig fyrir hlutafé að lágmarki eitt þúsund krónur og söfnuðust sam- tals um 5,7 milljónir króna. Nemendur skólans verða 150 talsins og er stefnt að því að þeir ljúki námi á þremur árum. Námið verður einstaklingsmiðað en skól- inn verður fyrsti framhaldsskól- inn í landinu til að vinna eftir nýrri námskrá og hefur hann verið skil- greindur sem tilraunaskóli. Skólinn mun vera í nánu sam- starfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Viðskiptaháskól- ann á Bifröst. Einnig mun hann sinna þeim sem ekki hafa náð til- skyldum árangri í grunnskóla. „Góð menntunartækifæri hafa orðið sífellt veigameiri þáttur í búsetuvali og því að fólk uni vel hag sínum. Menntunin styrkir inn- viðina og treystir byggðina,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á stofnfundi skólans. ghs@frettabladid.is Skóli rís á tjaldstæðinu MENNTASKÓLI BORGARFJARÐAR Skólinn verður reistur á gamla íþróttavellinum í hjarta Borgarness, þar sem tjaldsvæði hefur verið. FRÉTTABLAÐIÐ/KURT OG PÍ BANDARÍKIN, AP Frá því í október árið 2004 hefur undarlegur klett- ur, sem minnir helst á ugga, verið að vaxa út úr gíg eldfjallsins St. Helens í austanverðum Banda- ríkjunum. Kletturinn er nú orð- inn rúmlega 90 metra hár og hækkar um rúman metra á hverj- um einasta degi. Árið 1980 hófst gos í fjallinu með mikilli sprengingu sem varð 57 manns að bana. Í sprenging- unni sundraðist fjallstoppurinn, sem var keilulaga. Röð lítilla jarðskjálfta hófst að nýju í fjallinu í september árið 2004 og allar götur síðan hefur mátt greina hæga eldvirkni í fjallinu. Kvikan hefur verið á hægri hreyfingu og er þar komin skýringin á ugganum, sem vex út úr einni hlið gígsins. Jarðfræðingar telja að á end- anum verði fjallið aftur keilu- laga, eins og það var fyrir sprengigosið árið 1980. Margir óttast reyndar að annað gos geti komið úr fjallinu með skelfileg- um afleiðingum. „Eins og hlutirnir eru að þró- ast núna þá er ekkert sem bendir til þess að hamfaragos sé í vænd- um,“ sagði Tom Pierson, banda- rískur jarðfræðingur. „En hlut- irnir geta breyst hvenær sem er,“ bætti hann við. - gb UGGINN MIKLI Þessi klettur er orðinn nærri hundrað metra hár og hækkar um meira en metra á hverjum einasta degi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Eldfjallið St. Helens í Bandaríkjunum veldur miklum heilabrotum: Uggi vex um metra daglega VEISTU SVARIÐ? 1 Forstjóri bandarísku leyniþjónust-unnar, CIA, sagði af sér í fyrradag. Hvað heitir hann? 2 Kona hefur í fyrsta sinn sest í stól utanríkisráðherra Breta. Hvað heitir hún? 3 Íslenskir fjárfestar hafa selt hlut sinn í enska fótboltaliðinu Stoke City. Hver keypti félagið? SVÖR Á BLS. 38 DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur sýknað Eimskip af skaðabótakröfu laxeldisfyrirtækisins, Nordlaks Produkter. Fyrirtækið tapaði rúmum 6,6 milljónum króna í sept- ember 2003, þar sem kaupandinn neitaði að taka við farminum. Skipafélagið hafði flutt 20 bretti af frystum laxaflökum til Bandaríkjanna. Við komuna varð ljóst að hitastig í kæli skipsins hafði á einum degi sveiflast um fjörutíu gráður. Gerlamagn í fis- knum var þó ekki yfir viðmiðunar- mörkum og varan seld hæstbjóð- anda. Dómurinn taldi að þar sem óháð skoðun fór ekki fram á ástandi laxins áður en hann fór í skipið og ástand hans var ekki metið strax við löndun ætti norska fyrirtækið ekki bótarétt. - gag Eimskip sýknað af skaðabótakröfu laxeldisfyrirtækis: Óháð eftirlit skorti á ástandi farmsins EIMSKIP Tuttugu bretti af laxi til Banda- ríkjanna skiluðu sér ekki í því ástandi sem kaupandinn var tilbúinn að samþykkja. Ekki sannaðist hvar hann hafði skemmst. DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra sektaði fyrir helgina vörubílstjóra um 40 þúsund krónur. Maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta lög um þungatakmarkanir en þyngd vöruflutningabíls sem hann ók reyndist yfir leyfilegum mörkum. Forsaga málsins er sú að vörubíl- stjórinn var á ferð á þjóðveginum í Reykjadal í desember síðastliðnum. Umferðareftirlitsmenn mældu bíl- inn á vettvangi og kom í ljós að þungi framáss var 1100 kílóum yfir leyfilegum mörkum. Þrátt fyrir þetta var manninum leyft að halda áfram för sinni en hann hefur nú verið sektaður sem fyrr segir. - aöe Héraðsdómur Norðurlands: Braut lög um öxulþunga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.