Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 87
Við byggjum barnaþorp í Afríku Vertu með Vertu SPES www.spes.is [ TÖLVULEIKIR ] UMFJÖLLUN Fimmti SingStar leikurinn er kom- inn á markað og er, eins og for- evrum sínum, ætlað að hrista upp í bæði vönum karókíkeppendum og þeim sem hafa skotið sér undan karókísöng með því að fela sig á bak við lagaúrvalið. Það fær enginn lengur að sitja á sófanum í teiti þar sem SingStar fer í græjurnar. Stattu upp, smelltu á þig gaddaól og upp á stofuborð. Hér stendur valið milli þrjátíu laga þar sem allt að átta manns geta keppt, þó aðeins tveir í einu. Leik- urinn sjálfur hefur ekkert þróast frá fyrri útgáfum og allt gengur sinn vanagang. Einu nýju tónarnir sem kveða við eru vitaskuld lögin sjálf og þar liggur megingallinn. Þarna leynast vissulega smellir sem gætu rifið hvaða partí sem er upp (Song 2 með Blur, Self-Esteem með Offspring). Þarna eru svo einnig aftur á móti lög sem eru vissulega jafn miklir smellir en eru á skjön við allt sem kallast rokk (What You Waiting For með Gwen Stefani, Everybody‘s Chang- ing með Keane, Wind of Change með Scorpions). Annars staðar hefði svo mátt velja hressari lög frá annars vel rokkandi böndum (The Bucket með Kings of Leon, Run með Snow Patrol). Þetta breytir því ekki að á SingStar Rocks! Hefur verið steypt saman flestum geirum útvarpsvæns pop-, indie- og sígilds rokks sem ætti að höfða til flestra. Nú er bara að komast yfir hræðsl- una við hljóðnemann, hringja í vin- ina sem hafa verið of svalir hingað til og þenja raddböndin. Rokkið lifi. Gestur Hilmarsson Rokkgrautur sem engan svíkur SINGSTAR ROCKS! VÉLBÚNAÐUR: PLAYSTATION2 Niðurstaða: Leikurinn sver sig í ætt við forvera sína þannig að þeir sem þekkja SingStar vita að hverju þeir ganga og þrátt fyrir undarlegt lagaval á köflum má vel rífa upp gleðskapinn með SingStar Rocks! FRÉTTIR AF FÓLKI Írski leikarinn Colin Farrell missti af aðalhlutverki í mynd sem gerð verður um ævi Bobs Dylan, í hendurn- ar á Brokeback Mountain stjörnunni Heath Ledger. Myndin verður tekin upp í sumar. Leikstjóri hennar, Todd Haynes sem gerði myndina Velvet Goldmine, er sagður hafa skipt um skoðun á síðustu stundu. Ledger er einn af sex leikurum sem túlka söngvaskáldið fræga og með honum í hóp eru meðal annars gamla kempan Richard Gere og leikarinn úr American Pshyco, Christian Bale. Farrel, sem lék aðalhlutverkið í stórmyndinni Alex- ander, er þekkt partíljón og nýkomin úr meðferð. Simon Cowell, hugmyndasmiður og dómari American Idol keppninnar, er á grænni grein. Í nýútkominni bók sjónvarpsgagnrýnandans Bills Carter er upplýst að Cowell sé með 400.000 pund á tímann og fær því 19,5 milljónir punda fyrir árið sem samsvarar rúmum tveimur millj- örðum íslenskra króna. Þetta er ekki lítill peningur en American Idol þátturinn er vinsælasta sjón- varpsefni í Bandaríkjunum með áhorf upp á 25 milljónir manna. Cowell situr í dómarasætinu með þeim Paulu Abdul og Randy Jack- son og er frægur fyrir að vera með eindæmum dómharður. Simon á grænni grein SIMON COWELL Þarf ekki að kvíða fyrir framtíðinni enda einn hæstlaunaði sjón- varpsmaður Bandaríkjanna. Hljómsveitin Korn gefur út tónleikaplötuna Live & Rare á mánudag. Platan inniheldur sjö lög frá tónleikum sveitarinnar á staðn- um CBGB´s árið 2003 ásamt hennar útgáfu af laginu Another Brick in the Wall með Pink Floyd og One með Metallica. Einnig fylgja með upptökur frá tónleikum Korn á Woodstock-hátíðinni 1999. Platan kemur út á vegum Epic Records sem gaf út fyrstu sjö plöt- ur Korn áður en sveitin söðlaði um og fór til EMI. Gaf hún út plötuna See You on the Other Side á síðasta ári. Korn fer í tónleikaferð um Evr- ópu í lok þessa mánaðar og mun hún standa út sumarið. Mörgum Íslend- ingum er vafalítið í fersku minni tvennir tónleikar hennar í Laugar- dalshöllinni fyrir tveimur árum. Korn á tónleikum KORN Rokksveitin Korn gefur út tónleika- plötuna Live & Rare á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.