Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 6
6 7. maí 2006 SUNNUDAGUR KJÖRKASSINN Stendur íslenskt efnahagslíf traustum fótum? Já 45% Nei 55% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að flytja Árbæjarsafn út í Viðey? Segðu skoðun þína á visir.is Ólöglegir innflytjendur Rúmlega 500 ólöglegir innflytjendur komu til ít- ölsku eyjarinnar Lampedusa á vikunni. Í dögun kom fiskibátur í höfn og stigu þá 470 manns í land, og síðar um daginn kom lítill bátur með 25 manns í viðbót. Flestir ólöglegir innflytjendur á Ítalíu eru frá Norður-Afríku. ÍTALÍA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Frest- urinn til að skila inn framboðs- listum til kjörstjórnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar rann út á hádegi á gær. Fulltrúar Á-listans á Blöndu- ósi tóku enga áhættu og mættu ellefu mínútum fyrir opnun en kjörstjórn tók á móti listum í Félagsheimilinu frá klukkan tíu. Þeir hafa greinilega lært af hremmingum sínum fyrir fjór- um árum en þá skiluðu þeir list- anum ellefu mínútum eftir lokun og hafnaði kjörstjórn þá listan- um. Þeirri ákvörðun var svo hnekkt í héraðsdómi. „Við tökum okkur ekki of alvarlega,“ segir Þórdís Hjálm- arsdóttir sem skipar þriðja sætið á listanum. „Og þar sem gert var grín af þessu í áramótaskaupinu á sínum tíma ákváðum við að bæta um betur og mættum í lopapeysu og gúmmískóm. Svo kom oddvitinn okkar Valdimar Guðmannsson auðvitað á trakt- ornum,“ segir hún hin hressasta. - jse Fresturinn til að skila framboðslistum runninn út: Mættu á traktor og í gúmmískóm SKÓLAMÁL „Ég legg starf mitt í hættu með því að koma fram, en mér blöskrar aðstaðan. Foreldrar verða að gera kröfur,“ segir Anna Þorsteinsdóttir umsjónarmaður frístundaheimilisins Bakkasels í Breiðholti. Frístundaheimilið hefur frá haustinu verið í Skátaheimili við Arnarbakka, sem borgin leigði, en starfsemin verður flutt eftir vor- önnina. Framhaldið er óákveðið en heimilinu verður líklega, að sögn Önnu, komið fyrir í þrjátíu ára gömlum skúrum við Breiðholts- skóla næsta haust. Sótt hefur verið um fyrir níutíu börn en skúrarnir rúma ekki svo marga. Tvö salerni eru í skúrunum og engir vaskar utan þeirra. Ekki er sér salernis- aðstaða fyrir starfsfólk. „Foreldrar hafa verið mjög ósáttir við skúrana. Þeir eru rakir. Börn með astma eiga mjög erfitt með að þola þá. Svo eru þeir mjög litlir, en níutíu börn hafa sótt um vistun næsta haust.“ Með því að troða komist kannski fjörutíu fyrir. Anna segir að frá og með næsta hausti eigi börnin kost á síðdegiss- narli á frístundaheimilunum. Ekk- ert eldhús sé hins vegar í gamla Bakkaseli. Hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja- víkur fengust þær upplýsingar að tvö salerni þurfi fyrir 25 nemend- ur. Þrjú salerni fyrir fimmtíu börn og fjögur væru nemendurnir hundrað. Vinnueftirlitið gerir einnig kröfu um sér salerni fyrir starfsfólk sem vinnur með mat- væli. Anna segir skátaheimilið ekki fullkomið en miklu betra en þeir kostir sem væru í stöðunni. Borg- in hafi einnig lagt tæpar tvær milljónir í viðgerðarkostnað vegna slægs ástands þess. „Svo settu skátarnir húsið á sölu og mennta- svið ákvað að borgin vildi ekki kaupa húsið. Starfsemin gæti rúm- ast innan skólans.“ Anna hefur sent foreldrum barnanna bréf þar sem hún greinir frá stöðunni. Hún hvetur þá einnig til að skrifa undir lista til að mótmæla flutningnum. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að önnur frístundaheimili séu í svona stofum víða um borg- ina og gangi ágætlega. Þær þurfi auðvitað að fullnægja skilyrðum um öryggi, aðbúnað og heilbrigði. „Ég er alveg rólegur yfir þessu vegna þess að séu þessar stofur í slæmu ásigkomulagi, þá er nægur tími til að kippa því í liðinn fyrir haustið.“ Frístundaheimilin heyra undir Íþrótta- og tómstundaráð. Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur, for- mann ráðsins, í gærkvöldi. gag@frettabladid.is/sdg@frettabladid.is Býst við að helming- urinn fái ekki pláss Umsjónarmaður frístundaheimilis í Breiðholti segir að við flutning þess í skúra komist meira en helmingur barnanna ekki að. Þar séu aðeins tvö salerni og ekkert séraðgreint fyrir starfsfólk. Sýsla eigi með mat en aðstaðan sé engin. KRAKKARNIR Á BAKKASELI Nemendur Breiðholtsskóla á frístundaheimi í Bakkaseli. Níutíu hafa sótt um fyrir næsta haust. Ólíklegt er talið að meira en helmingurinn komist að. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI KJARAMÁL Starfsfólk á sambýlum hefur boðað til sólarhrings setu- verkfalls 16. maí næstkomandi til að þrýsta á um að laun þeirra verði hækkuð. Þetta var niðurstaða fundar hjá trúnaðarmönnum starfsfólks innan SFR á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða hjá svæðisskrifstofum landsins, Skálatúni og Styrktarfélagi van- gefinna á föstudag. Þá er fyrir- hugað fjögurra sólarhringa langt setuverkfall í lok maí ef viðbrögð fást ekki strax. Arnór Barkarson, trúnaðar- maður á sambýli og fulltrúi í aðgerðanefnd, segir mikinn hita vera í fólki. „Það eru þúsund starfsmenn á hundrað starfs- stöðvum um landið og fólk er mjög óánægt með kjör sín í dag. Við vitum að nú þegar er byrjað að leita að erlendu vinnuafli og því hafa menn áhyggjur.“ Arnór segir að flóttinn sé hafinn og álagið hafi aukist mjög síðustu sex mánuði vegna undirmönnun- ar. „Ég veit um einn stað þar sem fimmtíu prósent stöðugilda eru ómönnuð og að manna vegna veikinda og forfalla er nær úti- lokað,“ segir Arnór. Lágmarkslaun starfsmanna á sambýlum eru í dag um 106 þús- und krónur á mánuði en starfs- menn sveitarfélaganna fá 130 þúsund krónur í laun fyrir sömu vinnu. - shá Starfsfólk á sambýlum boðar til setuverkfalls til að knýja á um hærri laun: Hljóðið þungt í starfsfólkinu SAMBÝLIÐ HÓLMASELI Lágmarkslaun starfsmanna eru nú um 106 þúsund krónur. Skógareldar Skógareldar kviknuðu á tveimur stöðum í og við Björgvin í Noregi á föstudag. Greiðlega gekk að slökkva eldinn á öðrum staðnum meðan enn loga eldar á hinum staðn- um. Flytja hefur þurft sjötíu manns frá heimilum sínum. NOREGUR Vilja lögleiðingu marijúana Um hundrað úkraínsk ungmenni söfnuð- ust saman í Kiev í gær til að krefjast lögleiðingar á marijúana í Úkraínu. Rúmlega 300 andstæðingar lögleiðingar umkringdu hópinn og héldu á skiltum með áróðri gegn eiturlyfjaneyslu. ÚKRAÍNA SLÖKKVISTARF Sinueldur kom upp í sumarbústaðalandi í svokölluðu Eskjuholtslandi í Borgarfirði í gærkvöldi og mátti litlu muna að illa færi. Fjölmörg sumarhús eru á svæðinu og var eldurinn kom- inn mjög nærri einu húsanna þegar slökkviliðið kom á stað- inn. Bjarni Þorsteinsson, slökkvi- liðsstjóri í Borgarnesi, segir að eldurinn hafi verið slökktur á innan við klukkustund en aðstæð- ur hefðu verið góðar. Tveir ungl- ingspiltar sáust nálægt eldsupp- tökum og eru þeir taldir hafa kveikt í. Þrír bílar og tólf manna lið var sent á staðinn. - shá Sinubruni í Borgarfirði: Eldur í sumar- bústaðalandi Á-LISTAMENN Mættu tímanlega að þessu sinni og skiluðu framboðslistanum skömmu fyrir klukkan tólf. TÓNLEIKAR Mikil örtröð var fyrir utan verslun Og Vodafone þegar forsala aðgöngumiða hófst á afmælistónleika Bubba Morthens í gærmorgun. Nær allir miðar í stúku, tólf hundruð talsins, seldust upp auk þess sem þúsund miðar í stæði seldust á fáein- um klukkustundum. Talið er að um hundrað manns hafi beðið eftir því að miðasala hæfist. Rúmlega fimm þúsund miðar voru í boði en almenn miða- sala á tónleikana hefst ekki fyrr en á morgun. Tónleikarnir eru í til- efni af fimmtíu ára afmæli Bubba og koma fram þrjátíu listamenn sem starfað hafa með honum í gegnum tíðina. - shá Afmælistónleikar Bubba: Seldi 2.200 miða í forsölu LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn stöðvuðu í gærkvöld slagsmál unglingagengja við Hólagarð í Breiðholti. Skrílslætin höfðu þá staðið í nokkurn tíma. Lögregla tók hníf af einum pilti og voru nokkrir handteknir. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni hafa unglingagengi barist með kylfum og bareflum á þess- um slóðum síðustu tvo til þrjá mánuðina. Slagsmálin brjótast einkum út um helgar og hefur lög- regla ítrekað þurft að grípa inn í og dreifa hópunum. Á bilinu þrjá- tíu til fjörutíu ungmenni skipa hvort gengi fyrir sig. Hnífar og barefli hafa verið gerð upptæk og hafa unglingarnir veist að fólki sem á leið hjá. Skrílslæti og ófremdarástand eru orðin sem lögreglan notar um þetta ástand. Dæmi er um að ungl- ingar hafi slasast í átökunum. - shá Gengi slógust í Breiðholti: Beita kylfum og hnífum Bubbi Morthens - þetta er hugsanlega forsíða - BUBBI MORTHENS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.