Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 90
 7. maí 2006 SUNNUDAGUR34 Ólafur býr ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Soffíu Þor-steinsdóttur, og börnum þeirra tveim, þeim Helgu Soffíu, 7 ára, og Einari Þorsteini, 4 ára, í bænum Ciudad Real. Þau hafa gert sér fallegt hreiður í þessu 100 þús- und manna samfélagi þar sem hraðinn er lítill og fólk tekur lífinu með stóískri ró. „Þetta er bara Spánn í sinni tærustu mynd. Þetta er góður staður og hér líður okkur ákaflega vel,“ sagði Ólafur sem kann vel við rólegheitin á Spáni. Veðrið er honum heldur ekki á móti skapi. Ferill Ólafs er orðinn langur og glæstur en hann hefur blómstrað hjá öllum þeim liðum sem hann hefur leikið með. Hann byrjaði með Val og fékk þar frábæran grunn í íþróttinni enda hefur ungl- ingastarf Vals ávallt verið mjög metnaðarfullt. „Theodór Guðfinnsson þjálfaði okkur í öllum yngri flokkunum og hann var alveg frábær. Hann hugs- aði líka um félagslega þáttinn og lét okkur mæta á laugardags- morgnum svo að menn væru ekki að djamma. Það var mikið af hæfi- leikamönnum þarna og margir hefðu einnig getað orðið öflugir knattspyrnumenn. Ég var sjálfur allt í lagi en ég lék á miðjunni og var kallaður Óli sóli. Var alltaf í því að leggja upp. Skaut aldrei á mark- ið eins og í handboltanum,“ sagði Ólafur og hló dátt. „Valur var á þessum tíma betra handboltalið en fótboltalið og fyrirmyndirnar voru í handboltanum. Þess vegna fór ég í handboltann.“ 23 ára til Þýskalands Ólafur lék síðan í sex ár með meist- araflokki félagsins en 23 ára að aldri hleypti hann heimdraganum og flutti til Þýskalands. Hann gekk í raðir Wuppertal sem var á þeim tíma í næstefstu deild. Félagi Ólafs, Dagur Sigurðsson, fór með honum út en þjálfari liðsins var fyrrum landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðs- son. „Ég spilaði mikið frjálsan hand- bolta hjá Val og ég lærði fullt af nýjum hlutum hjá Viggó en hann kenndi mér „strúktúraðan” hand- bolta og taktískan. Einnig að sækja í rétt svæði, kíkja á möguleikana og velja rétt. Einnig fékk ég að spila vörn hjá honum,” sagði Ólaf- ur en Wuppertal fór beint upp í úrvalsdeild með Íslendingana inn- anborðs og kom verulega á óvart með því að vera á topp tíu í Bund- esligunni. Ólafur var í tvö ár hjá Wupper- tal en þá var aftur kominn tími á breytingar og hann samdi við eitt stærsta lið Þýskalands, Magde- burg. Lenti hjá drykkfelldum þjálfara „Þetta var eðlilegt næsta skref og ég var að leita að nýrri áskorun. Hjá Magdeburg fékk ég ekki jákvætt handboltasjokk heldur fékk ég lífssjokk því þjálfarinn var í erfiðleikum með sjálfan sig. Hann var drykkjumaður og hjartveikur og kenndi mér ekki neitt þann skamma tíma sem hann þjálfaði. Það var frekar sjúkt andrúmsloftið í félaginu og framkvæmdastjórinn gerði ekkert í málinu. Menn spil- uðu meira af ótta en ánægju. Það eina sem ég lærði var hvernig það er að líða illa. Þetta var fyrsta mót- lætið sem ég lenti í en sem betur fer þá var hann rekinn fjórum mánuðum eftir að ég kom,” sagði Ólafur en liðið varð samt Evrópu- meistari þegar það vann EHF- keppnina. Alfreð Gíslason var ráð- inn þjálfari um sumarið og það líkaði Ólafi vel. „Það var frábært að fá aftur íslenskan þjálfara. Það hentaði ungum leikmanni eins og mér vel enda er ég líka svolítið viðkvæm sál. Hefði ég lent á einhverjum vitleysingi þá er aldrei að vita hvernig hefði farið. Þetta voru frá- bær ár með Alfreð og hann kenndi mér mikið um taktík og styrk. Alfreð var sérstaklega góður styrktarþjálfari og mjög faglegur í öllu sem hann gerði.“ Eftir fimm gjöful ár með Mag- deburg, þar sem liðið vann meðal annars Meistaradeildina árið 2002, ákvað Ólafur að söðla um á nýjan leik. Hann ákvað ekki eingöngu að skipta um lið heldur algjörlega um umhverfi og samdi því við spænska liðið Ciudad Real. Rétt ákvörðun að fara frá Magde- burg „Eftir á að hyggja er ég mjög feg- inn að hafa farið á þessum tíma. Það var kominn tími á mig. Ég var farinn að þekkja allt, var of náinn Alfreð og orðinn of mikil hetja hjá félaginu. Það var í raun ekkert meira sem ég gat gert hjá Magde- burg. Mig vantaði nýja byrjun og ég var alltaf ákveðinn í að yfirgefa Þýskaland og kynnast nýrri menn- ingu. Magdeburg jafnaði tilboð Ciudad þannig að ég fór ekki pen- inganna vegna,“ sagði Ólafur sem þekkti lítið til þjálfara liðsins, Juan de dios Roman. Sá átti ekki eftir að reynast honum vel og árin tvö undir hans stjórn voru Ólafi erfið og höfðu mikil áhrif á andlega líðan hans. „Þetta voru tvö mjög erfið ár og ég er þakklátur fyrir að hafa ekki farið verr út úr þessum tíma. Þó að ég hafi orðið spænskur meistari þá leið mér mjög illa. Hann var með ömurlegar æfingar og aldrei nein keppni hjá honum. Þetta var meira svona leikfimi fyrir eldri borgara með fullri virðingu fyrir því ágæta fólki. Menn voru að drepast úr leiðindum enda voru áskoranirnar engar. Þetta var mesta djók sem ég hef upplifað. Það var allt nei- kvætt og svo skipti hann sér stans- laust af utanaðkomandi hegðun eins og hvort við værum ekki nægilega vel klæddir eða rétt klæddir. Hann skipti sér líka af rakstri leikmanna. Eitthvað varð hann að gera því ekki vissi hann neitt um handbolta,“ sagði Ólafur alvarlegur enda sökk hann frekar djúpt. Ætlaði að leggja skóna á hilluna „Ég var við það að hætta. Ofan á leiðindin lenti ég í alls konar meiðslum og ég fékk ekki að koma mér í gang og til að mynda bannaði kallinn mér að lyfta til að koma mér í form. Hann var með skrif- stofuna við hliðina á lyftingasaln- um og stöðvaði mann ef maður reyndi að mæta í salinn. Þessu var ekki hægt að mótmæla því þá hefði maður örugglega endað á bekkn- um í kjölfarið. Samt vinnum við næstum því Meistaradeildina en í raun vorum við allir að berjast gegn honum og það þjappaði okkur saman. Talant var þá miðjumaður liðsins og leiðtogi og stýrði allri taktík því ekki kom hún frá þjálf- aranum. Hann naut mikillar virð- ingar innan hópsins og það var því vinsælt að hann skyldi vera gerður að þjálfara,“ sagði Ólafur sem er geysilega ánægður með þjálfar- ann sinn og aðstoðarmann hans sem er alnafni fyrirliða Real Madr- id, Raúl Gonzalez, sem Ólafur segir ekki síður hafa mikið vit á handbolta og í raun vegi þeir hver annan upp. Talant er besti þjálfari sem ég hef haft „Talant er algjör snillingur og langbesti þjálfari sem ég hef haft enda hefur hann kennt mér ótrú- lega mikið. Við höfum allir mikla trú á því sem hann er að predika og förum eftir hans orðum í einu og öllu. Við erum sífellt að verða betri á öllum sviðum handboltans og þetta lið getur haft yfirburði á Spáni og í Evrópu á næstu árum,“ sagði Ólafur en það spurðist út á seinna árinu hans með Roman að hann væri óánægður. Í kjölfarið fékk hann tilboð frá Flensburg og Hamburg meðal ann- ars en það varð snemma ljóst að Dujshebaev tæki við af Roman og eftir að hafa heyrt hvað hann ætl- aði að gera með liðið var Ólafur aldrei í vafa um hvað hann ætlaði að gera. „Hann sýndi mér að hann SUNNUDAGSVIÐTALIÐ: ÓLAFUR STEFÁNSSON HEIMILISLEGUR Ólafur aðstoðar við borð- haldið á heimilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VILDI SÝNA FÓLKINU Í CIUDAD HVAÐ Í MÉR BÝR Handknattleikskappinn Ólafur Stefánsson hefur gengið í endurnýjun líf- daga sem handboltamaður á þessari leiktíð eftir tvö erfið ár þar á undan sem næstum leiddu til þess að hann hætti handboltaiðkun. Ólafur stendur á tímamótum á sínum ferli og mun bráðum skrifa undir sinn síðasta atvinnu- mannasamning ef að líkum lætur. Henry Birgir Gunnarsson hitti Ólaf á heimili hans í Ciudad Real um síðustu helgi og ræddi við hann um ferilinn, framtíðina og fjölskylduna. MYNDARLEGIR KRAKKAR Þeim Einari Þorsteini, 4 ára, og Helgu Soffíu, 7 ára, leiðist ekki lífið á Spáni og þau eru dugleg að dunda sér í garðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FALLEGT HÚS Ólafur og fjölskylda búa í fallegu húsi í rólegu hverfi í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR Ólafur er hér með eiginkonu sinni, Kristínu Soffíu Þorsteinsdóttur, og börnum þeirra tveim á heimili þeirra í Ciudad Real. Dóttir þeirra, Helga Soffía, er 7 ára en sonurinn Einar Þorsteinn er 4 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.