Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 79
Ljósmyndarinn Charlie Strand heldur sýningu undir yfirskrift- inni The Dark Side of Nature í búðinni Guerilla að Mýrargötu í Reykjavík. Sýningin hófst í gær og stendur yfir allan þennan mánuð. Á sýningunni verða tíu myndir sem verða notaðar á væntanlegum sýningum Strands. Um er að ræða tískumyndir þar sem föt eftir jap- anska hönnuðinn Comme des Gar- cons, Raf Simons og hina íslensku Helicopter koma við sögu. Íslensk náttúra er einnig í stóru hlutverki og ýmislegt furðulegt tengt henni. Strand, sem er hálfur Íslend- ingur og hálfur Englendingur, hefur búið hér á landi í eitt og hálft ár. Vann hann m.a. fyrir tíma- ritið Sirkus sem hefur nú verið lagt niður. Myndar myrkar hliðar LEIKLIST NEMENDALEIKHÚS LHÍ Í SAMVINNU VIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ / LITLA SVIÐIÐ Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður Handrit: Vala Þórsdóttir Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir / Leik- mynd: Frosti Friðriksson / Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir / Lýsing: Páll Ragnarsson Leikaraefnin: Birgitta Birgisdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Halldóra Malín Péturs- dóttir, Jörundur Ragnarsson, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Víðir Guðmundsson. Það er alltaf viss stemning yfir sýningum ungu leiklistarnem- anna sem senn útskrifast frá leik- listardeild Listaháskóla Íslands eins það heitir núna. Ný andlit, nýjar raddir, vonarstjörnur fram- tíðarinnar og vonandi leikarar sem vilja veg listarinnar sem mestan. Teymið sem hér leggst á árarnar til að búa til sýningu hefur sýnt okkur áður hversu hugmyndarík þau geta verið og hve kunnáttusamlega hægt er að bera á borð litríkt sjónarspil fyrir börn af öllum stærðum og gerð- um. Líka fullorðin börn. Nálgunin byggir á aldagöml- um leiklistarhefðum og leikstíl sem hæfir efninu. Má segja að yfirbragð sýningarinnar sé að vissu leyti á skjön við þjóðsög- urnar okkar ef við gefum okkur að íslenskur sagnaheimur sé í samræmi við það umhverfi sem sögurnar spretta úr; en sam- kvæmt því ætti einmitt flest í ytri umbúnaði að vera í sauðalitunum. En með þeirri leið sem leikstjór- inn velur verður allt eins og heit- ara, bjartara og tilfinningin verð- ur sú að sögurnar gerist mun sunnar í álfunni sem er í sjálfu sér fínt. Allt svo lauflétt og skemmtilegt, aldrei nein hætta á ferðum og allir komast óhultir út úr leikhúsinu aftur eftir ljúfa samveru með leikhópnum. (Minnstu áhorfendurnir létu sér á sama standa þótt sjálf Gilitrutt spígsporaði um sviðið.) Sýningin ber öllum sem að henni standa fagurt vitni. Tónlist Ragnhildar passaði einstaklega vel og leikendurnir svona ljóm- andi músíkalskir líka. Dönsuðu, sungu og léku á hljóðfæri. Frosti Friðriksson gerir hér enn eina ævintýraleikmyndina og tekst að stækka rýmið á litla sviðinu. Bún- ingar Þórunnar og ýkt leikgervi í fullkomnu samræmi. Allt eitt- hvað svo kókett og vel saman sett úr samtíningi af búningasafninu. Við höfum svo sem séð þetta allt saman áður og heyrt þetta allt saman áður en það er líka eitt- hvað svo heimilislegt líka. Dóttir mín tók kipp í hvert sinn er hún kannaðist við einhverja söguna og hló dátt að sumum karakter- unum sem birtust á sviðinu og að sýningu lokinni lýsti hún yfir ánægju sinni með allt saman. Sýningin er sundurlaus og hvorki þráður né þema er gegn- umgangandi nema textinn sem er fenginn úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar og það er ásinn sem lausar senurnar hverfast um. Það sem heldur sýningunni gang- andi er ágætlega samstilltur leik- hópur sem allan tímann er með- vitaður um að hann er að segja sögu. Samsuðan virkar engu að síður og það er í sjálfu sér engin goðgá þótt ekki sé að finna upp- byggingu, ris, víxl, hvörf og kúvendingar í „leikgerðinni“ sem slíkri. Þetta er ögrandi og skemmtilegt form sem leikara- efnin fá að vinna með og það er auðvitað það sem skiptir máli. Og þrátt fyrir ofgnótt hugmynda og ofhleðslu leikhúslausna á köflum var sýningin þekkileg og lífleg á að horfa. Mér þótti nokkurt jafnræði með leikaraefnunum. Þetta er ungt og fallegt fólk sem eflaust á eftir að láta að sér kveða í fram- tíðinni. Mér þótti á köflum ýmsu ábótavant í framsögn hjá sumum og langar mig af gefnu tilefni að beina því til leiðbeinenda í skól- anum hvort ekki sé ástæða til að endurvekja félagið sem hefur það á stefnuskrá sinni að lengja sérhljóð í framburði íslenskrar tungu. (Bara svona til íhugunar) Valgeir Skagfjörð Litríkt þjóðsagnaleikhús NEMENDALEIKHÚSIÐ SÝNIR Á LITLA SVIÐINU Sýningin ber öllum sem að henni standa fagurt vitni. CHARLIE STRAND Ljósmyndarinn Charlie Strand heldur sýningu í búðinni Guerilla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUNNUDAGUR 7. maí 2006 23 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.