Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 20
Bjallan í Hrafnagilsskóla hringir inn klukkan 8.15 líkt og í flestum skólum landsins. En ólíkt því sem víðast gerist byrja börnin daginn á samverustund þar sem þau fara með skólaheitið, ræða saman, flytja ljóð og syngja. Á miðviku- daginn var blúsað á Hrafnagili, Svefnpurkublús var á efnis- skránni. Anna Guðmundsdóttir skólastjóri segir samverustund- irnar mikilvægar fyrir allt skóla- starfið. Þær auki samkennd nem- enda og starfsfólks og á þeim gefist færi á samræðum um skólastarfið og annað sem skiptir máli. Anna er alla jafna aðstoðar- skólastjóri á Hrafnagili en stýrir starfinu þennan veturinn því Karl Frímannsson skólastjóri er í námsleyfi. Saman hafa þau búið til það sem kalla má Hrafnagils- skólastefnuna – skólastefnu sem hefur vakið athygli og laðar fólk til sveitarfélagsins. Anna segir fyrstu skrefin hafa verið stigin fyrir sjö árum. „Vet- urinn 1999-2000 fórum við að spá í þetta og um sumarið fóru átta kennarar á námskeið hjá Jóni Baldvini Hannessyni sem hafði kynnt sér skólamál á Indlandi. Í framhaldinu fórum við Karl til Indlands og kynntum okkur málin enn frekar. Okkur leist mjög vel á margt en auðvitað er ekki hægt að flytja svona lagað óbreytt úr framandi samfélagi. Þess vegna kynntum við okkur fleiri aðferðir og suðum upp úr þessu eitthvað sem okkur fannst henta.“ Vetur- inn eftir þreifuðu þau sig áfram í skólastarfinu en haustið 2001 fór allt af stað af fullum krafti. Ástæður þess að þau Karl þyrsti í nýjungar í skólastarfi eru einfaldar. „Fólk sem er af alvöru í skólastarfi er alltaf að leita leiða til að gera skólana betri. Þarna sýndist okkur vera leið sem allir gátu fellt sig við og myndi efla skólastarfið. Og þá ekki bara bók- stýrða námið heldur í miklu víð- ara samhengi og hafa áhrif miklu víðar.“ Það var sumsé hreinn og klár metnaður – jafnvel hugsjón – sem knúði þau áfram. Lág- og hástaða Dyggðir eru snar þáttur í skóla- starfinu á Hrafnagili sem krist- allast í skólasýninni, allir hafa hið góða í sér og hæfileikann til að verða betri manneskjur. Mark- visst er unnið með dyggðirnar og þessa dagana er ábyrgðin til umfjöllunar. Skilgreiningar og tilvitnanir á borð við: verði mér á gengst ég við því og vanda mig betur næst, hver er sinnar gæfu smiður, töluð orð og gerðir verða ekki aftur tekin og lofa skal það sem lofsvert er, eru viðfangsefn- in. Með þessu eru börnin vakin til umhugsunar um hvernig sam- skipti manna þurfa að byggjast á siðrænum gildum, vakin er löng- un þeirra til að láta gott af sér leiða og taka ábyrgð á orðum sínum og gerðum. En Hrafnagilsskólastefnan nær ekki aðeins til samskipta – kennsluhættir eru um margt frá- brugðnir hinu viðtekna. „Við heyrðum af því sem kallað er fjöl- menningarlegir kennsluhættir og fannst það passa okkur vel,“ segir Anna. Slíkir kennsluhættir voru teknir upp í Belgíu í tengslum við nýbúakennslu en þeim er ætlað að fyrirbyggja vandamál og tryggja að allir taki þátt. „Það dugar ekki að segja nemendum að vinna í hóp því það vill gerast að einhverjir séu útilokaðir og þá helst þeir sem hafa lægri stöðu en hinir. Námið er því sett þannig upp að allir hafi skilgreind hlut- verk og læri þau. Einn er efnisafl- ari, annar tímavörður, svo er stjórnandi og hvetjari. Reglulega er svo skipt um hlutverk. Krakk- arnir læra fljótt að passa að eng- inn fari út fyrir sitt hlutverk held- ur sinna allir sínu og þannig fá allir tækifæri.“ Þegar skólastarfið fer fram með þessum hætti gefst kennar- anum gott færi á að fylgjast með samskiptunum í hverjum hópi og vekja athygli á hinu jákvæða. „Ef kennarinn sér lágstöðunemanda gera eitthvað virkilega gott er athygli alls hópsins vakin á því og þannig minnkar bilið á milli lág- stöðu- og hástöðunemenda,“ segir Anna. Það hljómar undarlega að nem- endur séu skilgreindir í lág- eða hástöðu. Anna segir að skil séu í öllum hópum en þau byggi ekki á efnahag foreldra eða einhverju í þá áttina heldur persónu hvers og eins nemanda. „Hæfileikar, hreyfifærni, málskilningur og íþróttir eru meðal þess sem skipt- ir krökkunum í stöður. Aðferðin gerir ráð fyrir að unnið sé með þessa þætti á jákvæðan hátt.“ Enn ein stoðin í Hrafnagils- skólastefnunni byggir á því að nemendur hafa mismunandi greind. Verkefnin reyna því á fleiri þætti en hina bóklegu, svo sem hreyfingu, tónlist eða teikn- ingu. Hefðbundið námsefni er svo lagað að nýstárlegum kennslu- háttum. Margföldunartaflan er gott dæmi en krakkarnir í Hrafna- gilsskóla þurfa að læra hana eins og önnur börn. „Ef nemandanum finnst betra að dansa um leið og hann þylur margföldunartöfluna eða jafnvel sippa hana þá er það í góðu lagi,“ segir Anna. Standa á skoðunum sínum Þó að skólastefnan í Hrafnagils- skóla sé um margt óhefðbundin rúmast hún fyllilega innan ramma laga og reglugerða um skólastarf. Svigrúmið er enda talsvert og skólastjórnendum frjálst að reyna fyrir sér með nýjungar. Margt skólafólk hefur heimsótt Hrafna- gil á umliðnum árum til að kynna sér þær leiðir sem þar eru farnar og jafnan óska fjölmargir kenn- aranemar eftir að fá verklega leiðsögn í skólanum. Anna segir almenna ánægju með skólastefnuna og að viðhorfs- kannanir sýni að langflestir for- eldrar séu ýmist ánægðir eða mjög ánægðir. Það orð fer af skólanum að þar ríki agi – jafnvel járnagi. „Við ætlumst til ákveðins aga í skólan- um og honum er komið á og fram- fylgt með því að setja skýr mörk,“ segir Anna. „Börnin vita hver ramminn er. Við höfum fáar skólareglur og fyrir þeim eru rök sem nemendur skilja.“ Reglunum er þó hvorki framfylgt með refs- ingu né umbun. Þá semja krakk- arnir bekkjarsáttmála í hverjum bekk þar sem fjallað er um hvern- ig þau vilja hafa samskiptin og vinnulagið í bekknum sínum. „Það eru mannréttindi að fá að vera í friði í kennslustofunni og fá frið til að læra og það hefur enginn annar rétt til að spilla því og eyði- leggja fyrir öðrum,“ segir Anna. Krökkunum í Eyjafjarðarsveit er líka kennt að hafa skoðanir og færa rök fyrir þeim. Fyrir vikið eru þau betur í stakk búin til að ræða við fullorðna á jafnréttis- grundvelli. Vikulega eru haldnir bekkjarfundi þar sem góðir fund- arsiðir eru virtir í hvívetna og ef einhver setur fram skoðun þarf hann að styðja hana rökum. Það er bannað að segja af því bara. Og stundum er bankað upp á hjá Önnu skólastjóra. „Hér koma krakkar og ræða við mig um eitt- hvað sem þeim finnst að þurfi að laga og þeir færa þá rök fyrir því. Sumum finnast reglurnar í skól- anum of strangar og öðrum finn- ast þær ekki nógu strangar. Þetta geta verið mjög skemmtilegir fundir.“ Anna vill ekkert fullyrða um hvort krakkarnir í Hrafnagils- skóla séu og verði betur í stakk búnir til að takst á við lífið og til- veruna heldur en aðrir krakkar en telur að heilt yfir fari þeir vel undirbúnir úr skólanum. „Brag- urinn er þannig að krökkunum líður vel hér og ég held að það hljóti að vera til bóta. Svo höfum við heyrt að þeir sem fara héðan í framhaldsskólana séu undir eins komnir á kaf í félagsstörf, enda allir vanir að tala frammi fyrir hópi. Þetta hlýtur því að vera jákvætt.“ Ásókn í skólann Hrafnagilsskóli er miðpunktur mann- og athafnalífs í Eyjafjarð- arsveit. Vinnustaðurinn er stór og meginþorri tekna sveitarfélags- ins rennur til skólans. Anna segir sveitarstjórnarmenn afar jákvæða gagnvart skólastarfinu og vel sé búið að skólanum. Ekki 7. maí 2006 SUNNUDAGUR20 NÝ SKÓLASTEFNA Anna Guðmundsdóttir hefur ásamt Karli Frímannssyni búið til og innleitt nýja siði í Hrafnagilsskóla þar sem dyggðir eru í forgrunni og kennsluhættir með öðru lagi en víðast hvar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS SUNGIÐ Í SAMVERUSTUND Dagarnir í Hrafnagilsskóla byrja á samverustundum þar sem farið er með skólaheitið, sungið og málin rædd. Hrafnagilsskóli varð til í núverandi mynd með sameiningu fjögurra skóla í Eyjafjarðarsveit árið 1992. Nemendur eru um 200 en tæplega þúsund manns búa í sveitarfélaginu. Um helmingur nemenda býr á hefðbundnum sveitabæjum en aðrir koma frá litlum, en vaxandi, þéttbýliskjörnum. Flest börnin koma með skólabíl í skólann og þau sem fara um lengstan veg eru um 45 mínútur á leiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Mannrækt undir Hrafnagili HORNSTEINAR MENNTUNAR Dyggðir Fræðsla um dyggðir og gildi felur í sér að börnum er innrætt virðing, góðvild og ábyrgð gagnvart sjálfum sér og öðrum. Slík uppfræðsla er undirstöðuatriði í þroska barnsins og menntun þess skilar ekki tilætluðum árangri án hennar. Sið- ræn gildi gæða verkin merkingu. Að gera allt framúrskarandi vel Markviss menntun stefnir að því að barn- ið temji sér að gera allt framúrskarandi vel. Barn sem gerir þetta að leiðarljósi í lífi sínu verður betur í stakk búið til að þroska hæfileika sína til fulls og ná framúrskarandi árangri. Þjónusta við samfélagið Börnin eru hvött til að leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið og samfélagið. Þegar barn lærir að sinna umhverfi sínu og þeim sem þurfa á hjálp að halda styrkist sjálfsmynd þess og það fær hvatningu sem skólavistin ein saman getur ekki veitt. Skilningur Börn verða að læra að líta á fjölbreytni hvað varðar þjóðerni, tungumál og menn- ingu sem kost en ekki galla. Markmiðið er samkennd og virðing, færni í mannlegum samskiptum og aukinn skilningur. Skólastarf í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit er með öðrum hætti en víðast hvar. Þar er sérstök áhersla lögð á dyggðir og börnunum innrætt virðing, góðvild og ábyrgð. Í Hrafnagilsskóla má sippa margföldunartöfluna og þar er þjóðsöngur- inn sunginn í byrjun viku. Björn Þór Sigbjörnsson varði dagsparti í Hrafnagilsskóla og kynnti sér skólastarfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.